Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 11

Eining - 01.03.1945, Blaðsíða 11
E I N I N G 11 Ræða um drykkjusvallið Eftir kirkjuföðurinn Basilíus mikla. Lífsreyndur og margfróður kenni- maður hefur íslenzkað og sent EIN- INGU ræðu þá, sem hér fer á eftir. Sumum kann að þykja hún nokkuð ber- oro og ekki að öllu leyti eftir smekk nú- tímamanna, en eigi að síður er ræðan hijög athyglisverð og merkileg, þar sem hún er þá líka frá 4. öld og lýsir bæði viðhafnarmiklum drykkjuveizlum forn- manna og hinu almenna drykkjuskap- arböli og siðspillingu þeirra tíma. Getur slíkt verið til lærdóms bæði þeim, sem halda að heimur versnandi fari, og hin- úm, sem kenna, að menn eigi að ,,læra að drekka“. Geta þeir þá séð, hve vel tnönnúm hefur tekizt slíkt, er þeir bera saman svall og drykkjuveizlur nútíma- nianna við það, sem ræðan lýsir fyrr á öldum. 1 því trausti, að ræðan hneyksli haenn ekki um of, er hún birt hér. Kirkjufaðirinn Basilíus mikli var úppi árin 330—379. Varð biskup 370. Hann var siðavandur og hélt uppi ströngum kirkjuaga. Var um eitt skeið 'nunkur og stofnaði munkareglu. Hann var grískur að þjóðerni, og svo at- kvæðamikill maður, að hann fékk við- úrnefnið ,,hinn mikli“. Ritstj. „Sjónleikir þeir, sem sýndir hafa ver- ið hér á kveldin, knýja mig til þess að taka til máls, en að öðrum þræði er eg hikandi og hugdeigur við það að leggja út í slíkt árangurslaust strit. Mér er líkt farið og sáðmanninum, Sem eitt sinn hefur sáð akra sína árang- úrslaust. Hann gerir það nauðugur ann- að sinn. Stöðuglega og margsinnis höf- úm vér áminnt yður undanfarið, og all- ar sjö vikur föstunnar, höfum vér vitn- að fyrir yður án afláts, dag og nótt, um iagnaðarerindi Guðs náðar. En allt var hað eins og að höggva í harðan klett- iún. Hvers skyldi því mega vænta af pré- hikun minni í dag? Ó, hve þér hafið Vakað margar nætur ófyrirsynju, og haldið samkomur marga daga að þarf- 'aúsu. Já, væri nú svo vel, að það væri eiúungis að þarflausu, en hér er um úaeira að ræða, því að þegar maðurinn, Sem tekið hefur framförum í góðum Verkum, snýr aftur til hinnar fyrri v°údu breytni sinnar, missir hann ekki aðeins launin fyrir erfiði sitt, heldur Verður hann og sekur um stærri mis- ^erð, því að hann hefur smakkað Guðs góða orð og verið talinn þess verður að fá að skyggnast inn í leyndardóma Guðs, en allt þetta hefur hann yfirgefið fyrir kitlur augnabliksástríðnanna. . . Ein einasta kvöldstund, aðeins eitt á- hlaup óvinarins, hefur að engu gert og ónýtt alla yðar fyrirhöfn. Og hvað stoð- ar svo prédikun mín? Þér getið líka verið vissir um, að eg hefði þagað, ef ekki væri ástatt fyrir mér eitthvað svipað og Jerimía forðum, er hann vildi helzt ekki þurfa að ávíta harðsvíraða kynslóð. Þá fannst honum sem eldur brynni í hjarta hans, er byrgður væri inni í beinum hans. Hann reyndi að þola það, en gat það ekki, (Jer. 20, 9). Siðspilltar pilsagálur gleymdu Guði sínum og hinum „eilífa eldi“, og það á sjálfum upprisudeginum, einmitt þá, er menn skyldu minnast þess dags, er himnarnir munu opnast, dómarinn birt- ast, dauðir rísa upp og hver og einn hljóta sinn réttláta dóm samkvæmt því, sem verk hans hafa verið. 