Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 22

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 22
sameina. Það var of erfitt fyrir okkur, sambandið þoldi ekki þetta mikla álag. Sú goðsögn að erfiðleikar sam- eini fólk er lygi. Erfiðleikar sundra fólki. Það var talin blóðeitrun sem varð Guðjóni mínum að bana. Ég var með hann hjá vinkonu minni og við vor- um að þrífa. Hann hafði náð í gard- ínustöng og rak hana upp í sig og fór að skæla. Um nóttina fékk hann hita og var orðinn bláflekkóttur um morguninn. Þá var of seint að bjarga honum og hann var dáinn klukkan þrjú daginn eftir. Það er ofboðslega erfitt að missa ungt barn sem hefur verið svona stutt hjá manni. Ég hafði verið svo hug- fangin af að horfa á þetta lífsundur, þetta nýja líf. Eftir að hann dó gekk ég með vettlingana hans í kápuvasanum í tvö ár, eða þar til ég eignaðist annað barn. Mér hefur alltaf fundist lítil börn svo indæl og finnst alltaf allt í lagi að verða ólétt. Þá fæddist Ingvi og síðan kom Dagur eftir að við Ingi- mar skildum. Ég festi ekki rætur í Reykjavík. Mamma og pabbi tóku eldri strákinn og ólu upp að mestu, en ég fór á flakk með Dag. Hann var skemmtilegur strákur. Á þessum árum var best fyrir einstæðar mæður að vera í vist, því þá fékk maður húsnæði og fæði. Um tíma vorum við Dagur heima í Reykhólasveit þar sem ég var ráðs- kona í litlu mötuneyti. Þá hitti ég seinni manninn minn, Hilmat* Al- bertsson. Hann vann á þungavinnu- vélum og var alltaf skítugur. Ég hélt hann færi ekki í bað nema á Þorláks- messu! Það voru engir kækrleikar með okkur þarna, við vorum bæði frek og höfðum gaman af að stríða hvort öðru, en seinna varð ég verbúð- arkokkur á Grundarfirði og hitti hann aftur. Þá urðum við góðir vinir. Nú sá ég að þetta var myndarlegur strákur þegar hann var hættur á þung- vinnuvélunum og búinn að skola af sér. Þetta var um 1968 og músík blómabarnanna vinsæl, — „If you’re going to San Fransisco“ var til dæmis vinsælt lag hjá okkur. Ég átti að sjá um að halda uppi reglu í verbúðinni og fleygja óvið- komandi gestum út, en stóð stundum illa að vígi því ég var sjálf með gest. Einu sinni fannst mér ástæða til að hringja á lögguna til að henda út úr verbúðinni, en fékk það svar á stöð- inni að þeir myndu koma þegar myndin væri búin í sjónvarpinu, og það stóðst! Ég varð fljótlega ólétt, en Hilmar var á Grænlandsmiðum allt sumarið og við sáumst ekki fyrr en um haust- ið. Þá fórum við að búa í Reykjavík og ég eignaðist Albert og ári seinna Hjört. Þessi ár mín í Reykjavík tók ég þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 22 og er hreykin af því. Hópstarfið var virkilega skemmtilegt og þroskandi og maður taldi það ekki eftir sér að fara, grútsyfjaður eftir að vera búinn að svæfa krakkana, vestur í bæ f kjall- arann til Helgu Sigurjóns og leggja á ráðin. Ég vann við skúringar á Landakoti og hafði gaman af að hneyksla liðið með því að mæta í rauðum sokkabux- um í vinnuna, einhvern tíma þegar ég var að koma úr kröfugöngu. f annað skiptið kom ég beint úr vinnunni á baráttufund 1. desember og hlamm- aði mér á fremsta bekk. Seinna sá ég í sjónvarpinu að þar sat ég innan um tóma ráðherra. Þetta var