Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 6

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 6
6 E I N I N G E I N I N G er stofnuS fyrst og fremst til sóknar gegn áfengisbölinu og eflingar bind- indi og fögrum siðum. En henni er jafnframt ætlað að flytja sem fjöl- breyttast efni um hin ýmsu áhugamál manna og menningu þeirra: andlegt líf, bókmenntir, listir, íþróttir og fé- lagslíf, uppeldi, heimilislíf, hjúskap og ástalíf, heilbrigði og skemmtanalíf. Blaðið óskar eftir fregnum af menn- ingarstarfi og félagslífi manna víðs- vegar á landinu. Óviturleg vinnubrögð Geðveiki fer mjög í vöxt á landi hér. Sérfróðir menn telja að áfengis- neyzla eigi sinn drjúga þátt í vexti og viðgangi geðveikinnar. Nú er orðið mjög aðkallandi að komið sé upp geð- veikrahæli. Kleppur annar ekki því, sem honum ber. Þá er og unnið að því, að koma upp drykkjumannahæli. Hef- ur það að vísu tekið til starfa, en það er aðeins lítil byrjun qg bætir enn lítt úr hinni miklu þörf. Ríkið stendur sig svo langt um betur í því að rækta með áfengisverzlun sinni bæði áfengissýkta og geðveika menn, en að koma upp viðunandi vistarverum fyrir þessa ógæfusömu vesalinga, er falla í veiði- snörur þær, er ágirnd og rangsnúinn aldarháttur leggur fyrir vanþroska mannanna börn. Ekki eru þetta góð vinnubrögð. Hér er að verki óskaplegt óvit. Skyldi ekki ríkið geta aukið tekjur sínar á annan hátt, en með áfengisverzlun? En með- an ríkið leyfir sér slíka fávizku, verður að krefjast þess, að það reyni að bæta fyrir það tjón, sem. af slíkri verzlun hlotnast. En það er mikið. Vesaling- ana ber því að annast og losa þannig ástvini þeirra við varanlega ofraun. Heimilum, sem missa fyrirvinnu sína sökum áfengisneyzlunnar, ber því rík- inu að sjá fyrir. En stór verður sá reikingur, sem ríkið þarf að gjalda, ef allt skal tekið, en því ekki það, ef slíkt er unnt. Bernard Shaw heldur því fram, að sérhver áfengissali mundi hætta verzlun sinni, ef hann væri dæmdur til að bera allan þann skaða, sem verzlun hans veldur, því að hún mundi þá ekki borga sig. Svo skaðvænleg eru þau við- skipti. Það sæmir ekki ríkisstjórn neinnar þjóðar að rækta með áfengisverzlun eymd, úrkynjun þegna sinna, geðveiki og volæði í alls konar ömurlegum myndum. Þá er betra að áfengisverzlun- in sé frjáls, því að þá er opnari leið fyrir þegna þjóðfélagsins að ráðast á hana. ÚTGEFENDUR Samvinnunefnd stórstúku íslands, íþróttasambands íslands, Ungmennafélaga íslands og Sambands bindindisfélaga í skólum. Nefndarmenn: Pétur Sigurðsson, erindreki. Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltr. Ingimar Jóhannesson, kennari. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri. Guðmundur Sveinsson, stúd. theol. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Heimilisfang blaðsins: Pósth. 982, Reykjavík. Sími 5956. Árgangurinn kostar 10 kr. Yrðlingarnir „Náið fyrir oss refunum — yrð- lingunum, því að það eru þeir sem skemma víngarðana“. Ljóðaljóðin. Það eru yrðlingarnir, sem skemma víngarðana. Þetta eru tímar eirðarleysis og um- brota, annríkis og friðleysis, stríða og æsinga. Á slíkum tímum er mestu verð- mæta lífsins vangætt. Eitthvað er það í djúpum hverrar mannsálar, sem er í ætt við hið eilífa og óumbreytanlega og þráir því hvíld og frið í rósemd hins innsta veruleika. Menn