Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 7

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 7
SAMLÍKING VIÐ SALTFISK SMÁSAGA eftir FRIÐJÓN STEFÁNSSON. Systkini mín minna mig alltaf á saltfisk — vel verkaðan saltfisk, númer eitt. Allt, sem þeim við kernur, er nákvæmlega eins og það á að vera, eins og íiskur, sem hefur verið flattur, saltaður, pressaður, verkaður, þurrkaður og pressaður aftur, unz hann er orðinn eins og hann á að vera — príma vara, er á sínum tíma var rnjög ntikilsverð ís- lendingum og seldist Gismondum Ítalíu og Spánar. Ég er allt öðru vísi. Ég er ekki príma vara. Sennilega yrði ég met- inn í úrkast. Ekkert okkar systkinanna þurfti faðir okkar að liýða, nema mig. Hann tók það nærri sér, af því að hann var góður maður. Ég skildi það seinna. En ég varð oft mjög reiður við hann, og ég veit, hvað ég hefði gert, ef ég hefði verið eins stór og sterkur og hann. , Síðan hefir flest gengið öfugt fyrir mér. Sama, hvað aðrir segja, ég held ekki það sé mér að kenna og ekki neinum sérstökum. Kannske þetta, sem kallað er for- lög. Systkini mín eru alltaf að segja, að þetta sé mér að kenna. En sem sagt, ég trúi því ekki. Ég neita því ekki, að ég hélt við gifta konu. En það hafa svo marg- ir fleiri gert og gengið ágætlega. Mér gat aftur á móti ómögulega gengið það vel. Allt á sömu bókina lært fyrir mér. Maðurinn hennar sleppti sér, þegar hann kom að okknr. Sérstakt ólán, að hann skyldi þurfa að koma að okkur, því að hann átti alls ekki að geta komið heim fyrr en daginn eftir. Við höfðum alltaf verið varkár. Ef til vill hefur hann samt sem áður haft okkur grunuð. Hann byrjaði að mölva húsgögnin í svefnherberginu, og við liörfuð- um frarn í forstofuna. Þar var litli drengurinn þeirra, sem hafði verið að leika sér úti á götunni og kom- ið inn með föður sínum. Þetta var 'íjögra ára drengur nteð næstúm hvítt hár og blá augu, og hann hljóðaði upp yfir sig af hræðslu, þegar ltann sá föður sinn brjóta stóra spegilinn yfir snyrtiborðinu. Óskaplega varð drengurinn lnædd- ur. Þá fannst mér snöggvast, að ég hefði gert eitthvað ljótt. Ég hafði ckki haft hugboð um það áður. Núna lít ég aðcins á það með raun- hyggjunni. Því sjáðu til, ekkert ger- ist án orsaka — afleiðingarnar koma eftir á og sjaldnast vitað ná- kvæmlega um þær fyrirfram. (Tök- um dæmi: Þú hittir konu og þig þyrstir í ástarævintýri. Þú veizt, að hana langar einnig í það, að minnsta kosti getur þú látið það vera þann- ig. Sértu ekki hræddur, ferðu alls ekki að hugsa um, hvað geti kom- ið fyrir, hvort þú munir verða fyrir ójtægindum af að sjá þjáningar annarra eða einhverju öðru. Nei, Jtú crt að hugsa um sjálfan Jtig, og Jtað gerum við nú allir fyrst og fremst, Jiegar málin eru séð ofan í kjölinn. Ef Jtú ert hræddur við að verða fyrir óþægindum vegna gerða þinna, við almenningsálitið, við annað líf eða einhvern fjand- ann, sem kynni að bitna á þér — Jtá gerirðu jtað ekki. Ég var ekki hræddur við neitt af Jtessu og því gerði ég það!) Að vísu átti konan barn. Nema hvað. Börn leika sér úti, Jtegar gott er veður. Um nætur sofa þau. Hitt er annað mál, að ég hefði ekki átt að gera Jtað, vegna Jtess að Jtað var óhyggilegt. En sá Jiað ekki fyrr en eftir á, eins og ég sá ekki fyrr en ég var hættur að vera drengur, að ég hafði Jtá liagað mér heimsku- lega. Sé líklega alla hluti of seint. En hvað andlit Jtessa hrædda barns gat grópað sig fast í vitund mína! Það orkaði á mig eins og dá- valdur. Ég stóð Jtarna og starði á Jtað í stjarfri leiðslu eins og bjáni, Jtangað til eiginmaðurinn barði mig með stól í höfuðið. Ég gerði enga tilraun til að verja mig. Það eina, sem skipti mig máli var að móðir drengsins tók hann í fang sér og bar hann út. Undar- legt, en mér fannst ekkert annað skipta máli. ;Síðan datt ég og missti rneðvit- undina. Þegar ég rankaði við mér, rann blóð niður ennið á mér og ofan í annað augað, svo að ég gat ekki séð nteð Jjví. Með hinu sá ég, að fólkið af efri hæðinni var komið og var að baksa við að halda brjálaða manninum inni í svefnherberginu. Furðulegt, hve Jtremur karlmönn- um gat gengið illa að ráða við hann með annarri hendinni, hversu mörgum stólum sem liann hefði verið vopnaður. Enginn skipti sér af mér fremur en ég væri ekki til. Og ég reis á fætur, þurrkaði blóðið úr auganu á mér og fór. Þetta voru ekki nema smávegis skinnsprettur, sem ég hafði fengið eftir stólfæturna, og gerðu mér ekkert. En ég hafði ekki lengur neina löngun til að sjá konuna — enn síður drenginn hennar með hvíta hárið. Ég hafði blátt áfram fengið ógeð á henni. í gærkvöldi, þegar liún kom að heimsækja mig, Frh. á bls. 20. LÍF og LIST 7

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.