Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 7

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 7
E I N I N G 7 Son minn, gleym eigi kenning minni, og hjarta þitt varðveiti boðorð mín; því að langa lífdaga og farsæl ár og velgengni munu þau veita þér í ríkum mæli. Kærleiki og trúfesti munu aldrei yfirgefa þig. Bind þau um háls þér, rita þau á spjald hjrarta þíns, þá munt þú ávinna þér hylli og fögur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna. Treystu drotni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum þá mun hann gera stigu þína slétta. Þú skalt ekki þykjast vitur; óttastu drottin og forðast illt; Það mun verða heilnæmt fyrir líkama þinn og hressandi fyrir bein þíh.......... Sæll er sá maður , sem öðlast hefur speki, sá maður, sem hyggindi hlotnast. Því að betra er að afla sér hennar en að afla sér silfurs, og arðurinn af henni ágætari en gull. Hún er dýrmætari en perlur og allir dýrgripir þínir jafnast ekki á við hana. Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og mannvirðing í vinstri hendi hennar. Vegir hennar eru yndislegir vegir og allar götur hennar velgengni. Hún er lífstré þeim, sem grípa hana, og sæll er hver sá, er heldur fast í hana. Orðskv. 3,1—18. m Trúar- og félagslíf Eftir Bernard Sliaw. Hingað til hef ég aðallega rætt um kirkjudeildirnar, en ekki eðli og gildi trúarinnar. Gamalt orðtak segir: Þeim tnun nær kirkjunni, því fjær Guði. En hvað um það, við verðum að bregða okkur sem fljótast yfir merkjalínuna. Aðeins lífvæn trú getur gefið kon- bnni þrek til að yfirvinna alla angist og hræðslu við hvað stórfelda breyt- ingu sem er í siðum og félagslífi, og til þess að þora að horfast í augu við af- nám dauðra trúarbragða, eða einhvern dauðan hluta þeirra, sem er eins nauð- synlegt og að hreinsa munn sinn af skemmdum tönnum. Allt áræði er trú. Án trúar erum við heigulmenni. — Af því að karl- rnennirnir, sem sérstaklega hafa gefið sig að hernaði og veiðiförum, í stað þess að konan hefur orðið að annast barnagetnaðinn, urðu að eiga einhverja vörn gegn slíkri hættu, hafa þeir fund- ið upp á því að láta grimmd styrj- Mdanna og glannalegt ofurkapp æfin- týra- og flökkulífs koma i staðinn fyr- ir djörfung og áræði; og þeim hefur tekizt að þröngva þessum blekkingum upp á kvenþjóðina líka. En konum er meðsköpuð sú vit- neskja, þótt í lifi þeirra endurómi stundum bergmál frá hégómlegum frægðarljóma karlmannsins, að mann- félagið lifir ekki á manndrápum eða flani angurgapans út i opinn dauðann, heldur á því að framleiða líf og ala það upp með hinum beztu skilyrðum og göfugustu markmiðum fyrir auga. Hvorki æsingaflan eða tilfinningavið- kvæmni kom Ibsen til að segja, að von heimsins byggist á kvenþjóðinni og verkamönnum. Þér hljótið að skilja af þessari bók minni, ef þér hafið ekki lesið hana mjög gálauslega, að ég veit mjög vel, alveg eins og Ibsen, og þér sjálf (höf- undurinn ræðir stöðugt við konuna) að konurnar eru ekki neinir englar. Þær eru á marga vegu heimskar rétt eins og karlmennirnir, en þær hafa orðið að helga lífinu krafta sína. En karl- maðurinn hefur vígt sig sjálfan dauð- anum. Þetta skiptir ákaflega miklu fyrir trúarlíf karls og konu. Konan hefur verið neydd til þess að óttast, en karlmaðurinn neyddur til þess að voga: Frægð konunnar er fólgin í því að hjúkra lífinu og varðveita það, en frægð karlmannsins í því að eyðileggja lífið og valda dauða. En hetjur mann- drápanna eru oft fyrirlitlegir hugleys- ingjar, er þeir standa andspænis nýj- um hugsjónum, og vissulega þrekleys- ingjar, er þeir eru kvaddir til þess að hugsa. Hetjuskapur þeirra er í raun og veru gagnslaus og spillandi. Ósjálf- rátt vita þeir þetta, að ef þeir hugsuðu út í hvað þeir eru að aðhafast, þá mundu þeir ekki orka þvi, og þess vegna taka þeir það ráð að hugsa ekki. Af þessum ástæðum verða konur kappanna að hugsa fyrir þá, og það jafnvel í svo stórum stíl, að þær hafa engan tíma afgangs til þess að hugsa um sig sjálf- ar. Konan þarf á meira áræði að halda, en ekki minna, en karlmaðurinn, og slíkt áræði verður hún að fá frá trú (creed), trú, sem þolir hugsun án þess að verða ótrúleg“. — ,,The Intelligent Woman’s Guide“, 2. bók, bls. 411 og 412. Stórblöð og rifdómar 1 auglýsingaskrumi um vissa rithöf- unda, er óspart notað það, sem stór- blöð segja þeim til hróss. Þegar Abraham Lincoln flutti sína alkunnu ræðu, sem er aðeins 12 línur í bók, sögðu stórblöðin einróma: ves- alla var ekki hægt að bjóða mönnum, en um leið vegsömuðu þau mælsku- snilld mannsins, sem talaði á undan Lincoln. Hann talaði í tvær klukku- stundir .Sú ræða er nú öllum gleymd. Þegar Ibsen var að rísa upp sem leikritahöfundur, fussuðu og sveiuðu stórblöðin. Benjamin Disraeli var undraungling- ur. Sjálfsálit hans var frábært. Hann reyndi að gefa út blað. Það misheppn- aðist. Þegar svo saga hans „Vivian Grey“ kom út með dulnefni, hlaut hún mikið hrós. En þegar kunnugt varð um hinn rétta höfund, var blaðinu snú- ið við og bókin nídd. Þannig breyta oft stórblöð við rit- höfunda. Engin furða, þótt hrós þeirra stígi mönnum til höfuðs. Hver var hann? Þegar ungur maður nokkur gekk út af bindindismálasýningunni, fékk hann stúlkunni, sem seldi aðgöngumiðana, 50 kr. og miða, sem á varskrifað: „Frá barnastk. Geislinn, nr. 104, Tálkna- firði“. Blaðið færir þessum unga manni beztu þakkir fyrir gjöfina og hlýjan hug til góðs málefnis.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.