Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 11

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 11
— En varstu ekki í einhverjum öðrum skóla í fyrr avetur? — Jú, í landsprófsdeild Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar? — Hafðurðu þá liugsað þér að ganga langskólaveginn? — Já, jafnvel. — Tókstu þetta svokallaða lands- próf? — Nei, ég veiktist og gat þess* vegna ekki tekið prófið. — En hvað hefurðu haft fyrir stafni í vetur? — Ég er nú í eiknikennaradeild Handíðaskólans, — reyni að ljúka mér þar af í vor — En þú ætlar þó ekki að leggja fyrir þig kennslu? — Því ekki það — fyrst um sinn. — Ertu ekki að hugsa um að bregða þér út fyrir Pollinn? — Jú, þegar aðstæður leyfa. MÁLVERKIÐ og RAMMINN. — Ég sé, að þú hefir málað ramm- ann utan um eitt málverkið, sem við eigum hér ljósmynd af. — Hvers vegna gerðurðu það? Já, ég málaði þá mynd í Eyjum í fyrrasumar, og hún er nú á Norður- landasýningunni í Helsingfors. Ýmsir, sem sáu myndina, felldu sig ekki við þetta. Ég tel, að bezt fari á því, að ramm- inn sé í samræmi við myndina. Mér fellur illa að sjá myndum misþyrmt með íburðarmiklum og ósmekklegum, Elías Mar, rithöf- undur, eftir S. H. LÍF og LIST Kvöld í Vestmannaeyjum. gylltum römmum. Og vissulega þætti mér ákjósanlegt að hægt væri að ganga lengra, hvað varðar „um- hverfi" myndarinnar, ef svo mætti að orði komast, að ekki þyrfti að einskorða sig við rammann, en við skulum ekki fara lengra út í þá sálma núna. Þegar ég, urn daginn, las síðara bindið af Lífsþorsta, bók- ina urn Von Gogh, þótti mér mjög gaman að lesa um skoðanir franska málarans Seurats um þessi efni. — Stgr. Sig. Þorvaldur Skúlason, listniálari, skrifar um: GERVIMÁLVERK 1 kjölfar skapandi myndlistar sigla hinir svokölluðu „gervimálar- ar“. Þessir menn njóta þeirra miklu hlunninda, að þurfa ekki að afla sér neinnar þekkingar á starf- Þarvaldur Skúlason Málað af Nínu Tryggvadóttur 1943 inu, en til ]k:ss verður alvarlega vinnandi listamaður að eyða ára- tugum af ævi sinni. Gervimálaran- um er algerlega óþarft að vita nokkuð um liti náttúrunnar og þaðan af síður litaborðsins, honum er nóg að eignast málarakassa, eða bara venjulega húsamálningu á- samt nokkrum lituðum póstkort- um, eða vilji hann hafa meira við: — Þefa upp „motiv", sem þjóð- kunn eru orðin af verkunr skap- andi listamanna og eftirlíkja yfir- borð þeirra. Málarinn eyðir stund- um dögum, jafnvel vikum til að samræma tvö litbrigði, séð í nátt- úrunni, sem liafa mótazt í vitund hans og unna honum einskisfriðar, fyrr en þeim cru gerð rétt skil á lér- eftinu. Gervimálaranum er leikur :j einn að framleiða á tveim dögum 11

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.