Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 12

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 12
12 E I N I N G eða þeir eru afskaplega hræddir og huglausir. Þeir sofa svo fast, að þeir geta ekki vaknað og þeim liggur við köfnun eins og þeir séu að dauða komnir. Og takizt að vekja þá, eru þeir silalegir sem sofandi væru. Þeir halda sig vera konunga eða hershöfð- ingja, þótt þeir eigi ekki ofan í sig eða bót fyrir rassinn á sér. Þeir halda sig byggja borgir og geta ausið út pen- ingum. ölvíman býr þeim slíkar of- sjónir. öðrum er öfugt farið. Þeir eru sívolandi, sorgmæddir, vonlausir og kvíðandi. Allt er það sama áfengið, sem verkar misjafnlega á misjafnlega gerða líkami og hefur alls konar furðuáhrif á sálina .... Ætti ekki að þurfa að nefna hersingu af marg- víslegum illyrmum, svo sem önuglyndi, ónot, gremju, dutlunga, glamur og stóryrði, stjórnlausa reiði og hneigð til alls konaf sviksemi. Öhóf í holdlegum nautnum má rekja til áfengisneyzlunnar, eins og fylgja má læknum að uppsprettu hans. Með áfenginu kemur hremming ósiðsem- innar yfir hina gráðugu, svo að kyn- hvatir búpeningsins kemst ekki í hálf- kvist við hegðun fullra manna í þeim efnum. Því að mállaus dýrin þekkja þó hin náttúrlegu takmörk, en fylli- rútarnir leita konunnar í karlmannin- um og karlmannsins í konunni. Ekki er það auðgert að lýsa skelf- ingum ofdrykkjunnar með orðum ein- um. Þegar fylliraftarnir hafa leitt sál- ir sínar í glötun og eru orðnir kámug- ir og útataðir alls konar svívirðingum, þá eyðileggja þeir einnig líkami sína. Þeir sullast ekki aðeins í takmarka- lausum óhófsnautnum, er leiða þá út í slíkar öfgar að þeir veiklast og van- megnast, en líkami þeirra afskræmist og verður bólginn og útblásinn eins og njarðarvöttur. Augun eru sljó eins og blý, hörundsliturinn nábleikur, andardrátturinn drafandi, málfarið óskýrt, fæturnir eins og brauðfætur eða fætur á börnum með beinkröm og þeir geta ekki gætt þarfa sinna, hvorki til baks né kviðar, fremur en dauðir væru. Þeim líður ver en sjóveikum mönnum í hafróti. Þannig eru þessir vesalingar helteknir í vímunni. Eins og létta verður skip í stórsjó, ef leki hefur komizt að því, og varpa ein- hverju af farminum fyrir borð, þannig verða fullir menn að losa sig við það, sem ætlar að sökkva þeim, og þeir losna samt ekki við það, þótt þeir fái aðra spennuna upp og hina niður, og þeim líður eiginlega ver en þeim, sem á sjónum þjázt. Djöfulóður maður er aumkunar- verður, en fullur maður naumast, þótt ástand hans sé svipað, því að hann berst við djöful, sem hann hefur sjálf- ur boðið í bæinn .... Dagurinn er þeim, sem drekka, ekki nógu langur og nóttin ekki heldur, jafnvel í svart- asta skammdeginu. Drykkjuskaparböl- ið á sér engan endi, því að áfengið svalar ekki, en kveikir enn meiri þorsta og knýr þannig stöðugt til vax- andi ofdrykkju. Drykkjumennirnir komast að raun um, að ölvímugleðin er ekki varanleg, því að við stöðugan drykkjuskap sljóvgast og veiklast skynfærin. Eins og allt of skært ljós skemmir augun og mikill og stöðugur hávaði getur gert menn heyrnarsljóva, þannig eyðileggja þessir sælkerar bragðtaugar sínar. Þeim finnst vínið dauft á bragð og lítill fengur, þótt það sé jafnvel óblandað. Sé þeim fært svalandi vín, jafnvel hið bezta, þá finnst þeim það volgrulegt. Ekkert fær slökkt eldinn, sem brennur í iðrum þeirra sökum óstjórnlegrar áfengis- drykkju. ,,Hver æjar? Hver veinar? Hver á í deilum? Hver kvartar? Hver fær sár að þarflausu? Hver rauð augu? Þeir, sem sitja við vin fram á nætur.“ (Orðskv. 23,29,30). Ó, vei, þetta er hörmulegt. Drykkju- maðurinn gengur ekki á guðsríkisveg- um. Þjáningar hans eru miklar. Hend- ur og fætur eru sem færðir í fjötra og höfuðið þjáist oft af ógurlegum kvölum. Það getur ekki setið beint á herðunum, en veltur út af á báðar hliðar, roggar í allar áttir á bana- kringlunni .... Höfuð þeirra er hel- tekið af vímunni. Þeir sitja, rogga, ropa og geispa, þeim sortnar fyrir augum og þeir hafa velgju og ógleði eins og sjóveikir menn. Þeir geta ekki notfært sér heilræði lærifeðranna: „Drekkið yður ekki drukkna í víni. sem aðeins leiðir til spillingar“. „Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur“. (Orðskv. 