Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 8

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 8
8 E I N I N G Séra Jónmundur J. Haldórsson. Hréf frá séra jónmundi Halldórssyni Heiðraði ritstjóri, kæri samherji og vinur. Eg þakka þér fyrir ágætt nýársblað Einingar, að venju, og ætti blaðið að vera mjög útbreitt og mikið lesið. Og, þér að segja, vex mér í augum hinn mikli árangur, sem náðst hefur í bind- indis-fórnarstarfinu s. 1. full 60 ár, sem ég man eftir, þegar þetta glæsilega málgagn okkar og allar hinar fríðu fylkingar bindindismálsins, sem nú fylla einhuga þann flokk, er borið sam- an við þær viðtökur, sem Góðtemplara- reglan fékk hér á landi í æsku minni. Virðist mér það enn ein sönnun þess, að fórnarlundin og friðþægingin er dá- samlegt afl til þroskunar, göfgunar og skilnings á mannlífinu og takmarki þess. f æsku minni urðu ýmsir hinna göf- ugustu og beztu forgöngumanna Regl- unnar að þola miklar háðungar og raunir. Og oft var farið verst með þá, sem í þessum efnum þurftu ekki að bjarga sér sjálfir, en voru að reyna að bjarga öðrum. Þannig er það ævinlega um þá, sem lifa öðrum til bjargar og blessunar, þeir mega ekki vera að því að hugsa um sjálfa sig. Svo er það um móðurina, sem fórnar sér fyrir barn sitt og piltinn, sem steypir sér út af bryggjunni í gaddkraumandi sjóinn um hánótt til þess að bjarga öðrum pilti. Og svo er um alla, sem lifa til þess að bæta úr óhöppum, óhamingju, sorgum og þjáningum annara manna.“ Þá skrifar presturinn alllangt og at- hyglisvert mál um smágrein, er ég birti í blaðinu um friðþægingarkenn- inguna. Hefði verið nógu gaman að birta bréfið allt, en ekki er víst að allir ræddu það mál, ef þeir legðu orð í belg, af jafnmikilli gætni og góðum skilningi og presturinn, og verður þvi ekki árætt að halda uppi neinum um- ræðum í blaðinu, varðandi þetta at- riði. I bréfinu kemst séra Jónmundur, meðal annars, svo að orði: ,,Og við, sem þörfnumst þessarar blessuðu hjálpar og fórnar, tökum frið- þægingunni opnum örmum. Eg hygg að hún verði mörgum okkar enn um langt skeið kraftur til þroskaðra líf- ernis í ríki Guðs og ómetanleg huggun og styrkur, bæði þá, er við förum úr þessum heimi eða kveðjum ástvini okkar, sem kvaddir eru á brott á und- an okkur. Eg hygg, að eftirlifandi ást- vinir muni enn um langan aldur láta syngja við slík tækifæri: ,,Ö, Jesú, það er játning mín“, osfrv. Og við, sem tökum undir hina fögru lofsöngsbæn þína, sem minnir á lof- söng Maríu og andvarp Augustinusar: „Græð þeirra mein og djúpu hjarta- sár. Lát falla sverð úr höndum harð- stjóranna, heimi gef frið í nafni Guðs og manna, og þerrðu píndra þjóða blóðug tár.“ vitum, að blóðstraumarnir undan hjartarótum fórnfúsra, vaxandi manna, munu að síðustu bjarga veröldinni. Við, sem óskum að þessi blessaða bæn rætist, skiljum, að hún rætist því fyrr, hvað ættjörð okkar snertir, sem þeir menn „fyllast meira anda og vizku“, sem með völdin fara. En það er sama og að þeim flokki manna í landinu verður að fjölga stórlega, sem eignast fórnarlund friðþægingarinnar og vilja með gleði taka á sig samábyrgð lífsins, og geta verið samarfar Páls í því efni, að „lífið er þeim Kristur“. Þar sem friðþægingarkenningin hef- ur náð tökum á hugum manna og hjörtum, hefur hún alla tíð verið traustasti