Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 9

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 9
E I N I N G 9 Sveitapi Itur neimskunnur stjarnfræðingur Fyrir 15 árum var Clyde Tombaugh orðtak og aðhlátursefni allra nágranna sinna í Kansas í Bandaríkjunum. Nú er hann aðeins 38 ára og einn af fræg- ústu stjarnfræðingum heimsins. Hann uppgötvaði Pluto, níundu plá- úetu sólkerfisins, og þar með var það °rðið næstum helmingi stærra að um- máli, en það áður hafði verið. Flestir stjarnfræðingar heimsins höfðu neitað sð þessi pláneta gæti verið til. Það var dr. Percival Lowell, sem mörgum ár- úm áður hafði tekið eftir einhverri truflun á braut hinna yztu pláneta sól- kerfisins, Neptúns og Úranusar, og eft- ir 15 ára útreikning og heilabrot stað- hæfði, að ósýnileg pláneta hlyti að vera að verki og hafa óhrif á braut hessara yztu pláneta sólkerfisins. Hann tilnefndi það svæði himingeimsins, er Plánetunnar væri að leita. Clyde fann þessa plánetu og er það talin markverðasta uppgötvun stjarn- íræðinnar síðast liðin 100 ár. Saga bessa unga manns er furðulegt æfintýri. Hann var bláfátækur og mjög feiminn sveitapiltur, sem menn almennt drógu dár að. Faðir hans hefur sennilega verið sá eini, er hafði samúð með hon- úm og skildi hann. Faðir hans hafði sjálfur verið mjög fróðleiksfíkinn mað- úr, en hlotið litla skólamenntun, orðið að hætta námi sökum fátæktar. Hann °g bróðir hans höfðu keypt sér fremur ómerkilegt tæki og reynt að bögla saman eins konar sjónauka og notað til þess samanvafinn olíudúk. Með Þessu undrauga horfði sveitapilturinn hlukkustundum saman hugfanginn á ðásemdir himingeimsins. Clyde gekk nú margar milur til þess að ná sér í bækur um stjarnfræði. Eékk lánað það, sem til var í því bóka- safni, en sparaði svo hvern eyri, sem hann gat til þess að geta keypt sér hækur. Þótt faðir hans væri fátækur hóndi, sendi hann son sinn samt í Sagnfræðaskóla. Hærra var ekki hugs- að. Skólafélögum hans fannst hann úndarlegur. Þeir höfðu heyrt undarleg- ar sögur um þennan pilt, sem alltaf Slápti upp í himininn. Þeir uppnefndu hann og drógu upp skripamyndir af honum í skólabækur sínar. En hann leitaði sér skjóls í kappsamlegu námi. gagnfræðaprófi loknu, las hann það * tímariti, að einhver maður hefði sjálf- úr sorfið og slípað sjónaukalinsu. Hik- andi og feiminn skrifaði hann þessum manni. Hann fékk að vita að tvö gler- stykki mundu kosta $ 3,80 og svo var það aukakostnaður, er nam $ 5 eða meiru, en sjálft verkið væri hið mesta kvalræði og ógurlega sein unnið. Hann vann nú hjá nágrönnum sínum og vann sér inn einn dollara á dag og loks gat hann keypt þetta nauðsynlegasta byrj- unarefni. Hann kom sér nú fyrir í garðinum framan við húsið og tók til við þetta þolinmæðinnar verk. Ná- grannarnir, sem framhjá gengu, gerðu gys að honum, jafnvel systkini hans, en faðir hans sá í honum vísindamann- inn. Eftir nokkurra mánaða þreytandi vinnu var sjónaukinn hans tilbúinn, dá- lítið misheppnaður, en samt nægilegur til að birta Clyde enn meira af dá- semdum himinsins. Sérstaklega varð honum starsýnt á Marz hann undi sér allt kvöldið við sjónauka sinn og sór það, að gera sér fullkomnara tæki. Hann gróf nú 24 feta langt, 12 feta breitt og 7 feta djúpt jarðhús rétt hjá bænum, þakti það allt innan með sem- entsteypu og bjó sér þannig út vinnu- stofu, er útilokaði mikla breytingu á hita og kulda, svo að ekki skyldi það skemma vinnu hans. Þetta þrekvirki hafði hann unnið