sá frægi fundur þegar Böðvar frumflutti lagið ,,Á íslandi þurfa menn aldrei að kvíða“, við mikil fagnaðarlæti. Þá var vinstri stjórn við völd og bjartsýni í lofti. Starfið í Rauðsokkahreyfingunni vakti mig. Við fundum viðhorfsbreyt- inguna í þjóðfélaginu og fylltumst baráttuanda. Við trúðum að við gæt- um breytt einhverju, værum ekki skyldugar að hafa hlutina eins og þeir voru á steinöld. En þetta tókst ekki nóg og enn er mikið eftir. Seinna komu nýjar konur inn í hreyfinguna og fjarlægðust stefnumálin. Þær vildu öllum hjálpa og höfðu lítið afgangs fyrir kvennabaráttuna. Sú barátta tek- ur aldrei enda, fremur en baráttan fyrir sjálfstæði þjóða. Maður verður alltaf að vera á verði. Arið 1973 fluttum við til ísafjarðar, eða á sveitabæ þar í firðinum sem heitir Kirkjuból. Þar bjuggum við í fjögur ár og áttum gott tímabil. Mér hefur alltaf fundist tilheyra sveitalíf- inu að eignast börn, því ég kemst í svo náin tengsl við landið og náttúruna. Meðan við bjuggum á Kirkjubóli fæddist Ásdís Lilja og Sigmar Kári. Ég hef alltaf átt ,,pör af krökkum" og tekið pásur á milli. Ég tók gagnfræðapróf utanskóla meðan ég var á ísafirði. Ég var svekkt yfir því að mig vantaði eina kommu upp á að ná 6,0 í aðaleinkunn, fékk 5,9 og gat því ekki haldið áfram, eins og mig langaði innst inni. Ég hef aldrei getað reiknað og stærðfræði- einkunnin dró mig niður. Mér leið vel á Kirkjubóli og varð vör við huldufólk og alls kyns vætti þar. Við bæinn var gamall kirkjugarð- ur og ég hafði fyrir sið að fara með kertaljós þangað á aðfangadags- kvöld. Seinna var þessi jörð eyðilögð undir malarnám, þar á meðal kirkju- garðurinn og að síðustu var bærinn brenndur. Þegar kirkjan brann á fsa- firði datt mér strax í hug að það væri hefnd fyrir það hvernig farið var með þessa gömlu kirkjujörð. Við sáum eftir því að hafa farið frá ísafirði og höfum ekki verið lengi á Fermd í Reykjavík Herberglsfélagar aö hverjum stað eftir að við fluttum það- sauma, an. Lögðumst í flakk, keyptum sums staðar íbúðir og fórum stundum á hausinn. Ég átti gott og gefandi tímabil í Vestmannaeyjum. Þar var lifandi fólk og verkalýðshreyfingin tiltölulega sterk. Meðan ég bjó f Eyjum voru Menningardagarnir haldnir þar, sum- arið 1979. Þar náðist gott samstarf milli verkakvenna og menntakvenna sem því miður er of lítið urn. MFA sá um skipulag þessara daga í samstarfi við verkalýðsfélögin í Eyjum og var Vilborg Harðardóttir starfsmaður af hálfu MFA. Með henni komu ýmsar konur úr Reykjavík sem sáu um dag- skráratriði ásamt heimafólki. Við miðluðum þeim af okkar reynslu úr atvinnulífinu og þær gáfu okkur einn- ig mikið. Ég kynntist Dagnýju Krist- jánsdóttur þarna og hún veitti mér mikla uppörvun við yrkingarnar. Ég treysti hennar áliti og það var mér mikils virði. Ég hef ailtaf verið sískrifandi, en birti fyrst smásögur í Samtíðinni, sem var heimilisblað í fornum stfl. Þessar sögur komu út í smásagnasafni 1965. En eftir að ég fór að eignast börnin gafst alltof lítill tími til skrifta, því ég var alltaf að hugsa um sögur. Þegar ég bjó í Eyjum uppgötvaði ég hins vegar að það er ekki eins tímafrekt að skrifa

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.