Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 36

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 36
HVAÐ ER FERTUGU EVRÓPURÁÐI FÆRT í mörgu má sú mœðast, sem Kvennalistakonur gera að málpípu sinni um stundarsakir. Sumt er að vísu ekkert afspyrnu mœðisamt og reynd- ar líklegt til að minnka móöuna á sálarskjánum. Eitt af því er að vera fulltrúi Kvennalistans (að vísu bara varamanneskja nr. 3) í Evrópu- ráðinu. Það hefur undirrituð veriö síðan í maí 1987, en rœkt það hlutverk slœglega. Skyldi reynt að bœta úr því í hinu svokallaða „fríi“ í jan./feb. sl. með þátttöku í miðsvetrarþinginu í Strassborg, þar sem fyrrgreint ráð er til húsa. Þetta er orðin býsna ráðsett stofnun, fertug á þessu ári. Stofndagurinn var 5. maí 1949, og er Evrópuráðið elsta stofnun sinnar tegundar í Evrópu. Aðildarríkin eru 22, Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Hollan, írland, ísland, Ítalía, Kýpur, Liechten- stein, Luxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, San Marínó, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tyrkland og Þýskaland. Og á fertugsafmælinu bætist Finn- land væntanlega í hópinn við mikinn fögnuð þeirra sem fyrir eru. Starfsemi ráðsins er tvískipt, þar sem er ann- ars vegar svokölluð ráðherranefnd, skipuð ut- anríkisráðherrum allra aðildarríkjanna, og hins vegar þingmannaráðið, en í því eiga 172 þing- menn sæti og jafnmargir varamenn. Fjöldi full- trúa hvers lands fer eftir þjóðarstærð, t.d. eiga Bretar, Frakkar, ítalir og Þjóðverjar 18 fulltrúa hver en Liechtenstein og San Marínó 2 fulltrúa hvor þjóð. íslendingar eiga 3 sæti, eins og fyrr er sagt. Markmið ráðsins er að vernda og efla mann- réttindi og lýðræði og samhæfa stefnu aðildar- ríkjannaáýmsumsviðum, t.d. íheilbrigðismál- um, mennta- og menningarmálum, umhverfis- málum og dómsmálum. Hernaðarmál eru hins vegar ekki til umræðu á þessum vettvangi. Evrópuráðið heldur þingfundi í heimahöfn sinni í Strassborg í Frakklandi 5 daga í senn þrisvar á ári, vor, haust og miðsvetrar. Auk þess er nokkurra daga fundur einu sinni á ári að sumri til skiptis í ýmsum borgum aðildarrikj- anna. Þess á milli hittst svo nefndir hér og þar, einkum þó í Frakklandi eða Sviss, og vinna að ýmsum málum eftir þörfum. Margt er það gott og gagnmerkt, sem fjallað er um og samþykkt á þingum ráðsins og í nefndum, en leiðin til framkvæmdanna virðist torsótt. Ferill mála er yfirleitt sá, að einhver 36 tekur eitthvað upp í sinni nefnd, og ef nægur áhugi og vilji fæst innan nefndarinnar, er ein- hverjum, venjulega upphafsmanni, falin for- ysta um áframhaldandi athugun. Slík athugun getur tekið langan tíma og felur í sér upplýs- ingaöflun með ýmsu móti, jafnvel vettvangs- könnun, ef svo ber undir. Þegar nefndin telur athugun lokið er greinargerð lögð fyrir Evrópuráðsþing til umfjöllunar. Eru þetta iðu- lega þykkar og miklar greinargerðir, en fremst eru rökstudd tilmæli til ráðherranefndarinnar um aðgerðir. Umræður á þinginu eru misjafn- lega frjóar eins og gengur, en geta vissulega orðið líflegar. Loks eru greidd atkvæði um mál- ið, sem yfirleitt er samþykkt. Ráðherranefndin, hinn beini tengiliður við framkvæmdavaldið í aðildarríkjunum, heldur fundi tvisvar á ári, en sendiherrar ríkjanna, venjulega þeir sem hafa aðsetur í París, hittast þess á milli og eiga að sjá um upplýsingastreymi og tengsl milli aðila. Lítið get ég sagt um gagn- semi þeirrar starfsemi og hvort þau mál sem Evrópuráðið hefur fjallað um á þingum sínum hljóta yfirleitt verðuga afgreiðslu ráðherra- nefndarinnar. Vonandi hefur þó allt þetta ein- hver áhrif, enda mörg málanna þess virði, en vissulega mismunandi mikils virði eftir aðstæð- um hverrar þjóðar. Sem dæmi má nefna mál, sem til umfjöllunar voru á miðsvetrarþinginu 30. jan.—3- feb. sl. Þar var t.d. fjallað um aðild Finna að Evrópu- ráðinu, en slíkar umsóknir renna hreint ekki fyrirhafnarlaust í gegn. Sérstök nefnd skilaði greinargerð um málið, byggðri á heimsóknum, viðtölum og athugunum á því hvernig Finnar virtu lýðræði og mannréttindi á heimaslóðum og í samfélagi þjóðanna. Allt taldist það nú harla gott, og virðist nú fátt því til fyrirstöðu að Finnar bætist í Evrópuráðið í vor, en þeir eiga reyndar sjálfir eftir að taka lokaákvörðun eftir þinglega umfjöllun. Til fróðleiks má svo geta þess, að bæði Grikkir og Tyrkir máttu sæta því að vera vísað úr Evrópuráðinu, meðan herfor- ingjar réðu þar ríkjum. En enginn vafi er á því, að vera í Evrópuráðinu er þeim þjóðum styrkur og aðhald, sem búa við brothætt lýðræði. Þá má nefna umfjöllun um réttindi þeirra sem ekki reykja, um vísindarannsóknir á mann- legum fóstrum, um landbúnað í Evrópuríkjum, um aðbúnað íranskra og írakskra flóttamanna í Tyrklandi, um menntun og uppeldi flótta- mannabarna í Evrópuríkjunum, um samskipti Austur- og Vestur-Evrópuþjóða í sjónvarpsmál- um og um öryggi í flugi með tilvxsun í Locker- byslysið. Loks má nefna umræðu um áskorun til ráðherranefndarinnar um að fullgera samþykkt um útvarpssendingar á milli landa. Um efni þeirrar samþykktar er hins vegar harla lítið vit- að, og fannst ýmsum það að vonum ankanna- legt að vera að reka á eftir verkefni, sem nánast ekkert er enn vitað um, hvað felur í sér. Að mínu mati er starfsemi Evrópuráðsins bæði merkileg og gagnleg og mætti njóta meiri athygli og þá jafnframt hafa meiri áhrif. Nú eru reyndar uppi nokkrir tilburðir til endurskoð- unar á starfsemi og virkni Evrópuráðsins í til- efni fertugsafmælisins svo sem við hæfi er. Von- andi verður niðurstaðan sú, að sitthvað sé fer- tugum fært. Eins og í margs konar öðru fjölþjóðasam- starfi erum við fslendingar þarna fremur mátt- litlir. Flestar aðildarþjóðirnar sinna þessu af miklu meiri krafti og hafa sérstakt starfslið með sér og jafnvel alltaf á staðnum. Helsta leiðin til áhrifa er með virkri þátttöku í störfum nefnda, en því hafa íslensku fulltrúarnir yfirleitt sinnt mjög lítið, enda útheimtir það mikla vinnu, ferðalög og fjárútlát. Að öllu samanlögðu tel ég þó þátttöku okkar í þessu starfi vel þess virði, en áreiðanlega mætti nýta hana betur en gert er. Kristín Halldórsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.