í frístundum sínum í sumarhitanum og sorfið svo þarna og slípað nýja línsu í sjónauka. Þetta tæki, sem hann hafði sjálfur komið sér upp með miklum erfiðismunum, 9 þumlunga sjónauki, mundi hafa kostað um 1000 dollara, en efnið hafði kostað 38 dollara, og það hafði Clyde unnið sér inn við vinnu hjá nágrönnunum. I þessum sjónauka sá hann og virti fyrir sér eitt af mestu furðuverkum himingeimsins. Hann gerði uppdrátt af þessu svæði (the Martian canal) og sendi hann stjarnfræðistofnun Lowells í Flagstaff, Arizona. Clyde til mikillat undrunar, fékk hann bréf frá yfir- manni stofnunarinnar, dr. V. M. Slip- her, er bauð honum atvinnu við það að leita að plánetu þeirri, sem dr. Low- ell hafði gizkað á fyrir nokkrum árum að finnast mundi á tilteknu svæði him- ingeimsins. Þessi leit gæti tekið 10—20 ár, eða borið aldrei neinn árangur. Clyde tók tilboðinu og gaf sig strax að undirbúningi. Hann hóf leit sína og myndatökur og rannsóknir árið 1929, Allir ættu að geta hugsað sér tilfinn- ingar þessa unga manns, er hann kvöld eitt í febrúar 1930 þóttist sannfærður um að hafa fundið Plutó. En vikum saman eftir þetta hélt hann, einnig dr. Slipher og aðrir stjarnfræðingar við stofnunina, rannsókninni og athugun- um áfram, en 13. marz var látið ganga boð út um heiminn: „Clyde Tombaugt, 24 ára sveitapiltur frá Kanzas, hefur fundið plánetu þá, er dr. Lowell hafði gizkað á að til væri“. Um allan heim beindu nú stjörnuturnar sjónaukum sínum að þessum ákveðna bletti í him- ingeimnum og hver af öðrum kom þá auga á hina nýju plánetu. Svo fjarlæg er þessi pláneta, að álitið er, að hún hafi farið aðeins eina hringferð á braut sinni á 250 árum. Þessi nýja uppgötv- un styrkti mjög þá skoðun stjarnfræð- inga, að sólkerfi okkar hafi orðið til við ógurlega sólarsprengingu, en að pláneturnar hafi ekki orðið til úr gas- þykkni, er eitt sinn hafi umlukt sólina, eins og sumir stjarnfræðingar hafa ályktað. Nú rigndi heillaóskaskéytum og við- urkenningu yfir Clyde, og hann hlaut það viðurkenningarmerki frá konung- lega félaginu, sem stjarnfræðingar girnast öllu fremur, en það bezta var, að honum var veittur styrkur til náms við háskólann í Kansas. Hann hefur svo stundað nám á vetrum, en unnið við Lowell-stofnunina á sumrum og tekið hvert prófið af öðru, þar á meðal meistarapróf. Stjörnufræðingar flokka og tölusetja stjörnuheima eftir birtumagni þeirra. Eitt af því, sem hinn ungi stjörnufræð- ingur réðst í, var það að mynda allan 17. flokkinn og allar stjörnur og stjörnuþyrpingar með enn meira birtu- magn. Þetta urðu 200 myndaplötur og voru þar myndaðar sextíu milljónir stjarna. Þetta óhemjumikla verk, sem fyrir skömmu er lokið, leiddi í ljós nýja halastjörnu, hnattmyndaða störnuþyrpingu og fimm stjörnuþyrp- ingar í vetrarbrautinni. Einnig sýndu myndirnar 20,000 stjörnukerfi eins og vetrarbrautina (spiral nebulace), og hafa tugir af þessum stjörnusvæðum verið óþekkt hingað til. Clyde telur sig hafa fengið vitneskju um jarðstjörnu líka þessari okkar jörðu, og hann segir: „Sól okkar er aðeins ein af milljörð- um líkra sólna, og þess vegna hlýtur jörð okkar að vera aðeins einn af mill- jörðum slíkra hnatta“. Árið 1941 gerði Clyde uppdrátt af Marz. Uppdráttur þessi sýnir 40 skurði, eða ála, og 15 gróðurmerkur. Hinn ungi stjörnufræðingur heldur rann- sóknum sínum á Marz áfram og hefur sterkan grun um líftilveru þar. Endursagt úr Reader’s Digest. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.