grundvöllurinn undir at- hafna-kristindóm. Um það ber og Góð- templarareglan m. a. órækt vitni“. Eg þakka prestinum fyrir varfærm hans og skynsamlega meðferð á þessu máli og þori að fullvissa hann um, að við mundum verða sammála, ef við ræddum málið frekar, og einnig sam- mála enska prestinum, sem ég sagði frá í smágreininni, „friðþægingarkenn- ingin“. Flestir menn eru miklu meira sammála en þeir oft gera sér ljóst, um megin sannindi tilverunnar, þótt deilur rísi út af túlkun og orðavali. Það kem- ur af því, að við erum allt of oft stutt- miðamenn, nærsýnir og dýrkendur okkar eigin skoðana. P. S. Kraftur helvítis er þrotlaus helgi- dagur. — Bernard Shaw. Byltingamaðurinn er alltaf að reyna að búa til tré, en það er óframkvæm- anlegt, og þá sérstaklega, þar sem hann vill hafa það rótlaust. — Inge, dómprófastur. Barnosfúkan Unnur 40 ára Stutt er síðan Eining sagði frá 40 ára afmæli stúkunnar Víkings, nr. 104. Eitt af fyrstu verkum þeirrar stúku var að stofna barnastúkuna Unni, nr. 38. Hún átti nú 40 ára afmæli 1. marz s. 1. Afmælisfagnaðurinn fór fram í þremur liðum. Fyrst skemmtifundur kvöldið þann 1., hátíðarfundur sunnud. þann 4. kl. 10 árdegis og svo samsæti kl. 2—5 e. hád. þennan sama dag. Þetta fór allt fram mjög virðulega og skemmtilega. Stúkan hafði boðið um 100 manns, og voru þar á meðal full- trúar frá ýmsum stigum Reglunnar, sem fluttu stúkunni árnaðaróskir og einnig nokkrar gjafir. Aðalgæzlumaður stúkunnar Magnús V. Jóhannesson, yfirframfærslufulltrúi flutti aðalræðuna í samsætinu og rakti nokkuð sögu stúkunnar og greindi frá starfi hennar. Alls hefur stúkan tekið inn 2000 félaga á þessum 40 árum, og haldið 1711 fundi. En lítið segja þó þessar tölur um allt það óeigingjarna og mikla starf, sem bæði gæzlumaður stúkunnar og félagarnir sjálfir hafa innt af hendi öll þessi 40 ár, oft auð- vitað við erfið og ófullnægjandi skil- yrði. Mörg eru þau ungmenni orðin, sem með þessu starfi hafa verið leidd á hina farsælu braut bindindis og reglusemi, og í þessari stúku munu sumir nytsemdarmenn þjóðarinnar hafa fengið sína fyrstu og beztu þjálfun í fé- lagsstörfum og um leið endingargott veganesti. Verður þetta sennilega aldrei metið eins og vert er. En heill þeim, sem slíka trú eiga á hinn góða málstað og mátt hollra uppeldisvenja, að vilja leggja á sig allt þetta starf. Magnús V. Jóhannesson hefur verið aðalgæzlumaður stúkunnar Unnar síð- ast liðin 30 ár, en sjálfur er hann ekki nema rúmlega fimmtugur. Hann hefur eytt mörgum klukkustundum öll þessi 30 ár til þess að annast sem bezt um hag og heill stúkunnar. Hann gerir það af heilum hug og börnin kunna for- ustu hans vel. Aðstoðargæzlumenn stúkunnar eru þessir: Ágúst Jóhannes- son, Sigurður Guðgeirsson og Þorvald- ur Kolbeins. Hún er því vel á vegi stödd og lýtur leiðsögn ágætra manna. Þegar stúkan Víkingur eitt sinn var hættast komin, bættist henni sá lið- styrkur frá barnastúkunni Unni, er að fullu haldi kom. Það kom líka glöggt í ljós við afmælisfagnað Unnar, að hún átti góðhug, ekki aðeins verndarstúku sinnar — Víkings, heldur og allra hinna. Hún leggur nú út á nýjan áfanga með ánægjulegar endurminn- ingar, töluverða reynslu og þroska, og mal sinn fullan af heillaóskum allra velunnara sinna.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.