Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 3

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 3
E I N I N G 3 hennar sýndur í miðfleti línuritsins. Þrír efri smáhringirnir sýna, hve margar konur eru meðal hinna ákærðu. Hringurinn neðst til vinstri sýnir, að þær hafa verið fjórar árið 1931, en 1940 eru þær 58. Myndirnar eða línuritin á hliðar- veggjunum eru nákvæmlega í sama stíl og gaflmyndin. Ein mynd fyrir hvern kaupstað, þar sem áfengisút- sala er. AKUREYRI: Áfengislagabrot: fæst 7, árið 1931, flest 25, árið 1943. Sektir: 1930—40 kr. 18695. Hefði nægt til að reisa fyrirhugaðan verkamannabústað, sem myndin sýnir. Efri hringirnir þrír sýna meðalaldur hinna ákærðu fyrir áfengislagabrot: 1930—35 er meðal- aldur 31 ár, 1935—40 lækkar meðal- aldur í 29 ár og er loks 28 ár á tíma- bilinu 1941—44. VESTMANNAEYJAR. Áfengislagabrot: fæst 3, árið 1930, flest 62, 1934, en 1944 eru þau 35. Sektir: 1930—40 kr. 51632, upp- hæð, er svarar til kostnaðar við fyrirhugaðan verkamannbústað, er myndin sýnir. (Uppdrættir mann- virkjanna eru raunverulegir). Meðalaldur hinna ákærðu 1930—34 er 31 ár, 1935—40 30 ár, 1941—44 25 ár. — Slæm þróun. HAFNARF JÖRÐUR: Áfengislagabrot: fæst 4, árið 1930, en flest 92, árið 1943. Meðalaldur: 31 ár 1930—34, 30 ár 1935—40 og 27 ár 1941—43. Sektir: 1930—40 kr. 66546, sem jafngildir verði 50 tonna vélbáts (á normal tímum), álíkum uppdrætti myndarinnar. ÍSAFJÖRÐUR: Áfengislagabrot: flest 71, árið 1930, fæst 12, árið 1944, en 1943 eru þau 42. Meðalaldur hinna ákærðu (alltaf að- eins áfengislagabrot): 28 ár, 1930— 34 30 ár 1935—40, og 25 ár 1941— 44. Sektir: 1930—40 kr. 23235. SIGLUF J ÖRÐUR: Áfengislagabrot: fæst 8, árið 1932, flest 82, árið 1939. Svartidauði. (Eggert Guðmundsson). Meðalaldur: 25 ár 1930—34, 29 ár 1935—40, 22 ár 1941—43. Sektir: 1930—40 kr. 34725, jafngild- ir á normal tímum andvirði nýtízku löndunartækja. Sjá uppdrátt mynd- arinnar. Áfengislöggjöf, glæpir og afbrot. Fremsta myndin á veggnum til hægri í dómsalnum sýnir hin mismun- andi stig ogtímabiláfengislöggjafarinn- ar og fangelsanir í Reykjavík fyrir glæpi og afbrot á árunum 1911—40. Hvítu súlurnar tákna fangelsanir fyrir stór afbrot og glæpi, en gulu súlurnar fang- elsanir yfirleitt. Litlu hringirnir á efri hluta mynd- arinnar sýna hin mismunandi tímabil áfengislöggjafarinnar. Hringur neðst til vinstri: 1916—17. þá er áfengisbann. Litur hringsins varpar sama lit á þann Fylgdin. (Eggert Guðmundsson). hluta línuritsins, er sýnir fangelsanir á þessu tímabili. Síðara árið, t. d. var enginn dæmdur í fangelsi fyrir glæpi eða stór afbrot. Alls voru minniháttar fangelsanir á þessu tímabili 19. Næsti hringur sýnir læknaundanþág- una (nóv. 1917). Litur hringsins vísar á sama lit í neðri hluta myndarinnar, eins og í fyrra skiptið, og sýnir, að strax 1918 fjölgar fengelsunum upp í 39, og komast upp í 99 árið 1923. Mið- hringurinn sýnir Spánarundanþáguna. Úr þessu nægir ekki að hafa mæli- kvarðann í tugum, heldur skiptir nú um yfir í hundruð. Árið 1923 verða af- brot 130, en 1934 — síðasta árið, sem þetta fyrirkomulag gildir, eru þau komin upp í 710. Næsti hringur sýnir, að árin 1930—40 varð að fimmfalda lögregluna í Reykjavík. Síðasti hring- urinn: 1. febr. 1935, er bannið afnumið. Það ár hækka fangelsanir upp í 860, og 1940 eru þær komnar upp í 1520. Á borðum dómssalsins liggja 7 bæk- ur — línurit. Þau sýna: í fyrsta lagi ölvanir og áfengislagabrot miðuð við almenn lagabrot árin 1919—40. I öðru lagi: ölvanir við bifreiðaakstur í hinum ýmsu lögsagnarumdæmum 1930—43. Þetta fer mjög mikið í vöxt eftir að bannið er afnumið 1935. I þriðja lagi: kærur fyrir áfengisbrugg og smygl eru nú engu ótíðari eftir afnám bannsins en á bannárunum. Afsanna þannig staðreyndir hina almennu meinloku þessu viðvíkjandi. Þá eru í dómssalnum línurit, er sýna bifreiðaslys og niðurstöðu rannsókna, sem hafa leitt í ljós, að hálf önnur öl- flaska rýrir snarræði ökumannsins um 1,4 úr sek. Þetta meinar, að á 70 km.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.