Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 5

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 5
E I N I N G 5 Tóbaksneyzla Mér datt í hug að biðja Eininguna fyrir ofurlitla orðsending til ykkar. Ekki til þeirra ykkar, sem þegar eru orðnir þrælar tóbaksnautnarinnar, ykk- ar, sem hafa alla ykkar æfi héðan af þann djöful að draga. Heldur vil ég tala til ykkar, sem ekki eruð orðnir neinir þrælar, ykkar, sem þiggið eina sígarettu og einu sinni í nefið, þegar ykkur býðst það, en eyðið ekki fé ykkar til slíkra kaupa. Mér finnst þið einmitt vera menn, sem sjáið, að það er ekki rétt að binda sér þær byrðar sem tóbaksnautnin er. Sem sagt, þið eruð menn, sem fljótið ekki „sofandi að feigðarósi“ í þessu efni. En ég vil bara segja ykkur þann sannleika, að það eru ekki allir, sem líta þannig á ykkur. Mjög margir, og ég held, að mér sé óhætt að segja, allur fjöldinn af þeim, sem eru alltaf stöðugt að bjóða ykkur í nefið og eina sígarettu, segja á bakið á ykkur, að þið tímið ekki að kaupa ykkur tóbak, heldur sníkið það hjá öðrum. Það er þetta rangláta mat þessara ,,vina“ ykkar, sem kemur mér til þess að skrifa þess- ar línur. Enginn kemst hjá því að verða boð- ið og aftur boðið bæði tóbak og áfengi í öllum myndum. En þeir eru bara svo grátlega fáir fyrirmyndarmennirnir, sem hafa karlmennsku til að segja allt- af nei. Þeir eru svo fáir, sem hafa þrek til að ganga heilir til liðs við þann málstað, sem þeir vita að er réttur, vita að stefnir upp á við til meiri þroska. Það er oft sagt, að hægt sé, sjálfum sér að skaðlausu, að drekka eitt staup, reykja sígarettu og þiggja í nefið við og við. En er það nú víst að svo sé? Ég held, að það sé ekki hægt. Hver sá verknaður, hversu lítill sem hann virðist, skaðar þig, sé hann unn- inn á móti betri vitund. Og sjálfsagt vill oft svo til, að þegar þú þiggur í nefið eða eina sígarettu, að litill dreng- ur eða lítil stúlka horfa á. Ef til vill eru þetta þín eigin börn, sem líta upp til pabba síns og álíta þig sína æðstu fyrirmynd. Kristur sagði einu sinni: „Hverjum sem hneykslar einn af þessum smæl- ingjum, sem á mig trúa, betra væri honum, að honum væri varpað í hafið með stóran kvarnarstein um hálsinn.“ I anda þessara orða heiti ég á ykkur að verða algerir bindindismenn. Allt mælir með því, en ekkert á móti. „Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni“---------- Vilt þú fórna falskri augnabliks- ánægju og vera sannleikans megin i þessu efni. Kennari Á dögum fjölnismanna „Lítið fer siðferði batnandi á Islandi, þótt flestu fari heldur fram en aftur. Leti og ómennska hafa jafnan legið hér í landi og svo er enn — einkum kringum kaupstaðina, en drykkjusvall og lauslæti ætla ég aldrei hafi komizt jafn hátt og nú, og eftir ávöxtunum að dæma miklu hærra hér fyrir norð- an, en í eystri hluta sunnlendingafjórð- ungs: 60 brennivínstunnur hrökkva nú ekki þar til sem fyrir 15 árum nægðu 15, og hér eru við annað hvort fótmál þeir, sem hafa drýgt hór tvis- var og þrisvar sinnum. Og svo er dóm- Ur almennings um þennan hlut orðinn villtur, að það mælist illa fyrir hjá landinu fyrir óþarfa, skaðlega og leið- inlega nautn. I þessari deild eru myndir af tveimur skólum, sem verið hafa fyrsta flokks árum saman í bindindismálum. Þá er á sýningunni fjöldi mynda af þekktum mönnum, stofnunum og starfi bindindismanna í landinu. Pétur Sigurðsson. mörgum, ef konan telst nokkurn tíma undan, að biðja þvílka menn undan peningaútlánum, en ekki þarf þó að telja konum þvílíkar fyrirbænir til mikillar dyggðar, því