Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 11

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 11
„Viö þurfum heilan helling af hugmynd- um, ráögjöf, sfyrki og fjármagn. Þetta hefur hins vegar ekki legiö á lausu og Framleiönisjóður landbúnaöarins hef- ur lagt alla áherslu á loödýrarœkt og stœrri aukabúgrein- ar. Menn eru alltaf í því stóra og gera jafnvel grín að því smáa.“ ÞYKIR VÆNT UM BÍLA EN EKKI BÆNDUR og menningar og öflug þjónusta við nærliggjandi byggð. Við sem búum úti á landi verðum að vinna saman og standa saman. Ef samstaðan er ekki fyrir hendi þá gerist ekkert. Og við þurfum að vera svolítið ánægð með okkur. Ásýnd okkar er stórkostleg og það er merkilegt að koma og sjá hvað við erum að gera. Umræðan um land- búnaðinn er svo döpur og mér skilst að mörgu ungu fólki sem er á bænda- skólunum finnist það ekki hafa neitt að hverfa til. Þessu þarf að breyta. Sveitafólki þarf að finnast búskapur sinn merkilegur. Það getur ekki leng- ur fullnægt metnaði sínum með því að stækka búin en það getur fullnægt honum með því að ná aukinni hag- kvæmni í framleiðslunni. Það er skilj- anlegt að fólk verði vonlaust þegar það fær ekki útrás fyrir sitt atgervi en með samstöðu getum við breytt þessu. Við þurfum að snúa umræð- unni við. Á undanförnum mánuöum og ár- um hefur veriö falaö talsvert um áróöur gegn bœndasfétfinni. Margir bœndur halda því fram aö það sé búiö aö kynda undir bœndahatri meöal fóiks í þétt- býli. Veröur þú vör viö þetta hat- ur? Eigum við ekki bara að gefa okkur það að þetta hatur sé ekki til staðar? Mér finnst bændur oft ekki hafa verið nógu meðvitaðir um að þeir eru að framleiða vöru fyrir markað og þeir verða að taka mið af sjónarmiðum neytenda hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Þeir geta ekki hunsað þá skoðun neytandans að varan sé of dýr. Bændur verða að finna leiðir til að lækka sína vöru því það er bæði þeirra hagur og neytenda. Hins vegar má ekki gleyma því að þeir eru búnir að leggja mikla vinnu í að framleiða ákveðna vöru eins og mjólkina og varan er bæði smekkleg og góð og það er búið að auglýsa hana upp. Svo allt í einu er fólk hvatt til að kaupa hana ekki vegna einhverra ráðstafana sem stjórnvöld stóðu að og bændur komu hvergi nærri. Mér fannst gott að ASÍ og BSRB skyldu ná saman um aðgerðir en engu að síður fannst mér mjólkuraðgerðin mjög varasöm. Ég veit að henni var ekki beint gegn bændum, en þó svo hafi ekki verið þá eru þeir margir sem líta þannig á mál- in, bæði neytendur og bændur. Það er mjög viðkvæmt og alvarlegt mál að taka ákveðna vörutegund fyrir og hvetja fólk til að kaupa hana ekki. Það getur haft varanleg áhrif. Ég held að bændur og neytendur ættu að hætta að agnúast hvor út í annan og reyna að standa saman um það að ná niður vöruverði í landinu. Við erum svo fá í þessu landi að það tekur því ekki að vera í stöðugum illdeilum. -isg. Fljótstunga er efsti bærinn í Hvítár- síðunni. Innan seilingar eru gömlu útilegumannabyggðirnar undir Ei- ríksjökli. Á veturna er ekki margt um manninn á þessum slóðum en á sumr- in er þarna talsvert um ferðamenn. Ferðaþjónusta er því upplögð auka- búgrein á þessum stað og hana hafa hjónin í Fljótstungu, þau Ingibjörg Bergþórsdóttir og Árni Þorsteinsson, stundað um nokkurt skeið. Fljóts- tunga er arfleifð Ingibjargar en þar hefur ætt hennar búið mann fram af manni í 110 ár. Áður var búið þar með kýr og kindur en með tilkomu ferða- þjónustunnar lagðist kúabúskapur- inn af þar sem þarfir kúa og túrhesta rákust á. Nú er uppistaðan í búskap Ingibjargar og manns hennar 300 kindur. Verðlagsgrundvöllurinn gerir ráð fyrir að yfir 400 kindur þurfi til að framfleyta vísitölufjölskyldu svo ég spurði Ingibjörgu hvernig þeim gengi að ná endum saman? Það er allt í lagi með okkur. Við erum búin að finna okkur hitt og þetta til uppfyllingar með sauðfénu og það gengur ágætlega. í ferðaþjónustunni njótum við góðs af Húsafelli sem er í næsta nágrenni og svo höfum við ver- ið að leigja út sumarbústaðalönd og það lftur bara vel út. Ég hef líka verið að fikta svolítið við að þýða og hef haft smá vinnu við það. Hvaö ertu aö þýöa? Ég hef þýtt aðeins úr þýsku, ensku og dönsku og núna hef ég nýlokið við að þýða sögu fyrir útvarpið eftir danska rithöfundinn Finn Söborg. Ég hef langmest gaman af því sem er svolítið fyndið. Annars byrjaði ég eiginlega á þessu til að skóla mig í þýsku því það hefur verið nokkuð um þýska ferða- menn hérna. Þú hefur þá lœrt þýsku? Já ég var í þeim árgangi Menntaskól- ans á Laugarvatni sem notaður var sem fleygur til fá því framgengt að skólinn fengi að brautskrá stúdenta. Við vorum 6 í þessum árgangi og ég var eina stelpan. Skólinn telst form- lega stofnaður árið 1954 en ég tók stúdentspróf árið 1952. Þó að ég lærði á Laugavatni þá varð ég að taka stúdentspróf utanskóla frá MR. Hvaö fannst þér og öörum um þaö aö kona meö stúdentspróf geröist húsmóölr í svelt? Það er nú svo merkilegt að þegar ég byrjaði búskap árið 1955 þá vorum við 3 konur hér í sveitinni sem vorum með stúdentspróf. Ein þeirra er kom- in yfir áttrætt núna en það er Lisbet Zimsen sem bjó í Kalmanstungu. Hún er dóttir Jes Zimsen og er fædd í húsi sem stóð í miðju Reykjavíkur — nán- ar tiltekið við Lækjartorg — en flytur svo árið 1930 í einhverja mestu ein- angrun sem hægt er að hugsa sér. Sitt hvoru megin við Kalmanstungu standa tvö stórfljót, Norðlingafljót og Geitá, sem aldrei eru til friðs á vet- urna. Það varð því að draga allt að bænum á haustin og láta það duga til vors. Mér er sagt að þegar hún flutti þaðan — þá orðin rígfullorðin — hafi hún tekið það mjög nærri sér. En langaöi þlg ekki til aö halda áfram námi? Ég er yngst af sjö systkinum og að 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.