Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 13

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 13
Mér finnst ég ekki verða mikið vör við það persónulega en mér finnst það sýna sig í aðgerðum eins og mjólkurverkfallinu. Það var nánast eins og fólk lýsti stuðningi sínum við bensínhækkunina, sem var miklu meiri en hækkunin á mjólkinni, af því það elskar bílana sína en kannski ekki bændur. En það er kannski ekkert skrítið því það er alveg gffurlegur áróður í fjölmiðlum gegn bændastétt- inni. Þeir eru búnir að búa til grýlu úr bændum sem eru líklega ein friðsam- asta stéttin í landinu. Það má ekki á milli sjá hvort það er Sjónvarpið, Morgunblaðið eða DV sem lemur mest á bændum. Þessi áróður er nátt- úrlega runninn undan rifjum væntan- legra innflytjenda landbúnaðaraf- urða. Það gleymist bara í þessu öllu saman að það lifir enginn á innkaup- um, einhvers staðar verður að taka gjaldeyri til að kaupa vöruna. Hag- sýnar húsmæður ættu t.d. að skilja að það er ekki leiðin til að ná endum saman að kaupa sem mest. Eg sé held- ur enga ástæðu til að við búurn hér á landi ef við ætlum ekki að lifa á því sem landið gefur af sér. Þá getum við eins farið eitthvað annað. Þú hefur ekki trú á því aö inn- flutningur á landbúnaöarafurö- um skili sér í lœgra vöruveröi? Nei. Það er vísvitandi blekking að halda því fram að innflutningur verði miklu ódýrari en innlend framleiðsla. Kannski í fyrstu en ekki þegar fram líða stundir og við eigum ekki ann- arra kosta völ en að kaupa vöruna. Þaö er engu aö síöur Ijóst aö landbúnaöarvörur eru mjög dýr- ar og eölilegt aö neytendur gerir kröfur um laegra vöruverö. Já þær eru dýrar en það stafar m.a. af því að allar rekstrarvörur til landbún- aðarins eru svo dýrar. Þær eru skatt- aðar eins og lúksusvörur. Hugsaðu þér t.d. að heybindivél, sem er ekki annað en mótorlaus kerra, kostar eins og montjeppi og traktor kostar á aðra milljón. Það mætti lækka tolla og að- flutningsgjöld af þessum vélum og greiða landbúnaðarafurðir niður á frumstigum í stað þess að borgar nið- urgreiðslur og útflutningsbætur þeg- ar allt er komið í vaskinn. Ef þetta væri gert er ég viss um að það yrði ekki vandi að selja vöruna. Fjölmiölarnir hafa veriö mjög duglegir vfö aö f lytja okkur frétt- ir af erfiöri stööu landbúnaöar- ins, og þar meö bœnda. Frétta- flutningurinn er þa.l. mjög nei- kvœöur og þaö fer fáum sögum af kostum þess aö búa í sveit. Þyrfti ekki aö lagfœra aöeins þessa slagsíöu? Auðvitað þyrfti að gera það. Það er heilmargt jákvætt við það að búa í sveit. Maður ræður alveg sínum tíma sjálfur og við sem búum í sveit þekkj- um yfirleitt ekki þetta óskaplega stress sem er í þéttbýlinu. Þá er hver maður í fámennu samfélagi miklu meira virði og menn hverfa ekki í fjöldann. Það er t.d. meiriháttar mál ef einhvern vantar á söngæfingu. Það er afskaplega góð tilfinning fyrir hvern og einn að finnast hann vera ómissandi fyrir samfélagið. Þá er gjörólíkt hvað það er milu betra að ala börn upp í sveit. Þau fylgjast með fullorðna fólkinu, tala meira við for- eldrana en flest borgarbörn og vita meira af þeim. Þau hafa nóg við að vera og það styrkir sjálfsímynd þeirra að finna að þau gera gagn. Þá hafa börn til sveita miklu meira af föður sínum að segja en börn í þéttbýli og hann tekur virkan þátt í uppeldi þeirra. Allt eru þetta ómetanlegir kostir sveitabúskaparins og á þá þurf- um við að leggja meiri áherslu en gert hefur verið. -isg. Ljósmynd: Þjóöviljlnn 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.