Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 9

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 9
ÞYRFTUM /\Ð STOFNA SAMVINNU- FÉLAG KVENNA Ég hef alltaf dáðst að þvx hvað Kvennalistakonur í dreifbýli taka því með miklu jafnaðargeði að ferðast um langan veg til að mæta á fundi eða sinna öðrum erindum. Sjálfsagt á þetta við um margt dreifbýlisfólk, en þær þekki ég best og ég hef fylgst með þeim storma suður til Reykjavíkur vestan af Fellsströnd, ofan úr Dölum og vestan af Mýrum þegar taka á ákvarðanir sem þeim finnst máli skipta. Okkur, sem erum fædd og uppalin á malbikinu „fyrir sunnan", vex hins vegar í augum ef við þurfum að fara aukaferð úr Breiðholtinu eða Grafarvoginum til að reka einhver er- indi í miðbænum eða öfugt. Ég er þessu marki brennd og þess vegna var ég lengi að bræða það með mér hvernig ég ætti að haga ferðalagi mínu vestur á Mýrar til að taka viðtal við Snjólaugu Guðmundsdóttur sem býr að Brúarlandi á Mýrum. En hún tók af mér ómakið. Meðan ég var að velta vöngum fékk hún sér far með vörubíl í bæinn. Brúarland er ríkisjörð og nýbýli úr Hrafnkelsstöðum sem tengdafólk Snjólaugar hefur haft til ábúðar í 3 ættliði. Snjólaug kemur að Brúar- landi árið 1975 cn hún er fædd og uppalin á ísafirði. Hún og maður hennar eru með svínarækt sem aðal- búgrein en auk þess hefur Snjólaug reynt fyrir sér með ýmsar aukabú- greinar sem ekki er hægt að segja að séu hefðbundnar. En hvernig er þessi tilraunastarfsemi hennar til komin? Það er heilmikil ákvörðun að flytja í sveit því ef þú vilt ekki búa þá er ekk- ert annað sem fyrir þér liggur en að vera á heimilinu. Það er auðvitað heilmikið starf en kannski ekki alltaf nóg. Ég stóð eiginlega frammi fyrir þessu og hef því í rauninni verið að leita mér að atvinnu eða réttara sagt reynt að búa mér til atvinnu. Ég er menntuð sem vefnaðarkennari og þ.a.l. hef ég svolítið verið að vefa og sinna ýmiss konar handavinnu s.s. að búa til eyrnalokka úr steinum sem ég finn í fjörunni. Ég er skríðandi þar á fjórum fótum til að finna sem sér- stæðasta steina. Nú svo rækta ég gul- rætur og bý til úr þeim gulrótarmarm- elaði sem ég sel vinum og kunningj- um. Sú framleiðsla er enn á tilrauna- stigi og það eru ýmis ljón á veginum sem ég hef enn ekki ráðist á. Hvaöa Ijón eru þaö? Hingað til hef ég framleitt marmelað- ið inni í eldhúsi hjá mér og notað mína eldavél, minn pott og mínar gulrætur. Ég hef ekki sett nein rot- varnarefni í það því ég vil að fólk fái það sem ferskast og hollast. En ef ég ætla að gera marmelaðið að söluvöru þá má ég ekki framleiða það heima í eldhúsi og ég verð að setja rotvörn í það. Ef ég ætla að fara á fulit í þessa framleiðslu þá koma ýmsar reglu- gerðir og margvísleg leyfi, söluskatt- ur og eitt og annað til sögunnar sem gerir það að verkum að maður hugsar sig um tvisvar. Ég er því eiginlega í dá- lítilli biðstöðu með þetta eins og er og veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það verður svo mikið í kringum fram- leiðsluna að maður veltir því óneitan- lega fyrir sér hvort það taki þvx' að leggja það allt á sig. Hefur þú haft sœmilegar tekjur af þessum aukabúgreinum þín- um? Nei þetta eru engar tekjur sem hægt er að lifa af en þetta er ágætt hvað með Ljósmynd: Laura Valentlno „Mjög margt fólk til sveita er með fram- leiöslukvóta sem framfleytir því ekki og þá þarf aö huga aö því hvernig hœgt er aö fylla upp í skaröiö. Mín skoðun er sú aö viö œttum aö leggja áherslu á margt smátt og heimaöfiun.11 öðru. En viltu vita hvernig ég sé fram- tíðina fyrir mér í sveit? Ég held við verðum að halda áfram að hafa ákveðnar kjarnagreinar sem við get- um lifað af og þá á ég fyrst og fremst við mjólkur- og kjötframleiðslu. Við gerðum okkur vonir um að loðdýra- ræktin gæti orðið ein af þessum kjarnagreinum en þær vonir virðast ætla að bregðast. Ekki vegna þess að bændur hafi ekki náð tökum á rækt- uninni heldur vegna mikils fjár- magnskostnaðar, verðfalls á skinnum vegna offramleiðslu og rangrar geng- isskráningar. Margir eru hættir í loð- dýraræktinni vegna þessa og margir munu hætta í haust ef stjórnvöld grípa ekki inn í. Það er þó alls ekki víst að það sé úti um þennan búskap en það ræðst af því hvernig haldið er á spilunum. Mjólkurframleiðendur eru búnir að ná jafnvægi í framleiðsl- unni og það koma góðar vörur frá þeim. Það er hins vegar ekki komið sama jafnvægi í framleiðsluna á lambakjöti en þar eru það ekki síst markaðsmálin sem þarf að taka föst- um tökum. Svínabú eru gjarnan rekin í næsta nágrenni við þéttbýli en þau ættu í raun að vera á landsbyggðinni. Allar þessar búgreinar eiga að vera stólpar í landbúnaði en svo j'xarf að finna ákveðnar atvinnugreinar til stuðnings þessum stólpum. Mjög margt fólk til sveita er með fram- leiðslukvóta sem framfleytir því ekki og þá þarf að huga að því hvernig hægt er að fylla upp í skarðið. Mín skoðun er sú að við ættum að leggja áherslu á margt smátt og heimaöflun. Heimaöflun? Hvaö áttu viö meö því? Jú, þá á ég við að við reynum að nýta 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.