Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 10

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 10
10 E I N I N G Nýjasti skólirm Einhver, sem kallar sig Snorra frá Snæbýli, biður um orðið í skóla okkar, og þótt hann sé djarfur, þykir ekki rétt að neita honum um mál- frelsið. Hann segir: ,,Um miðja umliðna öld, hina síðustu, voru fjórir bræður uppi, er einu nafni voru nefndir „Merkurbræður". Nafnið eitt út af fyrir sig, var tákn fáfræðinnar og heimskunnar, enda sögðu þeir: „Honum mundi kaupa það, ef honum fengi það ódýrara. Honum stendur hjá manninum eða konunni þarna á hlaðinu". — Þetta var nú á 19. öldinni. Dagblað eitt hér í bænum segir í dag — um „Stóra Þýzkaland eftir styrjöldina“ — „Og þótt fáeinir verkamenn væru alls ekki ánægðir, hefur þeim ekki dreymt um það að gera byltingu gegn Hitler“. ----0O0---- Sama blað segir þann 1. apríl 1944 í dómi sínum um listina (mál- aralistina) „Þar er litum haldið heilast, einnig flötunum, sem gefa mótí- vinu dýpt. Rytmi línanna er þar markvísari og meiri málaratilfinning- ar (!) en í mynd eins og „Snæfellsjökull“ nr. 2“. — Er það einhver sér- stök tilfinning, sem málarar hafa? Ennfremur má lesa í sama blaði frá 17. ágúst s. 1. „Þar kveðast Rússar hafa átt......sem þeir kveða hafa gengið að óskum sumsstað- ar og kveða Rússa hafa beðið mikið manntjón .... — og kveða geisa þar grimmilegar orustur ... — þarna kveðast Þjóðverjar hafa náð .....Rússar segjast gegn harðri mótspyrnu hafa......— Þjóðverjar kveðast á (!) þessum stöðum eiga .... — Við Karpatafjöllin kveðast Þjóðverjar hafa haldið uppi .... Rússar kveðast hafa eyðilagt 118 skriðdreka í gær .... Að brezka heimsveldið skuli hjálpa af öllum mætti við að sigra Japani“. Skárri er það nú „kveðskapurinn“. En þetta á að vera betri ís- lenzka að kveða eða kveðast, en segja eða segjast. Og svo kemur það nú einnig til greina: segjast gegn harðri mótspyrnu — hjálpa af öllum mætti við að o.s. frv. Vitanlega eru önnur blöð landsins eigi laus við slíka og því líka meðferð móðurmáls vors, og virðist það nú helzta hlutverk blaðanna, skólanna og útvarpsins, að halda henni uppi á þessa lund. Ótal mörg önnur dæmi mætti nefna og hef ég safnað þeim og mun safna framvegis. Það ættu fleiri að gera! 24. ágúst 1944, Snorri frá Snæbýli. Siúkurnar í Arnessýslu Þingstúka Árnesþings og stúkurnar í Árnessýslu efndu til sameiginlegs fundar að Selfossi, sunnudaginn 18. marz s. 1. Fyrst hófst þingstúkufund- ur kl. 3 í Selfossbíói. Fundinum stjórn- aði æðstitemplar þingstúkunnar, frú Guðlaug Narfadóttir, Dalbæ, Gaul- verjabæjarhr. Fulltrúar voru mættir frá flestum stúkunum í Árnessýslu, en þær starfa nú á Eyrarbakka, Stokks- eyri, í Gaulverjabæ, Hveragerði, að Selfossi og í Biskupstungum. Á þrem fyrst töldu stöðunum starfa einnig barnastúkur. 20 félagar þessara undir- stúkna tóku trúnaðarstig þingstúkunn- ar. Þá fór og fram embættismanna- kosning og er frú Guðlaug Narfadótt- ir framvegis þingtemplar. Einnig voru kosnir fulltrúar til umdæmisstúkuþings og stórstúkuþings. Gestir voru mættir úr Reykjavík, Jón Gunnlaugsson, æðstitemplar umdæmisstúkunnar, og frú, Steindór Briem og Pétur Sigurðs- son. Að loknum þingstúkufundi hófst sameiginlegur fundur undirstúknanna. Honum stjórnaði Björn Sigurbjörns- son, æðstitemplar stúkunnar Brúin, að Selfossi. 12 nýir félagar gengu í stúk- una, og færist hún nú drjúgum í auk- ana. Sama má segja um stúkurnar á Stokkseyri og Eyrarbakka. En í þvi á sóknarpresturinn þar, séra Árelíus Nielsson, vafalaust góðan þátt, ásamt öðrum áhugamönnum. Þessi fjölmenni og ágæti fundur sýndi ótvírætt allveru- legan gróanda í stúkustarfinu í Árnes- sýslu. Á annað hundrað Reglufélagar sátu fundinn, sem stóð fram til kl. 8. Séra Árelíus Nielsson flutti mjög eftir- tektarvert erindi á fundinum, en af gestunum tóku til máls þeir Jón Gunn- laugsson og Pétur Sigurðsson. Fundir þessir voru í alla staði hinir ánægju- legustu og uppörvandi, og virtust lofa góðu um framtíðarstarfið í sýslunni. Flestir þeirra, sem trúnaðarstigið tóku, voru frá stúkunni á Stokkseyri. Þegar leið á síðari fundinn, komu margir gestir úr Reykjavík, aðallega leikfélag Templara, einnig þingtempl- ar, Þorsteinn J. Sigurðsson. Seinna um kvöldið fór svo fram skemmtun. Sýndi leikfélagið þá gamanleikinn „Dollara- prinsinn“, og mun um 200 manns hafa sótt þessa skemmtun. För til Borgarfjarðar Fyrir nokkru heimsótti undirritaður skólana í Reykholti og á Hvanneyri og flutti þar fyrirlestra. Eg dvaldi 2—3 daga í hvorum skóla. Átti þar hinar á- gætustu viðtökur, að vanda og þótti gott að flytja mál mitt bæði nemendum þess- ara skóla og kennaraliði. Skólarnir eru fullskipaðir. Heilsufar er þar gott, og allt virtist heimilislífið á þessum stóru heimilum blessast ágætlega. I þessari för dvaldi eg einnig tvo daga í Borgarnesi og var þar á ánægjulegri skemmtisamkomu hjá Templurum. Stúkan þar færist nú óðum í aukana og vinnur gott verk. Hún hyggst að koma sér upp fundarhúsi í nánustu framtíð. Æðstitemplar hennar er Friðrik Þor- valdsson, en umboðsmaður séra Björri Magnússon. Stúkan er alltaf skipuð nokkrum traustum og fullreyndum mönnum. Um þessar mundir voru flóð svo mikil sumstaðar í Borgarfirði, að ekki var fært ríðandi eða gangandi manni um þjóðbraut, hvað þá bifreiðum. Pétur Sigurðsson. Til kaupenda blaðsins Blaðið kemur að þessu sinni fyrir tvo mánuði í einu, er það sökum þess, að undirritaður þarf að nota apríl- mánuð til ferðalaga, en getur ekki komið því við með öðru móti. Kaup- endur blaðsins eru beðnir að afsaka þetta og umbera. Gott væri, að þeir fáu, sem enn hafa ekki greitt árganginn 1944, gerðu það við fyrsta tækifæri. Afgreiðsla blaðs- ins hefur litlum kröftum á að skipa, og á því erfitt með innheimtu. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.