hyggja á stórræði mannheimi til bóta, mikið á að gera og margt að laga. Annir og umbrot manna eru fyr- irferðamikil. Það á að rækta og full- komna allt hugsanlegt, finna nýjar leiðir, finna upp margt og framleiða mikið. Kjör manna skulu bætt og hag- ur þeirra allur. Allt er þetta blessað og gott, en eitt er þó öllu öðru meira, það er mannbótastarfið sjálft í sinni einföldustu mynd. Við þurfum að leggja á það alla stund, að koma hugs- anagangi okkar og daglegri umgengni við aðra menn í það horf, að til mann- b'óta stefni. Kurteisi, prúðmennska, lipurð og sanngirni hefur mannbætandi áhrif á alla. En hranaháttur, rudda- skapur, ókurteisi og hirðuleysi, sem veldur eilífum árekstrum, ergelsi og leiðindum, er öllum til óþæginda og mannskgmmandi. Varið ykkur á smámununum. Það eru litlu refirnir, sem skemma víngarð- Hinn illi ræningi, Bakkus, á ekki að fá leyfi til að sitja öruggur og lög- tryggður innan við varnarmúra, er ríkisvaldið sjálft og löggjafarþing þjóð- arinnar reisi honum. Slíkt er að bregð- ast háleitri köllun sinni, sem ríkisvald- ið hefur fengið, þeirri, að vernda þjóð- félagsborgarana eftir beztu getu. Við þurfum að snúa við hið bráðasta af háskalegri leið óvitsins. ana, segir skáldið svo spámannlega. Við þurfum að opna Guði helgidóma lífs okkar og rækta guðseðlið og guðs- hyggjuna í sálum okkar til varnar gegn öllum óþrifum geðheims okkar, en til fegrunar og betrunar, og munum við þá verða samúðarfyllri menn, nær- gætnari og hirðusamari um framkomu okkar við aðra menn. Árekstrarnir verða þá færri, leiðindin á heimilunum minni og fátíðari, sviksemin í þjónustu og viðskiptum rninni, og hirðuleysið um gæfu og gleði okkar sjálfra og annara óalgengari. Guðselskan ein — ræktun góðleikans, getur gert bjart og hlýtt í hugum og sálum manna, og búið þannig öllum mönnum góð kjör, friðsamt og ánægjulegt líf. Hið mikilvæga á að stjórna hinu smávægilega, en þegar við stjórnumst af smámunum, og leyfum litlu refun- um að skemma víngarðana — leyfum smámununum að eyðileggja heimilis- friðinn og farsæld okkar, þá sannar það bezt, að við stjórnumst ekki af hinu mikilvæga í tilverunni. En það er hverjum manni illa sæmandi að stjórn- ast af hinu óverulega og lítilfjörlega. En við stjórnumst af þeim, sem við þjónum. — Hvers konar drottnara kjósum við? P. S. Rödd Jóns Sigurðssonar „Þegar vér nú hugleiðum, að íslend- ingar kaupa á hverju ári brennivín fyr- ir margar tunnur gulls, og eyða þar með miklu fé til einskis, sem þeir gætu varið til venjulegs hagræðis búiun sín- um . . . . þá sjáum vér að hverjum brunni ber, þegar svo er að farið lengi“. Þetta sagði Jón Sigurðsson forseti árið 1860 (Ný Félagsrit). Hvað mundi hann segju um ástandið núna, ef hann mætti mæla? Þeir, sem enn dázt að Jóni Sigurðs- syni og segjast vilja hafa stefnu hans fyrir leiðarstjörnu, ættu að reyna að svara þessari spurningu í einlægni. Jón Sigurðsson er enn okkar mesti maður. Enginn hefur enn skyggt á hann. Enn telja menn sér það sóma, að líkjast honum. En ef það er meira en látalæti, þá verða menn að gera sér far um að fylgja honum að mál- úm. Eitt af áhugamálum hans var það, að íslenzka þjóðin hætti að eyða fé sínu til þess að drekka frá sér vit og velgengni. Líkist þú honum nokkuð í því? Árni Óla

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.