Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 13

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 13
E I N I N G 13 stjórnlaust um jörðina og drukkinn maður? Eða er nokkurt skip svo stýr- islaust og illa hrakið í ölduróti, að jafn- ist á við drukkinn mann? Upp af þessum andstyggilega jarð- vegi spratt tiltæki það, er konur og karlar tóku að dansa saman og gáfu sálir sínar á vald áfengisdjöflinum og stungu hvort annað með eitruðum broddum ástríðu og girndar. Hlátur beggja aðila, viðbjóðslegir söngvar og klámugar hreyfingar eggjuðu til ósið- semi og stjórnleysis. Seg þú mér, þú, sem heyrir! Getur þú hlegið og glaðst í slíkri dýrslegri holdsgræðgi? Þú, sem ættir að gráta og andvarpa yfir því, sem orðið er. Þú syngur leiðinlega söngva, en hefur kastað frá þér fögr- um ljóðum og lofsöngvum. Þú hring- snýst og hoppar eins og vitlaus maður og stígur amorsdansa þína, þú, sem ættir að beygja kné þín í tilbeiðslu. Hvorar eru meira hryggðarefni, yng- ismeyjarnar eða giftu konurnar? Hinar fyrrnefndu glötuðu meydómi sínum og hinar komu til eiginmanna sinna flekk- aðar og sekar. Þær, sem komust undan klóm syndarinnar, hvað líkamann áhrærir, sluppu þó ekki við saurgun og spillingu sálarinnar, því að sá, sem girnist í hjarta sinu, er samsekur hin- um. Ef hætta freistinganna ásækir ^oenn, er hittast af tilviljunum, hvers má þá vænta, þar sem ölvaðar konur falbjóða limi sína og við hafa seiðandi söngva, sem einir nægja til þess að kveikja lostabálið í hjörtum kvenna- bósanna? Með hverju ætla þeir, sem með slíku augnagamni hafa bakað sér búsundfaldra þjáninga, að afsaka sig? Og til hvers horfðu menn á þetta? Var Það ekki til þess að æsa upp girnda- brunann? Og þeir hinir hórseku, sam- kvæmt skýlausum dómi drottins, hvernig ætla þeir að fara að fagna hvítasunnunni, er svívirtu páskana Þannig? Á hvítasunnunni veittist hiönnum gjöf heilags anda, en nú hef- úr Þú með þessu athæfi þínu gert þig að bústað hins gagnstæða anda. Þú hefur gert þig að afguðamusteri og ibúð svívirðingarinnar í stað þess að vera musteri guðs anda. Yfir höfuð Þér hefur þú safnað síbrennandi glóð- úm bölvunarinnar. I nafni drottins Segir spámaðurinn: ,,Ég mun um- hverfa hátíðum þeirra í harmakvein“. Hvernig hyggizt þér að stjórna heimili yðar, ef þér eruð harðfjötrað- Ur af bjánalegum ástríðum? Og hvern- ig getið þér alið upp börn yðar og Verið þeim fyrirmynd, þegar þér lifið s3álfur siðlausu villimannalífi og álpist áfram í óreglunni? Hvað skal segja? Á ég að nema hér staðar og skilja við hinn forherta enn forhertari og hinn iðrandi hugg- únai’lausan. Ef reiði drottins ris gegn Þér, þá sýndu þolgæði, því að stilling. afstýrir mörgum glappaskotum. Láttu föstu og sjálfsafneitun koma í staðinn fyrir drykkjusvallið, lofsöngva fyrir léttúðartóna, iðrunartár fyrir gáleys- is hlátur, beygðu kné þín í bæn, í stað þess að dansa, og berðu þér á brjóst í stað þess að klappa andstyggðinni lof í lófa. Láttu auðmýkt og hispurs- leysi koma í stað óhófstildurs í klæða- burði, gefið ölmusu, hverfið af hinum vonda vegi og hjúkrið hinum iðrandi og