1 stað þess að hafa þetta í huga og hreinsa hjörtu sín af illum girndum og þvo sig hrein- ar í tárum af áður drýgðum syndum og búa sig undir það að mæta Kristi á hin- um mikla degi endurkomu hans, þá hristu þær af sér þjónustuok hans og sviftu skýlum heiðvirðuleikans af höfðum sér. Þær fyrirlitu Guð, for- smáðu engla hans og lofuðu blygðunar- laust öllum körlum að skoða sig og hafa að augnagamni. Þær hristu hárið úr fléttunum, drógu fötin á eftir sér, tifuðu í göngunni með netta fætur, og með léttúðarfullu auðnaráði og gáskafullum hlátrum geistust þær í dansinn sem óð- ar væru, eggjaðar af lostasvip ungra manna. Dansa sína stigu þær á píslar- vættatorginu fyrir utan borgarhliðið og gerðu þannig heilaga staði að pestar- bæli hinnar megnustu svívirðingar. Með ógeðslegum söngvum eitruðu þær loftið og vanhelguðu með óhreinum fótum sínum jörðina, sem þær dönsuðu á. Þær söfnuðu um sig hópum ungra karla sem áhorfendum, öldungis blygðunarlaust og urðu svo örvita og hamstola, að tryllingur girnda þeirra keyrði fram úr öllu hófi. Hvernig ætti eg að þegja yfir þessu? Og hve djúpri hryggð hlýtur ekki slíkt að valda mér? Áfengið hefur rænt þess- um sálum frá okkur. Vín getur verið guðs gjöf til hressingar veikluðum og á- nægju þeim, er með kunna að fara, en nú er áfengið orðið meðal til stjórnleys- is þeim, sem óseðjandi eru. Drykkjuskapurinn — ölvíman, þessi sjálfboðni illi andi, sem vegna ástríð- unnar og græðginnar gagntekur sálar- líf mannsins, er móðir illskunnar, óvin- ur dyggðarinnar, gerir hugrakkan mann að gungu og siðaðan mann að lastaþýi, og ber fyrir borð alla dóm- greind og réttlætiskennd. Eins og vatnið kæfir eld, svo slekkur og áfengið hinn bjarta loga skynseminnar. Eg hef ekki hraðað mér til andmæla drykkjuskaparósómanum, og er það ekki vegna þess, að eg telji hann eitt- hvað smávægilegt, er horfa megi.fram hjá, heldur hins, að ræða mín hefði orð- ið gagnslaus, því að ölvaður maður er sjónlaus, heyrnarlaus og viti sínu fjær. Það er tilgangslaust að skamma þann, sem þannig er á sig kominn. 'Við hvern eigum vér þá að tala? Sá, sem áminn- ingar hefur þörf, heyrir ekki né skilur það, sem sagt er við hann, en hinn bind- indissami og hófsami þarfnast ekki stuðnings þessara orða .... Hvað á þá að gera og til hvers á að grípa, þegar þannig stendur á, að gagnslaust er að tala, en ógerlegt að þegja? Á að for- sóma læknismeðulin? Það er hættulegt. Á eg að tala til drykjurútanna? Þá tala eg fyrir lokuðum eyrum. Þegar farsóttir geisa, hirða læknarnir mest um að verja hina heilbrigðu hætt- unni, en hirða minna um þá, er sýkina hafa tekið. Væri ekki ráðlegast að fara að dæmi þeirra og gæti þá ræða mín orðið einhverjum til varnaðar, þótt ekki megni hún að lækna og bjarga þeim, sem sýktir eru orðnir. 1 hverju er fólginn munurinn á þér, maður, og málleysingjanum? Er hann ekki fólginn í skynseminni, sem skapar- inn gaf þér, og henni áttu að þakka, að þú ert drottnari yfir öllum dýrum merk- urinnar. Sá, sem með drykkjuskap ræn- ir sig skynseminni, hann er talinn með skynlausum skepnum og þeim engu fremri. En eg freistast til að segja, að drukknir menn séu nautpeningnum heimskari, því að öll dýr hafa sína á- kveðnu tíma til æxlunar, en þeir, sem hafa svæft sálir sínar í vímunni og skjóðufyllt skrokkinn af girndarbruna, eru síknt og heilagt að flangsast í and- styggilegum faðmlögum og klámugum fleðulátum. Þeir verða ekki aðeins skyn- lausir, heldur gerir skilvitaglundroðinn þá dýrunum verri. Engin skepna er svo gersneydd öllum hæfileika til þess að sjá og heyra, sem dauðadrukkni mað- urinn. Þeir þekkja ekki sína nánustu og hlaupa oft með útbreiddan faðminn á alókunna, sem væru þeir skyldmenni þeirra. Þeir stökkva oft yfir skugga eins og skurði og gjár. Eyru þeirra eru full af dunum og hljóðum eins og ólgandi haf, jörðin gengur í bylgjum og fjöllin steypast kollhnís. Ýmist eru þeir fliss- andi og óstjórnlega kátir eða óhugg- andi. Ýmist eru þeir hugrakkir og óttalausir og telja sér alla vegi færa.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.