20,1). „Vei þeim“, segir spámaðurinn, „sem rísa árla morguns til þess að sækjast eftir áfengum drykk“...........Undir eins og tekur að birta skreyta þeir veizlu- sali sína með marglitum ábreiðum og glitofnum dúkum. Þeir keppast við að bera inn drykkjarkerin, þeir setja vín- kælara, blöndunarkönnur og vinskálar í snotrar raðir, eins og til hátíðlegrar skrúðgöngu, svo að margbreytni og glæsileiki ílátanna leiði athygli frá hættu drykkjuskaparins, og bikara- skipunin og stauparöðin veiti þeim meiri tíma til að drekka. Þeir hafa meira að segja yfir-vínsmakkara, yfir byrlara og kæmeistara. Það er siður í siðleysinu og regla í óreglunni, að hafa drabantana sem flesta. Líkt og vegur höfðingja er metinn eftir lið- styrk þeirra. Þannig fylkja drykkju- rútarnir málaliði sínu umhverfis drotn- ingu þeirra — drykkjufýsnina — til þess að skýla skömm hennar. Við þetta bætast svo sveigar, blóm, smyrsl, reykelsi og alls konar munað- ur til þess að auka á umstang þessara glötunarinnar barna. Þegar svo líður á hófið, hefjast veðmál um það, hver geti drukkið mest, þræta og keppni um það að verða sem fyllstur og sá, sem teymir þá út í þessar þrætur, er djöf- ullinn sjálfur og syndin eru sigurlaun- in. Sá, sem mestu eys af áfenginu, er sigurvegarinn. Sannarlega þykir þeim sómi af skömmunum. Þeir þrætast og rífast og hefna sín sjálfir hver á öðr- um. Með orðum er ekki hægt að lýsa þeim svívirðingum, sem þar eiga sér stað. Þar er allt fullt af heimsku og óskapnaði. Hinir sigruðu eru drukkn- ir, sigurvegararnir út úr og þrælarnir hlæja að þeim. Höndin er orðin magn- þrota, munnurinn neitar að taka við meiru og maginn heldur ekki sínu. Baslið og eymdin á sér engin tak- mörk. Allar skólpþrær líkamans standa upp á gátt. Hann þolir ekki ofurmagn áfengisins. Það er aumkunarverð og átakanleg sjón, þegar maður, sem kristinn vill kallast, er svo illa á sig kominn á bezta blómaskeiði lífsins, að hann er borinn heim ósjálfbjarga, eða sá, sem getið hefur sér góðan hermannsorðstír, getur ekki staðið á fótunum en verður að láta bera sig. Sá, sem fjandmönn- unum gæti staðið ótti af, er aðhláturs- efni barna á torginu. Hann liggur flat- ur án þess að við hann sé komið. Hann hefur orðið áfenginu að bráð og er þannig herfang óvinar síns. Ofdrykkj- an er glötun skynseminnar, eyðing málfarsins, snemma fengin elli og dauði .... Ó, maður. Þú hefur gert drykkju- hófið að eins konar herför. Þaðan eru unglingarnir bornir út á höndum manna, sem helsærðir væru. Þú tælir kjarnann úr æskumönnunum með á- fenginu. Þú býður þeim sem vinum til veizlu, en kastar þeim út eins og dauð- ir væru, þegar áfengið hefur rænt þá meðvitundinni. Þegar þessir svallarar halda sig hafa fengið nægju sína af áfengi, er þó að jafnaði mesta drykkjan eftir, og þeir drekka eins og beljur úr fljóti. Þegar líður á hófið, kemur inn íturvaxinn og herðabreiður æskumaður. Hann ei‘ enn ódrukkinn og kemur með geysimikla skál, fyllta kældu víni. Hann lætur kæ- meistarann fara, en gengur inn í hvirf- inguna og lætur alla drykkjubræðurna fá bognar pípur, svo að þeir geti svolgrað í sig úr skálinni allir í einu. Þetta á að vera kórónan á gengdar- leysinu. Með þessum silfurpípum þamba þeir eins og uxar allt, sem kælikerið getur í té látið, án þess að athuga þol sitt og magarúm. „Vei þeim, sem rísa árla morguns til þess að sækjast eftir áfengum drykk, sem sitja fram á nótt eldrauðii’ af víni“. (Jesaja, 5,11) .... Eldur áfengisins verður í holdi þeirra í- kveikjuefni fyrir örvar andskotans. Öll hugsun og heilbrigð tilfinning er kæfð í áfengisflóðinu, en ástríður og girndii’ geisast upp eins og bíflugnahópar. Fer nokkur vagn, þótt dreginn sé af ótemju, er hrifsað hefur tauminn úr höndum ekilsins, jafn ægilega og

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.