Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 4

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 4
4 E I N I N G Mynd þessi sýnir meðal annars línuritid, þar sem gerður er samanburður á áfengis- kaupum landsmanna, 19US og fjárveitingu Alþingis til helztu menningarmála. Einnig sézt á myndinni ofturlítið inn í dómssalinn og knæpuna. hraða byrjar stöðvunin fjórum metr- um nær hættunni en annars. Einnig línurit, er sýnir, að áfengisskammtur, 40—80 gr., er bílstjórinn fær nokkurri stundu fyrir akstur, verkar þannig, að hann ekur tvisvar til fjórum sinnum oftar út af veginum, og að tíminn, sem hann þarf til að koma bifreiðinni á veginn aftur, lengist að sama skapi. Snöggum hemlunum við akstur fjölgar mjög. Fjórða deild. Hún er allur framhluti sýningarsals- ins. Þar eru sýningarmunir aðallega viðvíkjandi bindindisstarfinu, jákvæðu hliðinni, en einnig töluvert af ýmsu, er snertir báðar hliðar. Fyrir gafli innst er stórt hringmyndað línurit, saman- burður á áfengiskaupum landsmanna árið 1943 og fjárveiting ríkisins til nokkurra menningarmála: Kirkjumála, kr. 1,944,580, réttarfarsmála, kr. 9,266, 509, heilbrigðismála, kr. 3,955,927, menntamála, kr. 10,204,357. En áfeng- iskaup landsmanna þetta ár eru: kr. 22,000,000, og þó nokkru meira. Til niðurrifs siðgæði og menningar eyða landsmenn rúmum 22 milljónum þetta ár, en ríkið veitir til uppbyggingar og viðhalds menningu og siðgæði rúmar 25 milljónir. I hinum enda þessarar deildar er tafla, sem sýnir, að frá stofnári Góð- temlarareglunnar á Islandi, 1884, til 1944, hafa 60,356 manns gengið í Regl- una. Á þessu tímabili varði Reglan 760,555 kr. til útbreiðslu bindindis i landinu. Þar af var framlag úr ríkis- sjóði kr. 345,00. En hér eru ótalin öll frjáls framlög einstakra manna og fél- agasamtaka, sem auðvitað hafa verið mikil. Þá eru og myndir, sem sýna áhrif áfengisneyzlunnar á íþróttalífið. Tvær eða þrjár ölflöskur eða ofurlítill brenni- vínssopi rýrir þol fjallgöngumannsins allt að einum fimmta. Svipað áfengis- magn dregur úr hraða sundmannsins nokkuð á annan metra á 100 m. færi. I hundrað metra hlaupi verður útkom- an einum þriðja úr sek. lakari hjá þeim manni, sem neytt hefur ofurlítils áfengis eða eins fjórða lítra öls, en þegar hann er án alls áfengis. Þessar niðurstöður eru eftir sænsk- um heimildum. Frá sömu heimildum eru og myndir og línurit, er sýna, að við alla nákvæmnisvinnu tekst miklu ver hjá þeim, er neyta áfengis, og fer það eftir magni áfengisskammtanna. Það er sannprófað, að villur vélritar- ans eru fleiri og hraðinn minni, ef neytt er áfengis, þótt um lítinn skammt sé að ræða. Sama gildir um aðra ná- kvæmnisvinnu. Eitt línuritið sýnir reynslu 43 trygg- ingarfélaga í Ameríku á árunum 1885 —1908. Það fjallar eingöngu um menn, sem ekki stunda áhættusama vinnu. Línuritunum er skipt í 6 mismunandi fiokka eftir áfengisvenjum manna: 1. flokkur: Dagleg en fremur hófleg áfengisnautn. Þar er dánartölustig- inn 119. (Hin normal dánartala er miðuð við 100). 2. flokkur: Dagleg talsvert mikil áfeng- isneyzla: dánartalan 182. 3. flokkur: Ekki dagleg áfengisneyzla, en ofurölvun þó ekki óvenjuleg. Dánartalan þar 145. 4. flokkur: Menn, sem verið hafa drykkjumenn, en fengið bót án hæl- isvistar. Dánartalan 125. 5. flokkur: Menn, sem verið hafa drykkjumenn, en fengið bót á drykkjumannahælum og verið al- bindindismenn upp frá því. Dánar- talan þar 127. 6. flokkur: Drykkjumenn, sem fengið hafa bót á drykkjumannahælum, en þó ekki verið albindindismenn upp frá því. Dánartalan 162. Neðri hluti línuritsins sýnir umfram- tölu dauðsfalla í 1. og 2. flokki á ýms- um árum tryggingartímabilsins. Þar kemst dánartölustiginn upp í 252. Annað línurit sýnir, að fjórum til fimm sinnum oftar eru foreldrar óknyttabarna og unglinga drykkju- menn (oftast faðirinn). Þá er tafla, er sýnir, að á árunum 1930—43 var flutt inn í landið tóbak fyrir kr. 19,355,329. Fyrir þá upphæð hefði mátt kaupa 20—30 góða togara samkvæmt þáverandi verðlagi, eða reisa 10—12 stórhýsi eins og Háskóla íslands. Allir þessir peningar fóru út úr a a 1.89» 2,960 5,892 5,780 «,379 5,01« Stúlkur. Þessi einkennilegu línurit sýna hve mörg ungmenni komu fyrir rétt í Bandaríkjunum árið 19U3. Einnig tölu þeirra á mismunandi aldri. Aldur ungmennanna er skráiður fyrir ofan myndirnar, en tala hinna seku fyrir neðan myndirnar. Línuritin sýna á hvaða ár- um útkoman er verst. Hin slæma þróun í þessum málum liér á landi fer í sömu átt. 0 0 11,916 20,786 20,602 15,565 12,399 U.755 12,017 12,037 10,860 Piltar.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.