Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 21

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 21
KVÖLDÞANKAR Þegar Davíð les upp. ÞAÐ var töírandi að heyra Davíð Stefánsson lesa upp úr ljóðum sínum í útvarpinu á dögunum. Þó að upplestri þessum væri útvarpað af hljómplötum, sem Davíð las inn á fyrir nokkrum árum, og margir væru að fetta fing- ur út í það, að „þetta væri gömul plata“, var þetta engu að síður ein- stakur listvið- burður, gömul plata, sem alltaf er ný. Eftir á að byggja finnst manni ósennil., að hægt sé að lesa upp ljóð jafnvel ogDavíð. Röddin djúp og karlmannleg, en nijúk og hljómmikil í senn. Hún býr yf- ir listr. töfrum og er gædd einhverjum innri frumkrafti, sem sameinar tilfinn- ingaþrótt og hita, án 'þess að henni sé beitt of eða van. Það var einhver guð- legur máttur — eitthvað, sem á skylt við hin frumlegu öfl jarðarinnar, sem stafaði af því, þegar hann fór með fyrsta kvæðið, — enda er svo mikið af Davíð sjálfum í því volduga kvæði. Margt eða flest af því, sem flutt hefir verið á Listamannaþinginu, fellur nið- ur dautt og aflvana við það, að heyra Davíð lesa upp. — Það eru svo fáir listamenn „ekta“. Davíð er alltaf hann sjálfur, — stórbrotinn og mannlegur! Mærðin í blöðunum. MÆRÐIN í blöðunum í samb. við opnun Þjóðleikhússins er orðin svo hástemmd, að hún hlýtur að orka tví- mælis. Blöðin hafa keppzt um að lof- syngja allt og alla, sem riðnir eru við þetta hús. Það er ekki nóg með, að leiksýningarnar allar hafi tekizt svo vel, að þær nálgist eða hafi náð full- komnun, heldur lýsa þau yfir því, að húsið sjálft sé fullkomið, bæði hið ytra °g innra. Hvergi hafa þau skotið fram athugasemdum um það, sem betur mætti á fara í þessu húsi, þó að nóg sé tilefnið. Undirlægjuháttur hefir jafnan verið hér þjóðarlöstur. í kjölfar hans siglir smekkleysi og skortur á víðsýni °g heilbrigðri gagnrýni. Skilningsleysi og stöðnun skólaskáldsins. HIRÐGAGNRÝNIR Morgunblaðsins á leiklist, hr. fyrrv. skólaskáld og núv. fulltrúi laganna, Sig Grimsson, reynir ásamt Mánudagsblaðinu að gera lítið úr meðferð Haraldar Björnssonar á Arnesi í Fjalla-Eyvindi. Yfirleitt auð- kennast þó dómar Sigurðar af því, að vera tómir lofstafir um alla þá leikara (og loddara), sem stigið hafa upp á fjalirnar í íslenzku leikhúsi. Oft er það engu líkara en þessi maður þiggi bein- línis laun fyrir að hlaða oflofi á ís- lenzka leikhúsmenn, þ. e. a. s. greiðslu- féð sé mælt í skrumi hans og fagur- gala. Þess vegna er eðlilegt að kalla hann hirðgagnrýni. Þó hefir þessi borg- aralegi málaliði íslenzks leikhúss fund- ið hjá sér knýjandi þörf til að rífa nið- ur eitt hið skásta, sem fram hefir kom- ið á leiksýningum Þjóðleikhússins, en það er meðferð Haraldar á Arnesi. Þar stendur skólaskáldið berstrípað að skilningsleysi. Það er öllum skynbær- um mönnum deginum ljósara, að Har- aldur ber af flestum leikendunum, sem koma fram í Fjalla-Eyvindi. Liklega er hann hinn eini þeirra, sem skilur og skyggnist inn í hlutverk sitt, utan Ingu Þórðardóttur í Höllu, en hún virðist bæði hafa þær gáfur og geðsveiflur (temperament), til brunns að bera, sem þarf til að leika á listrænan og sann- færandi hátt, þó að leik hennar sé stundum ábótavant í ýmsu — enn sem komið er. Haraldur hefir sjálfur alizt upp á þeirri tíð, er einkennilegir menn voru uppi í þjóðfélaginu, og gefizt þvi færi á að athuga sundurleitar mann- gerðir (typur) í íslenzkri sveit — og bersýnilega gert sér far um að endur- spegla þá í Arnesar-gervi sinu. Þetta kemur Sigurður Grímsson ekki auga á, maðurinn, sem eitt sinn taldi sig vera skáld (og það skólaskáld) og idealista, maðurinn, er orti það sem fyrir löngu er orðið frægt: „Mér finnst ég firrna til, o. s. frv.“ Aukaatriði er fótaburður Haraldar í Fjalla-Eyvindi — og það er raunar ekkert athugavert við hann. Hitt er aðdáunarvert, hve vel honum hefir tekizt að sýna á sannfærandi vísu örvænting þá og það kvalamyrkur, sem grúfir yfir hinum ástsjúka og útskúf- aða ólánsmanni, Arnesi. Það léku fáir eftir Haraldi! Höggmyndirnar á háskólalóðinni. AÐ lokum langar mig til að varpa fram þessari fyrirspurn til þeirra, sem hlut eiga að máli: Er það rétt, að Guðm. frá Miðdal hafi verið falið að auka á fegurð háskólaumhverfisins með högg- myndum eftir sjálfan hann, sem eiga að standa á stöplunum beggja vegna steintrappanna neðan við höfuðdyr hins íslenzka akademís? Ef svo er — hvað veldur? Djöfullinn uppmálaður — eftir Nínu Samkeppni islenzkra listmálara i leiksviðsskreytingu. HVERS VEGNA eru íslenzkir listmáíarar ekki fengnir til að spreyta sig á að gera uppdrætti að lciktjöldum í Þjóðleikhúsinu? Þó að við viljum ekki draga í efa hæfi- leika hinna fastráðnu leiktjalda- málara Þjóðleikhússins (þeir eru sjálfsagt prýðilegir á sinn hátt), er ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en að hér fari fram heilbrigð sam- keppni meðal flestra skapandi list- málara þjóðarinnar um að sýna hugkvæmni í því, að fegra leiksvið " Þjóðleikhússins í hvert skipti, sem ný leiksýning er í vændum. Við það skapaðist jafnræði meðal allra listgreina í þessu fyrirhugaða menningarmusteri. Það mega ekki eingöngu bókmenntir, leiklist og tónlist eiga greiðan aðgang að LÍF og LIST 21

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.