Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 25

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 25
HÉÐAN OG I» \l> \\ I lok júní kom út 8. tölublað frétta- bréfsins ,,Brjótum múrana " sem er gefið út af hóp á vegum nor- rænu ráðherranefndarinnar. Hóp- urinn, sem gengur undir nafninu Bryt verkefnið, er samnorrænn og vinnur að því verkefni að þróa og prófa aðferðir til að breyta kyn- skiptingunni á vinnumarkaðnum. Verkefnið er bundið ákveðnum svæðum á hverju Norðurlandanna og á íslandi varð Akureyrarbær fyrir valinu. Verkefnisfreyja hér á landi er Valgerður H. Bjarnadóttir. í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa. Þar er m.a. sagt frá bókinni ,,Kön sorterer", eða Kynferði að- greinir, sem er nýútkomin í skandinavískri útgáfu. í bókinni er að finna safn greina eftir 12 nor- rænar fræðikonur þar sem þær sýna fram á að á vinnustöðunum er kynferði starfsfólks notað til að flokka fólk í mismunandi störf. Afleiðingin er oft sú að konurnar sitja eftir í einhæfustu störfunum og hafa lægri laun og minni mögu- leika til stöðuhækkana en karlarn- ir. Þá er sagt frá könnun sem Fé- lagsvísindastofnunin í Danmörku hefur unnið um aðstæður þeirra kvenna sem útskrifuðust úr hefð- bundnum karlagreinum á árununt 1975—1985. Könnunin leiðir í ljós að aðeins 40% af konunum unnu í þeim greinum sem þær voru menntaðar til. Mest brotfall kvenna virðist vera úr greinum tengdum málm- og byggingariðn- aði en minnst úr prentiðninni. í lokaskýrslu Bryt verkefnisins verður gerð grein fyrir ástæðum þess að svo erfitt er fyrir konur að komast í karlagreinar og hvað hafi tekið við hjá þeim sem hafa yfir- gefið þessi störf. Jákvæð mismunun og kynskipt kennsla fær sitt rúm í fréttabréfinu og er m.a. sagt frá tveimur tilraun- urn á því sviði sem benda ótvírætt til þess að námsárangur unglings- stelpna batni þegar þeim er sinnt sérstaklega og kennslan sniðin að þeirra þörfum. Ein af stelpunum skýrir hærri einkunnir á eftirfar- andi hátt: ,,Svona góðar getum við orðiðþegar strákarnir trufla ekki ketmsluna fyrir okkur." Drude Dahlerup, sem er samnor- ræn verkefnisfreyja Bryt verkefn- isins, fjallar um jákvæða mismun- un í grein í blaðinu sem hún nefnir ,,Við höfnutn jákvœðri mismun- un fyrir karla." Þar segir hún m.a.: ,,Á blönduðutn vinnustöðum er sú hefð ríkjandi að karlar fá bestu störfin, þau störfsem gefa mestan sveigjanleika, þau störf sem gefa góðan bónus og þau störf sem hafa í för með sér möguleika á stöðuhœkkunum. Þetta er jáikvœð tnistnunun fyrir karla. Er ríkjandi þegjandi satti- komulag milli atvinnurekenda, karla á vinnustöðunum og stétt- arfélaga utn það að karlar eigi að sitja að bestu störfunum? Við neyðumst til að sþyrja þessarar sþurningar uþþhátt nú.“ Síðar í greininni segir hún: ,,Sutnar af þeim ungu stelþum sem tengjast Bryt verkefninu (stelþur í hefð- bundnum karlagreinum) hafna jákvœðri mismunun. Þær vilja ekki líta á sig sem vandatnála- hóp. Þœr vilja að fagleg þekking þeirra verði viðurkennd. Og það skiljutn við og virðum. Vanda- tnálið er að strákarnir njóta oft raunverulega jákvæðrar tnis- tnununar enn þann dag í dag: Þeireru ímeirihluta ískólanutn, víða er skólinn mótaður af hugs- unarhætti karla, kennaramir hafa mesta reynslu í að kenna strákum og kennsla er mjög sennilega sniðin að reynslu og hugsunarhœtti stráka. Um leið hafa atvinnurekendur tilhneig- ittgu til þess að vilja fremur fá karltnenn í karlastörf og blönd- uð störf og skiþulaginu á vinnu- stöðum erþannig háttað að kon- utn veitist erfitt að samrœma starfið móðurhlutverki sínu. Allt þetta er jákvæð mismunun — fyrir karla. / Ijósi þessa eru Bryt verkefnin unnin.