Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 5

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 5
Tómas Guðmundsson, skáld, segir: „Listamannaþing er eins konar liðskönnun44 Undanfarið liefir allt verið á ferð og flugi vegna Listamanna- þings og opnunar Þjóðleikhúss. Listamenn þjóðarinnar hafa haft í mörgu að snúast og verið á einlæg- um þeytingi út um hvippinn og hvappinn. Þó heppnaðist Lífi og List að ná tali af Tómasi Guð- mundssyní, skáldi, sem er formað- ur Bandalags íslenzkra listamanna. Ætlunin með því var að spyrja hann um ýmislegt varðandi þetta merkilega þing, en þó var höfuð- erindið það, að veiða sitt hvað upp úr skáldinu, sem talizt gæti krydd cða bragðbætir í þetta rit. Listamenn kvaddir saman til andstöðu — Hver voru tildrög Listamanna- þings, og hver átti frumkvæði að því? — Upphafsmaður að Lista- mannaþingi var Páll ísólfsson, tón- skáld. Bar hann fram tillögu um það opinberlega, sem óðara fékk byr undir báða vængi. En aðal- ástæðan fyrir stofnun Listamanna- þings á íslandi var þó sú, að fyrir nokkrum árum hafði íslenzk list, og þó einkum nútíðarlist, orðið fyrir ýmiss konar hnútukasti og ó- sanngjörnum aðdróttunum af hálfu ráðandi manna í þjóðfélag- inu, og skal þar fremstan telja Jón- as Jónsson frá Hriflu. Listamenn þjóðarinnar voru svo kvaddir sam- an til andstöðn 1947. Næsta þing íslenzkra listamanna kom saman 1942 til minningar um, að þá voru liðin 100 ár frá dánardegi Jónasar Hallgrímssonar, en þetta þing er haldið í tilefni af opnun Þjóðleik- hússins. Markmið Listamannaþings. — En livert er raunverulegt markmið jringsins? — Listamannaþing er eins konar liðskönnun. Listamenn koma þá sarnan til að kanna, hvort eitthvað nýtt hafi kornið fram, og til að sanna, að enn streymi ferskt vatn úr listabrunninum. Einnig er þá reynt með því að uppgötva ný skáld og listamenn, örva menn, en það er megin-hugsjón Listamanna- þings. Ljóðabók væntanleg á þessu ári. Forvitni okkar stóðst nú ekki lengur freistinguna, svo að við spurðum Tómas að því, hvort ekki væri von á nýrri ljóðabók frá hon- um á næstunni. — Ég var búinn að ganga frá bók fyrir nokkrum árum, en síðan hefir dregizt að koma henni út. Margt þar í henni, sem ég fleygði og var óánægður með — eins og gengur. Þó held ég, að megi gera ráð fyrir henni á þessu ári. — En er ekki fyrsta bókin yðar að koma út? — Jú. Það voru nokkrir vinir mínir og félagar úr Háskólanum, sem tóku sig saman um að gefa út þá bók um árið. Flest ljóðin í Við sundin blá voru ort 1 neðri bekkj- um Menntaskólans, flest þeirra urðu eiginlega til, þegar ég var í öðrum bekk. — En ortuð þér ekki alltaf jafnt og þétt á skólaárunum? — Eg orti ekki mikið, þegar ofar dró í Menntaskólann og mjög litið á háskólaárunum. Ungu skáldin skipuðu forsíður blaðnnna, en stundum . . . — Var ekki mikið líf og fram- tak í ungu skáldunum í þá daga? — Jú, það ríkti mikill áhugi meðal margra þeirra. Oft lögðu ungu skáldin undir sig forsíður blaðanna með Ijóðum sínum. Margir þeirra voru duglegir að koma sögum síniun og kvæðum á framfæri, en oft kom það fyrir, að þeim var vísað frá. Menn létu ekki hugfallast. T. d. gekk Halldór Kiljan Laxness svo rösklega fram stundum, að liann sendi skáldskap sinn vestur um haf til birtingar í íslenzkum blöðum þar,): Lögbergi og Heimskringlu. Deyfð í þjóðfélaginu. — Já, þá voru aðrir tímar. Ol't vöktum við heilar nætur og rædd- um kvæðin, sem birtust eftir okkur í blöðunum, — og þá auðvitað bók- menntir almcnnt. Það fór að vísu rnikil orka í þetta. Nú virðist þessi andi vera að hverfa úr skólunum. Einhver deyfð í þjóðfélaginu! Áður en við slitum talinu, ósk- aði Tómas ritinu allra heilla, en bað hann okkur jafnframt um að vera ekki stranga, er nýir menn sendu okkur eitthvað eftir sig til birtingar. Það yrði að gefa þeim undir fótinn. Stgr. Sig. LÍF og LIST 5

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.