Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 28

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 28
HEÐAN OG ÞAÐA\ FORUM FOR KVINDE- FORSKNING Þrúöur G. Öskarsdótt- ir og Halldóra G. Ólafsdóttir. Ljósmynd: Laura Valentino SAUM- NÁLIN Þær Þrúður G. Óskarsdóttir og Halldóra G. Ólafsdóttir stofnuðu fyrirtækið ,,Saumnálin“ fyrir um það bil þremur árum. Þærbyrjuðu á Vesturgötunni en eru nú á Grett- isgötunni. Þær vinna að alls konar breyting- um og viðgerðum á fatnaði. Þrúð- ur segir að stofnun fyrirtækisins hafi eiginlega komið af sjálfu sér. „Þetta kunnum við og höfðum unnið við og þegar við misstum vinnuna þýddi ekkert að leggja hendur í skaut. Þess vegna stofn- uðum við þetta fyrirtæki.“ Halldóra og Þrúður láta vel af viðskiptunum. „Þegarviðopnuð- um fyrst á Vesturgötunni var enga slíka þjónustu að hafa í bænum og allt fylltist hjá okkur. Síðan hefur verið nóg að gera hjá okkur og stundum höfum við ekki haft undan. Við höfum stundum ekki haft undan og jafnvel orðið að loka þegar mest er að gera og bið- tíminn kannski kominn upp í þrjár vikur. En við viljum ekki bæta við okkur fólki, það stóð aldrei til að þetta yrði stórt fyrir- tæki, við ætluðum bara að skapa okkur sjálfum atvinnu. Það er svo mikið í kring um það að ráða, þótt ekki sé nema eina manneskju í vinnu. Og þegar við hrökkvum upp af lýkur sögu fyrirtækisins væntanlega. Það er alltaf þörf á svona þjón- ustu. Fólk kaupir eitthvað úr búð sem er of sítt eða stutt, ermarnar of langar og þar fram eftir götun- um, og þá er komið til okkar með breytingarnar. Viðskiptavinirnir eru konur og karlar í nokkurn veg- inn jöfnum hlutföllum. Stundum er um dýrar flíkur að ræða, til 28 dæmis leður, og bagalegt er það passar ekki. Annars er það áberandi að fólk er farið að hugsa meira um að laga fötin sfn og breyta þeim en áður.“ Eru það kannski kreppuein- kenni eða er fólk bara að verða meðvitaðra um að nýta fötin. „Ætli það sé ekki frekar að fólk sé meðvitað um það, ef það er með góða flík í höndunum og vilji eiga hana sem lengst. Föt eru orðin mjög dýr. Hins vegar er mjög erfitt að fá almennileg föt. Tískuföt eru alveg hræðilega óvönduð í einu orði sagt.“ Um það eru þær sammála. „Ég var að lesa það í Neytenda- blaðinu," segir Þrúður ,,að flest föt væru nú orðið úr mjög óvönd- uðum efnum.“ Þær þekkja af eigin raun allt of mörg dæmi um slíkt. , ,Verst er það með leðurfatnað- inn,“ segir Halldóra. Hún hefur talsverða þekkingu á leðurfötum, hefur unnið við leðursaum og við- gerðir um margra ára skeið og þær Þrúður unnu einmitt við skinna- saum hjá Sláturfélaginu áður en þær stofnuðu eigið fyrirtæki. „Það eru til ágætis leðurvörur hér á landi, en þá eru þær skelfilega dýrar. En mikið af því sem hingað er flutt inn er handónýtt rusl, saumaskapurinn fyrir neðan allar hellur og það er hart þegar ný- keypt flík hreinlega liðast í sundur á eigandanum. Fúi er ótrúlega al- gengur í leðurfatnaði sem seldur er hér og víðar í Evrópu. Oft er verkuninni ábótavant allt frá sútun skinnsins, og þess vegna er lítið við því að gera þegar fötin eyðileggjast við minnstu notkun. Við slíku er alls ekki alltaf hægt að gera.“ Kemur það fyrir að þær verði að neita að gera við föt af því þau séu svo léleg? „Við verðum stundum að benda á ef flík ber ekki viðgerðarkostn- aðinn, það er alveg jafn dýrt að laga fóður í lélegum eða ónýtum jakka en nýjum og heilum. En oft er erfitt að sannfæra fólk, það trú- ir því hreinlega ekki að uppáhalds jakkinn eða frakkinn sé ónýtur." Er fólk kannski ótrúlega tilfinn- ingasamt gagnvart fötunum sín- um? ,Já, það vill bregða við, en stundum verðum við nú að grípa í taumana ef flíkin er orðin svo lé- leg að hún þolir ekki einu sinni viðgerðina.“ Oft er mikið að gera í „Saum- nálinni" og unnið til skiptis á margar vélar, en finnst þeim Hall- dóru og Þrúði gaman að sauma? „Ég er nú sveitabarn, en frá því ég fluttist til Reykjavíkur tvítug hef ég saumað og mér finnst það gam- an,“ segir Halldóra. Þrúður segist sauma minna en Halldóra og sinna afgreiðslunni með, en hún er sam- mála um að saumaskapur sé skemmtilegur. Fyrirsögnin hér að ofan er heiti á dönsku tímariti sem kemur út fjórum sinnum á ári. Markmiðið með útgáfunni er að miðla kvenna- og kynjarannsóknum ýmist með greinum eða með því að segja frá nýútkomnum bókum. Útgefandinn eru samtök sem kalla sig KVINDFO en þau eru n.k. landsmiðstöð þar sem hægt er að fá allar mögulegar og ómögulegar upplýsingar um kvennarannsókn- ir auk þess sem þau reka sérstakt bókasafn með bókmenntum sem tengjast slíkum rannsóknum. KVINDFO lánar út bækur og tíma- rit en einnig lokaritgerðir há- skólanema og annað efni sem ekki hefur birst opinberlega. KVIND- FO heldur efnisflokkaða skrá, sem inniheldur yfir 1000 efnisatriði, sem auðveldar mjög alla leit að bókmenntum sem tengjast kvenna- og kynjarannsóknum og hjá KVINDFO er til liúsa Ljós- myndasafn danskra kvenna sem inniheldur myndir sem teknar hafa verið af konum á síðustu 150 árum. Er þá aðeins fátt eitt nefnt af því sem þessi merka miðstöð tekur sér fyrir hendur. FORUM FOR KVINDEFORSKN- ING — eða Vettvangur kvenna- rannsókna eins og tímaritið myndi kallast á íslensku — hefur nú komið út í níu ár en með fyrsta tölublaði þessa árs var gerð á því breyting sem varðar bæði útlit og innihald. Er tímaritið nú sérlega læsilegt og svo fallegt að það er unun að hafa það fyrir augunum og lesa það. Þó tímaritið kenni sig við kvennarannsóknir þá er óþarfi að láta það hræða sig frá lestri þess. Greinarhöfundar umgangast rannsóknarhugtakið af hæfilegri léttúð og tímaritið virðist fyrst og fremst til þess ætlað að koma á framfæri þeim hugmyndum og vangaveltum sem eru hvati rann- sókna en ekki rannsóknunum sjálfum. Torskilin hugtök og flóknar fræðilegar skilgreiningar eru víðs fjarri þessum greinum enda virðist læsileikinn sitja í fyr- irrúmi. Ef konurgeta lesið dönsku sér til einhvers gagns ættu þær ekki að eiga í erfiðleikum með

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.