“ Að lokum er rétt að geta þess að Bryt verkefnið er nú á lokastigi. Síðasta fréttabréf þess kemur út í haust í stækkaðri mynd og fjallar um árangur þeirra verkefna sem Bryt hefur unnið að undanfarin fjögur ár. Á þessu ári mun Bryt ennfremur gefa út kynningarrit og fleiri skýrslur og í nóvember verð- ur lokaráðstefna í Reykjavík. Áskrift að fréttabréfinu er ókeypis og fæst hjá verkefnisfreyjum. Á ís- landi er það, eins og fyrr segir, Val- gerður H. Bjarnadóttir og hún hefur bækistöð að Kaupangi við Mýrarveg á Akureyri og síminn er 96-76845. -isg. Vera var í Kiel Blaðakonu Veru veittist í vor sá heiður að vera boðin til Kielar, sem er höfuðborg Schleswig-Holstein í Þýskalandi. Þar er árlega haldin mikil siglingakeppni og skipasýn- ing en samfara því gengst borgar- stjórn Kielar og ýmsir aðilar aðrir fyrir listahátíð, skemmtanahaldi, ráðstefnum, alþjóðlegri vöru- kynningu og alls konar uppákom- um þá viku sem keppnin er hald- in. Er þá mikið um dýrðir í þessar notalegu hafnarborg við Norður- sjóinn og full ástæða til að mæla með Kielar-hátíð fyrir ferðalanga, og þá sjálfsagt ekki síst fyrir áhugafólk um skip og siglingar. Og barnafólk. Börnin verða nefni- lega ekki útundan í skemmtuninni og það sem meira er, þau geta skemmt sér ókeypis og gert það á þann virka hátt sem alltaf er verið að mæla með! Til þessarar hátíðar er jafnan boð- ið ýmsu mektarfólki, m.a. stjórn- málamönnum frá þeim löndum sem liggja að Norðursjó og fljóta Islendingar þá með sem hluti Norðurlandanna. Sú hefð hefur skapast að bjóða héðan fulltrúum fjögurra þingflokka og einni fjöl- miðlamanneskju. Að þessu sinni fóru fulltrúar Borgarflokks, Fram- sóknarflokks, Kvennalista (Þór- hildur fór) og Sjálfstæðisflokks. Að sögn Þórhildar nutu þau höfð- inglegrar gestrisni Kielarborgar og skemmtu sér hið besta. Fjöl- miðlaveran var svo undirrituð. Margt mætti segja af því sem fyrir augun bar, en ég læt nægja að birta í Veru viðtal við kvennamálaráð- herrann í Schleswig-Holstein, Giselu Böhrk og er það að finna annars staðar í blaðinu, Það var annars reynsla út af fyrir sig að heyra og sjá, bæði í umræð- um við alls konar fólk og svo í fjöl- miðlum þar ytra, hversu sjálfsagt það þykir orðið að hlut kvenna verði að rétta með tilstilli kvenna sjálfra og hversu almennt það er viðurkennt, að konur glími við vanda ófrelsis, sem ekki verður leystur á hefðbundinn hátt — en sem þarf að leysa. Lítið dæmi um þetta er kvenna-taxinn í Kiel. Konur, sem þurfa að komast leiðar sinnar að nóttu til — hvort sem þær eru að koma úr vinnunni eða af skemmtistað, geta hringt í hvaða leigubílastöð sem er og pantað sérstakan kvennabíl. Ferð- in er ríflega niðurgreidd af borgar- yfirvöldum. Þetta er gert til þess að forða konum frá því að vera einar á gangi í myrkri eða frá því að þurfa að bíða einar eftir strætó og yfirhöfuð frá því ófrelsi sem konur búa við utan húss. Borgar- stjórn Kielar samþykkti niður- greidda leigubíla til handa konum (reyndar geta aldraðir líka nýtt sér þessa þjónustu því þeim er ekki síður hætta búin en konum í því sem stundum er kallað „skjól myrkursins“, eftir að tvær stúlkur höfðu orðið fyrir árásum nauðg- ara og morðingja að nóttu til í borginni. Hugmyndir eru uppi um að koma þessu fyrirkomulagi á víðar í Vestur-Þýskalandi. Læt ég þá lokið Kielar-sögu. MS 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.