Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 2

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 2
2 E I N I N G Knæpan. Sýning þessi var allmikið útbreiðslu- starf fyrir bindindismálið. Blöðin minntust á hana hvað eftir annað, flest mjög vingjarnlega. Sum skrifuðu um hana langar og góðar greinar, Út- varpið sagði oft frá henni, auk þess, sem Ingimar Jóhannesson, formaður kennarasambands Islands skýrði all- ítarlega frá henni í útvarpserindi um bindindismál. Þá er mér kunnugt um að eitthvað af prestum bæjarins gerðu hana að umtalsefni í ræðum sínum. Aðeins eitt blað, Morgunblaðið, gat ekki stillt sig um að kasta á lubbuleg- an hátt ónotum í sýninguna. Var það sá, er kallar sig ,,Víkverja“ í blaðinu. öðrum hefði þó látið það betur, en slíku verður ekki svarað hér, og er kannske ekki svaravert. Við fengum mesta aðsókn þann daginn, sem blaðið hreitti í okkur þessum ónotum og margir gestanna létu í ljós undrun sína og gremju. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- heimilisins í Reykjavík, á upphaflega hugmyndina um þessa sýningu, en nefnd manna, skipuð af Stórstúku Is- lands, I. S. 1„ Ú. M. F. I. og sambandi bindindisfélaga í skólum, stóð að sýn- ingunni. I þeirri nefnd eru sömu menn- irnir og útgáfunefnd þessa blaðs. En sérstök þriggja manna nefnd sá um allar framkvæmdir. I henni voru þess- ir: Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðs- fulltrúi, Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri og Pétur Sigurðsson, og var hann for- maður nefndarinnar. Upprunalega var ætlað, að sérstakir vel valdir menn ávörpuðu skólana, er þeir kæmu í heimsókn, en þessu varð ekki viðkomið nema að litlu leyti, sök- um þess, að bæði var tími oft naumur, nemendur skólanna komu í hópum og á mismunandi tíma, og var það nauð- synlegt vegna húsrúmsins. Litlu varð því viðkomið, öðru en hinni einföld- ustu leiðbeiningu. Samt ávarpaði dr. Helgi Tómasson Kennaraskólann og Ingimar Jóhannesson, kennari, nokk- urn hluta Menntaskólans. Flest kvöld- in voru sýndar stuttar kvikmyndir til fræðslu og skemmtunar. Það annaðist Ágúst Natanaelsson. Kvikmyndin frá landnámi og lífi Vestur-Islendinga var sýnd fjórum sinnum, tvisvar síðasta kvöldið, en þá var svo mikil aðsókn, að ekki var viðkomið að taka á móti öllum í einu. Ég vil svo nota tækifærið til að þakka öllum, sem eitthvað lögðu til þess, að sýningin gæti komizt á og far- ið sæmilega. Vil ég þar fyrst nefna samnefndarmenn mína, þá, sem eitt- hvað sendu til sýningarinnar utan af landi, þá, sem veittu henni fjárhags- legan styrk, þar er enn ótalinn einn aðili, Samband bindindisfélaga í skól- um, sem veitti kr. 800,00, og svo alla, sem á einhvern hátt lögðu okkur lið. Samvinnan var ágæt, við höfum lært nokkuð af þessu og hafið markverða byrjun á nýjum þætti bindindisstarfs- ins hér á landi, sem við höfum í hyggju að efla sem bezt og svara á þann hátt þeim, sem enn reyna að spyrna fæti við framgangi hins góða málefnis. Verður nú greint lítilsháttar frá helztu tilhögun sýningarinnar. Og end- urprentum við því hér Leiðarvísir sýningarinnar. Sýningin er í fjórum aðaldeildum, og fer niðurröðun og efni í stórum dráttum eftir því, sem hér segir: Bakkusarhof. Fyrsta deild, innst til vinstri. Þar er táknmynduð hin tvöfalda dýrkun áfengisins — seljanda og neytanda. Stóra gaflmyndin yfir altarinu táknar áfengissalann. Hann er með krónu- augu og sér því ekkert nema gróðann af áfengissölunni. Hann stendur á krónu og krónurnar hrúgast upp við hlið hans, en á aðra hönd er dyngja af flöskum. 1 kringum hann gerast sorglegir atburðir: slys, sjálfsmorð, fangelsanir, auðnuleysi manna, vit- fyrringahæli er þar o. fl. En maðurinn, sem dýrkar Bakkus sökum ávinnings, sér ekkert nema ágóðann, sem verzl- unin færir honum. Altarisborðið sjálft er hálfkróna. Á henni standa áfengisflöskur og glös. Framan á þessum altaris-hálfhring er mynd af þremur mönnum, sem ganga undir hinni þungu byrði áfengisvið- skiptanna. þeir eru að bugast. Á hægri vegg hofsins eru fjórar myndir, sem tákna feril drykkju- mannsins frá sakleysi æskuáranna til auðnuleysis hins útslitna drykkju- manns. Á veggnum til vinstri er þessi meinþróun fjölskyldulífsins táknuð með fjórum myndum, er hefjast á trú- lofun ungmenna, en enda á eyðilögðu heimili drykkjumannsins. Knæpan. Önnur deild, í miðjum salnum: Fyr- ir gafli er stór mynd, er táknar drykkjusamkvæmi yngri kynslóðar- innar. Á knæpuborði er áfengisflaska. Til samanburðar er hægt að fá 29 mjólkurflöskur fyrir andvirði einnar ,,svartadauða“-flösku og 58 mjólkur- flöskur fyrir eina koníaksflösku. Þar eru og 18 ölflöskur. Svo mikið öl þarf maðurinn að þamba til þess að fá úr því næringargildi einnar mjólkurflösku. 1 knæpunni eru ýmsar viðeigandi myndir. Þar á meðal íslandskort, er sýnir heildartölur áfengisverzlunarinn- ar á hinum ýmsu útsölustöðum lands- ins. Tölurnar eru táknaðar með flösk- um: I Reykjavík: 17 milljónir, árið 1943. Á Akureyri: 1 milljón, Siglufirði: 1 milljón, Isafirði: 700,000, Vestmanna- eyjum: 500,000 og Seyðisfirði: 300,000. Þá eru þar áfengisauglýsingar, teknar úr aðeins einu hefti ameriska stór- blaðsins Life. Þessar auglýsingar eru skrautlegar 15 heilblaðsíður, og þó rúmlega það. Þær gefa ofurlitla hug- mynd um starfsemi og getu áfengis- auðmagnsins, sem gefst því meir, sem það hefur meira. Dómssalur. Þriðja deild, innst til vinstri í saln- um: Myndirnar og línuritin sýna áhrif áfengisölunnar og neyzlunnar á félags- líf og réttarfar í nokkrum helztu kaupstöðum landsins. Gaflmyndin er fyrir Keykjavík. Neðri hluti myndar- innar — ferhyrndi reiturinn — sýnir áfengislagabrot (hvítu fletirnir) og al- menn lagabrot (gulu súlurnar) á ár- unum 1930—42. Lægst eru afbrotin 650, árið 1936, en hæst 2470, árið 1941. Á efra hluta myndarinnar sýnir neðsti smáhringur til vinstri áfengis- lagabrot á tímabilinu 1930—40. Sekt- irnar verða þá ca. 300,000 kr. Á venju- legum tíma hefði mátt steypa bygg- ingarskrokk á stærð við fyrirhugaða Hallgrímskirkju, og er uppdráttur

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.