sorgmæddu. (Lausleg og nokkuð stytt þýðing). Stúkan Víkingur nr. 104 Víkingur, duglegur vertu, vekjandi alla þjóð. Ber þú að hálfköldum hjörtum heilaga kærleikans glóð. Lát hana loga og brenna, lýsa upp hverja sál, verða ólyfjan allri eyðandi, hreinsandi bál. Lát hana loga og brenna, lýsa hjá framfara þjóð. Aldrei má eldurinn slokkna, áhugans heilaga glóð. Lát hana loga og brenna . letinnar sjúkdóm úr þjóð, hálfvelgju, léttúð og hræsni, — hita vort daufgerða blóð. Lát hana loga, og brenna lyginnar undirrót, deyfa eitraðar eggjar, oddbrjóta níðinga spjót Lát hana loga, og verma Ljósvana mæðurann, kveikja á arninum aftur eldinn, sem glaðastur brann. Víkingur! Þú átt að vera vökumaður hjá þjóð, kinda um aldur og æfi áhugans heilögu glóð. Víkingur, þú átt að verja vígið, sem landneminn hlóð, Bakkus úr byggðum að flæma, bölvaldinn mesta hjá þjóð. Herja að víkinga hætti, hríf þú úr ræningjaklóm ættjarðar dýrustu arfleifð, æsku og helgidóm. Leystu úr álögum illum áfengissýkta þjóð. Gef henni hreinleik og hreysti, hetjunnar óspillta blóð. Gef henni háleita hugsjón, hagsæld á komandi tíð, manndóm og hug til að heyja sitt heilaga menningar stríð. Vaxi þér, Víkingur máttur. Vak þú á hættunnar tíð. Hetjulund ber að heyja heilagt og endalaust stríð. Pétur Sigurðsson. Hvernig lízt þér á heiminn? (Grein þessi kom í einu dagblaðanna fyrir 3—4 árum, en var þá ólæsileg með köflum). Oft hafa menn lagt þessa spurningu fyrir mig síðustu mánuðina: Hvernig lízt þér á heiminn? Stundum kemur nokkurt hik á mig, en í vor og sumar hef ég oftast svarað: Nú árar vel. Þetta er dásamleg tíð, guðdómlegt tíðarfar. Já, en — segir hinn. Já, gríp ég fram i fyrir honum. Ég veit, hvað þér er í huga. Hvernig lízt þér á heiminn? Það fer eftir því, hvar og hvernig á hann er litið. Við erum litlir. Heim- urinn er stór og fjölbreytnin óskapleg. Er heimurinn vondur eða góður? Hvorugt. Fallegur eða ljótur? Hvorugt. Heimurinn er eins og honum er eðlilegt að vera. Hann er stórfengleg- ur. Við skoðum hann eins og mynda- bók. Við erum hin ólæsu börn, ólæs á alheims tungumálið mikla. Við erum börnin. Hann er heimurinn, og hann er mikill. Við flettum í hinni miklu myndabók, blað fyrir blað, og erum hissa. Börn eru æfinlega hissa, hissa á svo ótal mörgu. I þessari bók eru sterkir litir og furðulegar myndir. Um sumar þeirra segjum við, að þær séu ljótar, aðrar fallegar. Og þannig er heimurinn. Á einni blaðsíðunni er: Hin bjarta sumarnótt. Getur nokkuð verið yndislegra en hin bjarta, blíða júnínótt, þegar „svefn- laus dýrð“ breiðir skarlat um fjöll og fjörur, heiðar, hálsa og dali, þegar allt er heilagt og hljótt og ekkert getur fengið sig til þess að trufla hina draum- ljúfu og guðdómlegu kyrrð, þegar hvergi bærizt strá, öll náttúran andar svo rótt að hjörtu allra lífshræringanna heyrast slá í undurfögru samræmi og ekkert heyrizt, nema hinn straumþungi niður blóðsins í okkar eigin brjósti, knúinn áfram af hinni eilífu þrá og hita ástarinnar, sem sumarblíðan kemur ólgu í og gróanda eins og allt líf á jörðu.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.