Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 51

Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 51
þjáningin er jafn raunsannur þáttur tilverunnar sem hamingja og gleði." **) í hinum þykku bókmenntatímaritum fóru að sjást á víð og dreif feimnislegar smásögur og kvæði, sem skáru sig úr öðrum að þvi leyti, að þar var fjallað um lifandi mannfólk og vanda- mál þess. Évgéni Évtúsénko birti kvæði sitt „Járnbrautarstöðin Vetur“, Kirsanoff kvæðið ,,Sjö dagar vikunnar", R. Rosdéstvénskí kvæðið „Morgunn", og skömmu fyrir 20. þingið birtist saga Dúdíntseffs „Ekki af brauði einu saman". Fæst þessara verka voru merk sem bókmenntir, þau voru fyrst og fremst tilraunir til að brjótast í gegn um múr ritskoðunarinnar meö vandamál iífsins sjálfs. 20. þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna (febr- úar 1956) ákvað „að frumkvæði Miðstjórnar- innar" (On the Overcoming etc. p. 8), að hefja allsherjar afstalínun í landinu. Einstaka menn i' hópi listamanna hugðu þá, að stjórnvöldin hyggðust leggja zdanoffisma á hilluna, og minnt- ust þeirra daga, er Lenín lifði. Stjórnvöldin virt- ust og vera í vafa, hvernig reka bæri afstalínun- ina. Þetta óvissutímabil stóð yfir fram eftir vetri 1956—1957. A bókmenntaakrinum varð einna frægast safnrit, sem kom út í ársbyrjun 1957 und- ir nafninu „Lítératúrnaja Moskva". Þar birtust sögurnar „Lyftistengurnar" eftir Jassín, „Heim- sókn á æskustöðvarnar" eftir Zdanoff, „Ljósið í **) Ibidem, str. 135. glugganum" eftir Naglbin. Verk í svipuðum anda komu fram í leiklist, myndlist, tónlist. En Adam var ekki lengi í Paradís. Afstalínunin mátti ekki ganga of langt. Þjóðinni var tilkynnt, að bókmenntir sem þessar væru flokknum og ríkinu ekki að skapi. Vorið 1957 kom út í bæk- lingi verk Hrúsjoffs, „Fyrir nánum tengslum bók- mennta og lista við líf þjóðarinnar", og hrað- frysti hann þar andlegt líf i landinu með eigin afbrigði af nýzdanoffisma. „Sérkenni hinnar flóknu hugmyndabaráttu á sviði bókmennta og lista koma m. a. fram í þvi nú, að við verðum að verja bókmenntir og listir ekki aðeins fyrir árásum utan að frá heldur og fyrir tilraunum einstakra starfsmanna á sviði list- sköpunar til þess að ýta bókmenntum og listum yfir á ranga leið, færa þær til hliðar frá höfuð- þróunarlínunni." „Það er óhugsandi að vilja vera með þjóðinni án þess að aðhyllast skoðanir flo'kksins og stjórnmálalínu hans. Sá sem vill vera með þjóðinni, verður ætíð með flokknum. Hver sem stendur staðfastlega með flokknum, verður ætíð mcð þjóðinni." (Tímaritið „Kommúnist", 1957, no. 12, bls. 22 og 24). Einn útskýrenda á þessum fyrirmælum Hrúsjoffs veitist með hörðu orðbragði að þeim höfundum, sem ég áðan nefndi, og sannar með tilvitnunum í Hrúsjoff, að þeir þekki ekki lífið, falsi það, sýni það 1 spéspegli, verk þeirra séu andlistræn, einhliða huglæg, höfundarnir hafi misskilið gagnrýnina á persónudýrkun o. s. frv. Öðru máli gegni um góða höfunda. Eru tilnefndir Ovétskln BIRTINGUR 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.