að þær eru oft- ast af illum rökum sprottnar: hræðslu, nízku og tilfinningarleysi þess, sem fall- egt er og sómasamlegt. Varla er það hjú í vist, karl eða kona, sem ekki hafi barn í eftirdragi, og er það ótrú- legt, hverju aldarhátturinn fær um þetta til vegar komið. Stjórnin virðizt og vera búin að sleppa hendi af slíkum yfirtroðslum, því að löggjöfin er hæt.t að aðstoða siðalögmálið, og villir skiln- ing almúgans á því, hvað rétt sé og rangt í þessu efni“. — Fjölnir 1. árg. bls. 94. Þannig lýsa þessir ágætu menn ástandinu á „hinum gömlu og góðu dögum“. Og ekki er lýsingin betri í fjórða árgangi Fjölnis. Þar er sagt: „I einu merkasta tímartinu frakk- neska — Bibliotheque universelle, sem prentað er í Genf, október 1835 — var það að furðu haft, að á Islandi væri i fjögur ár (1828—31) fimmta hvert barn fætt í lausaleik eður hórdómi. Er þó mælt, að Frakkar taki allra þjóða léttast á þess háttar yfirtroðslum. Þeir hefðu átt að sjá í Klausturpóstinum, að árið 1819 var í Suðurmúlasýslu, Hegra- nessýslu, Strandasýslu og Dalasýslu annað og þriðja hvert barn laungetið, en í Húnavatnssýslu margt ár í sífellu þriðja og fjórða hvert, svo að hún komst til jafnaðar við spilltustu höfuð- borgir Norðurálfunnar (sjá Klp. 1820 bls. 146). Það dregur ekki úr þessu, þó að Klausturpósturinn hendi að þvi skop. Það er sjálfsagt, að Island vantar enn nokkuð á, að komast til jafnaðar við hina fornu Rómaborg, undir enda- lok hennar, þegar aðeins þriðja hvert barn var fætt í hjónabandi, enda leið þá ekki langt um, áður en hún yrði að hníga, og börn hennar með henni. Og svo skilur mikið siðferði hjá oss, og t. a. m. Færeyingum, þjóðinni, sem oss býr næst, og líkt er ástatt fyr- ir og íslendingum, að hjá þeim er tal- ið 28. hvert barn óskilgetið. Of skammt er síðan, að líflát var hér á landi lagt við hórdómsbrot í þriðja sinn, og að þvílíku skapi við öðru lauslæti eftir málavöxtum, til þess, að varla sé nú tekið eftir því, að þó 5 systur eigi 9 eða fleiri börn í lausaleik, og kven- snift, sem fimm sinnum hefur verið dæmd, og fjórum sinnum hýdd, eignist 5 börn sitt með hverjum, og sum með giftum mönnum“. — Fjölnir, 4. árg. bls. 6 og 7. Hér skal enginn samanburður gerð- ur á siðferði Rómverja, Islendinga á dögum Fjölnismanna eða nú. Þetta er aðeins birt hér til fróðleiks og saman- burðar fyrir þá, er halda, að heimur fari versnandi. En hvað sem því líður, höfum við Islendingar vafalaust nálg- ast Frakka nokkuð í umburðarlyndi gagnvart 'þessum málum nú á seinní tíð, hvort sem það verður talið til dyggða eða ekki. En alvörumál er þetta á hverri tíð og nokkurt áhyggju- efni hugsandi manna. Samt eru óvægir dómar lítil lækning slíkra meina, og því miður hefur oft reynzt svo, að þeir sem dómharðastir hafa verið og talið grýtingar, hýðingar og brennur eiga við syndir og breyzkleika manna, hafa oft ekki sjálfir haft hreinni skjöld en Júda gagnvart Tamar. Sjá, 1. Móse- bók 38. kap. Meistarinn hafði sína aðferð í þess- um málum, og jafnan hafa menn dáðst að henni. P. S. Ný stúka. St. Drangey, nr. 261 var stofnuð 11. febrúar s.l. af séra Halldóri Kolbeins á Mælifelli. Stofnendur voru 20. Æ. t. var kosinn Pálmi Ólafsson, Varmalæk, en umboðsmaður Stórtemplars er Herselía Sveinsdóttir, Mælifellsá. Stúka þessi var stofnuð með svo góðri fyrirhyggju og af ráðnum hug, að stofnendur höfðu saumað öll em- bættismannaeinkenni og útvegað borð- dúka áður en stúkan var stofnuð. Mun slíkt vera einsdæmi í sögu Reglunnar hér á landi.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.