Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 12

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 12
r þeim öllum frágengnum þá fannst mér liggja beint við að hefja búskap á jörðinni. Ég byrjaði reyndar í nor- rænu að loknu stúdentsprófi og var þar í tæpa tvo vetur en þá bara gifti ég mig og fór að búa. Ég varð líka fyrir vonbrigðum með námið, mér fannst það svolítið kerfislegt og dautt. Það má eiginlega segja að það hafi gert út- slagið þegar ég átti að skrifa heillanga ritgerð um fornafnið „nokkur“. Heldur þú aö staða kvenna til sveita sé erfiöari en þeirra kvenna sem búa txJ. í Reykjavík? Ég er ekki viss um það. Ég held að það sé að mörgu leyti hægara að vera kona í sveit. Það eru oft á tíðum gerðar al- veg tvöfaldar kröfur til ykkar sem bú- ið í borg og þið eigið að vinna algjör- lega tvöfaldan vinnudag. Náttúrulega gerum við það stundum t.d. um slátt, í sauðburði eða smalamennsku en það er meira á þann veg að við tökum ákveðna toppa. Á hinn bóginn má segja að það vanti töluvert á það að bændakonur búi við sambærileg þæg- indi og konur í þéttbýlinu. Það eru t.d. bara þrjú ár síðan við fengum sjálfvirkan síma og rafmagn frá sam- veitu fengum við ekki fyrr en 1969. Fyrir þann tíma urðum við að notast við díselmótor. Jú, en hún er orðin miklu lausari en hún var. Þegar ég var ung þótti það al- gert hneyksli að faðir minn fór til mjalta. Það þótti ekki karlmanns- verk. Það eru miklu minni fordómar gagnvart verkunum en áður og ég held að ákveðin skipting í kvenna- og karlaverk sé á miklu undanhaldi. Þú varst ung og menntuö þegar þú fórst aö búa en hvaöa mögu- leika sérö þú fyrir ungt og mennt- aö fólk í dag aö hasla sér völl í sveitunum? Ég veit það ekki. Möguleikarnir voru nú ekki svo óskaplega miklir þegar ég var að hefja búskap. Auðvitað var það 12 ákveðin rómantík og tryggð við átt- hagana sem réði því að maður fór út í sveitabúskap, en fólk var bjartsýnna þá. Það er svo óskapleg svartsýni í þjóðfélaginu núna. Fólk er hálf ráða- laust og bændur eru orðnir áttavilltir og vita ekki hvað þeir eiga að gera. Eina ráðið held ég sé að hver og einn finni hvað hann getur og það er mitt álit að bændur eigi að vera tortryggn- ir á ráð að ofan. Það þýðir ekkert fyrir okkur bændur að láta aðra finna úr- ræði fyrir okkur eins og dæmin um refaræktina sanna. Það má hvorki miðstýra atvinnuuppbyggingu eða félagslegri þjónustu í sveitunum frá Reykjavík. Það eru alltof mörg dæmi um að hlutirnir séu skipulagðir blind- andi á skrifborði í Reykjavík án þess að þeir sem það gera þekki nokkuð til félagslegra aðstæðna í sveitum. Það þarf skilyrðislaust að koma til aukin sjálfsstjórn héraðanna. En það er bara verst að þegar það eru sköpuð ný at- vinnutækifæri í sveit, þá er venjulega miðað við karlana þó það liggi oft betur við að konurnar sæki vinnu ut- an heimilis. Finnst þér konurnar settar hjó í atvinnuuppbyggingunni? Já og þetta á ekki bara við hér á landi. Ég held að þetta sé svona alls staðar. Ég var t.d. nýlega á norrænni hús- mæðraráðstefnu í Svíþjóð þar sem at- vinnutækifæri kvenna í dreifbýli voru aðalþemað og mér fannst öllum sem þar töluðu bera saman um þetta. Ég held að það sé nauðsynlegt að ríkið veiti konum styrki til að kanna þá at- vinnumöguleika sem fyrir hendi eru. Það þarf að bjóða konum upp á nám- skeið og styrki til að koma sér af stað. Konur vantar ekki viljann til að bjarga sér en það er alltof algengt að þær fái bara klapp á kollinn þegar þær eru að reyna að koma hugmyndum sínum á framfæri. Það getur hins vegar munað búsetunni þó aukabúgreinin sé smá í sniðum. Segöu mér þó annaö: Ertu þeirr- ar skoöunar aö halda eigi öllu landinu í byggö eöa ó aö skipu- leggja byggöina ó tiltekin svœöi? Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að halda því öllu í byggð. Það er auðvit- að aldrei hægt að gera við þvf þó einn og einn bær fari í eyði en það má þó ekki vera mikið. Ef annar hver bær fer í eyði þá rýmkast um þá sem eftir eru, en á móti kemur að það verður svo óskaplegur þrældómur á þeim því bú- skapur í sveit byggist svo mikið á sam- vinnu og samhjálp og skipulagi milli bæja. Það er t.d. þegar orðið vanda- mál að fá mannskap í göngur og réttir því að fjárbúum hefur fækkað svo mikið. Annars verð ég að segja að ég er mjög stolt af því að það er bara einn bær sem komin er í eyði í þessari sveit. En er ekkl hugsanlegt aö verka- Ljósmynd: skipting kynjanna sé enn tastari Laura Valon,ino til sveita en í þéttbýli? W i \ En vœri ekkí nœr aö skipuleggja þetta meö einhverjum hœtti þannig aö fólk þyrfti ekki aö hrökklast fró búskap án þess aö fá nokkuö fyrir hús sín og eigur? En það er nákvæmlega það sem hefur verið að gerast. Það er auðvitað hræðilegt ef maður verður að hrökkl- ast frá sinni aleigu án þess að fá nokk- uð fyrir hana. Maður er víst ekki eins og brekkusnigillinn sem flytur húsið á bakinu. En ef við bændur hrökkl- umst frá búskap í stórum stfl, hvert eigum við þá að fara — það er líka vandamál. Það er sagt að þrjár fjöl- skyldur, auk fjölskyldu bóndans, lifi beint eða óbeint á því sem framleitt er á einni bújörð. Ef margir bændur hætta búskap þá fækkar líka atvinnu- tækifærunum í þeim bæjum sem byggja á þjónustu við landbúnað. Ein- mitt þess vegna fannst mér það mjög sérkenndegt hvað mjólkurkaup dróg- ust mikið saman í mjólkurverkfallinu í bæjum eins og Borgarnesi og Akur- eyri sem eiga svo mikið undir land- búnaðinum. Þetta sýnir manni að það er óskaplega stór hluti þjóðarinnar sem hefur ekki hugmynd um á hverju íslendingar lifa. Það er eins og það sé höfuðsynd að framleiða nokkurn skapaðan hlut hér á landi — og ég tala nú ekki um mat. Veröur þú vör viö hatur á bœnd- um?

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.