Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 8
BÓKMENNTARÝNI ELY CULBERTSON: Minnirtgar 1-1! Þó að Ely Clubertsson hafi ná- lega hlotið heimsfrægð fyrir kenn- ingar sínar og skarpskyggnar rann- sóknir í þágu „bridge“-ins og ein- róma lof og þakklæti allra, er þá íþrótt stunda, mætti ekki síður krýna hann lárviðarsveigi „honon- is causa" fyrir byltingarsinnuð sjónnarmið hans og atburðaríkt líf hans í þágu mannúðar, andlegra verðmæta og mannlegra tilfinn- inga „Á þessum síðustu og verstu tímum," þegar efnishyggjan („mat- erialisminn") sogar fólk ofan í eins konar andlega kolaþoku, þar sem örðugt er um andardráttinn, er hressandi að lesa jafn-róttæka og lífræna bók eins og „Minningar" Culbertsons. Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefir íslenzkað bókina og honum farizt þýðingin vel úr hendi, eink- um á fyrra bindinu. Málið er ramm-íslenzkt — eða öllu heldur islenzk íslenzka, en ekki sú mol- búa-láglendings-múgs-málleysa, sem nú er tekin að tíðkast hér í ræðu og riti. Þessar endurminning- ar Culbertsons eru hvorki þurr og leiðinleg vangaveltu-speki um út- spil, sagnir og kastþröng í „Bridge" (fáit menn þykja leiðinlegri af þeim, sem ekki spila,en bridge-spil- arar) né innantómur fimbulfambs- „reyfari" í ætt við framhaldssögur í „Vikunni" og mörgum öðrum heimilisritum af sömu tæi — eins og sumir kynnu að ætla af villandi auglýsingum um bókina. Þegar bók er auglýst hér „spennandi", bendir það yfirleitt ekki til þess, að hún hafi bókmenntalegt gildi, en öllu verra er þó hitt, ef góðir lesendur sniðganga góða bók eingöngu af því, að þeir hyggja, að hún sé það, sem kallað er „spennandi". Þó að bókin sé bráðskemmtileg og spenn- andi — eins og fyrr getur ( einhver ritdómari sagði, að hún væri skemmtilegasta bók, sem hann hefði lesið) ætti það ekki að forða alvörugefnum og hugsandi mönn- um frá því að lesa hana, því að hún sameinar djúpa alvöru og fjör, skapandi og bragðmiklar athugan- ir á mannlífinu og skemmtilega frá- sögu af minnisstæðum atburðum. Blað er gefið út í Reykjavík með þeim fögru fyrirheitum, að það sé „blað fyrir alla", þó að það loforð hafi verið fyrir löngu brotið — eins og alkunnugt er. Minningar Cul- bertsons má hins vegar með góðri samvizku gefa þau meðmæli, að þær séu „bók fyrir alla", og mun hver og einn, er bókina les, sann- færast um það. Bókin er víðfeðm, fer inn á flest þau svið, er varða mannlega hugsun. Við fylgjumst með uppvexti höfundarins, marg- víslegum þroskastigum hans og ýmsum breytingum á sálarlífi hans og lifsviðhorfi. Líf hans er sam- felldur stormur, stöðug dramatísk átök — aldrei kyrkingur, ládeyða eða meðalmennska. Háleitar og göfgar hugsanir taka á sig nýjar og nýjar myndir — sálin er eins og krystall, sem dregur að sér geisla, og varpar jreim svo frá sér í margs kyns litbrigðum. Aðalsmerki bókarinnar er ein- lægnin. Stgr. Sig. Börn Pai'adísar Mesti listviðburðurinn í Reykjavík í síðastliðnum mánuði, auk Kollwitz- sýningarinnar,var sýning á frönsku kvikmyndinni „Böm Paradísar". Höf- uðleikararnir voru Jean- Louis Barrault og Arl- etty, sem hér birtist mynd af. 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.