Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 30

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 30
ÓFREMDARÁSTAND í ÖLDRUNARMÁLUM Eins og glöggt hefur komiö fram hjá Þjóöarsálinni á rás 2, þá er algert ófremdarástand ríkjandi í málefnum aldraöra í Reykjavík. Biölistar eft- ir þjónustu af ýmsu tagi lengjast stööugt, sem þarf ekki aö koma á óvart þegar þess er gœtt aö mikil fjölgun er nú aö veröa í hópi 70 ára og eldri án þess aö því sé mœtt sem skyldi. Á sama tíma gefur ríkisvald- iö fyrirskipanir um sparnaö í rekstri sjúkrahúsa sem mxi. leiöir til þess aö aldraöir eru sendir heim af sjúkrahúsum þó aöstœöur heima fyrir séu engan veginn boölegar. En það er ekki bara við ríkið að sakast. Fé- lagsleg þjónusta við aidraða er á ábyrgð sveitar- félaganna og bygging þjónustuíbúða eða dval- ar- og hjúkrunarheimila gerist ekki nema fyrir frumkvæði þeirra. Ríkið getur þar að auki fund- ið sér til afsökunar erfiða fjárhagsstöðu ríkis- sjóðs og niðurskurð á öllum sviðum. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Á árinu 1988 fóru tekjur hennar tæpum milljarði fram úr áætlun og var þar fyrst og fremst um auknar út- svarstekjur að ræða en þær eru teknar beint og milliliðalaust úr vösum okkar Reykvíkinga. Meirihluti borgarstjórnar, með borgarstjóra í broddi fylkingar, hrósar sér gjarnan af góðri fjárhagsstöðu borgarinnar og eins og allir hé- gómlegir stjórnmálamenn í sögunni nýtir hann fjármunina í steinsteypta minnisvarða um sjálf- an sig. Kynslóðin sem fæddist um síðustu alda- mót og breytti Reykjavík úr bæ í borg — gerði hana að því sem hún er — uppsker ekki öryggi og gott atlæti frá þessu afkvæmi sínu þegar ellin sækir að og heilsan bilar, heldur langa bið eftir viðeigandi þjónustu og það óöryggi sem fylgir því að vita aldrei hvað tekur við. Þessi kynslóð mun aðeins njóta minnisvarðanna hans Davíðs skamma stund — ef hún ,,nýtur“ þeirra þá. Það sem hér hefur verið sagt er langur inn- gangur að miklu efni sem ekki verða gerð nein viðhlítandi skil hér. Þannig er mál með vexti að í desember 1986 samþykkti borgarstjórn að setja á laggirnar fjögurra manna nefnd til að gera tillögur að stefnumótun í málefnum aldr- aðra borgarbúa og fjalla um markmið og leiðir í öldrunarþjónustu. Löngu var orðið tímabært að taka þessa þjónustu til endurskoðunar og má í því sambandi nefna að Kvennalistinn hafði m.a. mótað sér þá stefnu að samhæfa þyrfti þjónustu heimilishjálpar og heimahjúkrunar, til að koma í veg fyrir að annar aðilinn væri að starfa inni á heimili einstaklings án vitundar um verk hins. Nefndin hefur í dagiegu tali gengið undir nafninu ,,öldrunarnefndin“ og í henni eiga sæti: Árni Sigfússon, formaður félagsmálaráðs, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá félagsmálaráði, Kristín Á. Ólafsdóttir frá heilbrigðisráði og Páll Gíslason frá byggingarnefnd aldraðra. Nefndin hefur leitað til fjölmargra stjórnenda, starfs- manna og sérfræðinga í öldrunarþjónustu varðandi uppbyggingu þessarar þjónustu í dag og hugmyndir um framtíðina. Hefur nefndin bæði haldið samráðsfundi með þessu fólki og eins beðið um skriflegar ábendingar. í fram- haldi af þessu mótaði nefndin hugmyndir sínar 30 og tillögur. Skýrsla frá nefndinni er nú svo gott ?em tilbúin og mun hún án efa koma til umræðu í borgarstjórn von bráðar. Þegar þetta er skrifað bendir allt til þess að nefndin muni standa sam- an að tillögum sínum sem væntaniega og von- andi gefur þeim aukið vægi í augum borgarfull- trúa meirihlutans. Öldrunarnefndin var í upphafi sammála um að heildarmarkmið öldrunarþjónustu í Reykja- vík ætti að vera að gera öldruðum kleift að búa sem sjálfstæðastir á heimilum sínum eins lengi og heilsufar og félagslegar aðstæður leyfa, koma í veg fyrir félagslega einangrun þeirra og veita þeim þá þjónustu sem er eðlilegust og hagkvæmust miðað við þörf og ástand hins aldraða hverju sinni. Þegar aldraðir eru ófærir um að notfæra sér heimaþjónustu á fullnægj- andi hátt þarf að tryggja þeim viðeigandi þjón- ustu á dvalarheimilum og hjúkrunarstofnun- um. Þetta heildarmarkmið lætur ágætlega í eyrum en það sem máli skiptir hlýtur að vera að finna nothæfar leiðir að því. Þegar nefndin hóf leit sína að þessum leiðum varð fyrst fyrir henni sú heimaþjónusta sem rekin er á vegum Reykjavík- urborgar. Ljóst er að það skipulag sem hún býr við í dag er ekki sérlega hagkvæmt og felur í sér skort á yfirsýn, lélega nýtingu starfsmanna og lítið samstarf milli heimilishjálpar og heima- hjúkrunar. Nefndin eyddi miklum tíma í að skoða þessi mál og vinna upp nýtt skipulag fyr- ir heimaþjónustuna. Gerir nefndin það að til- lögu sinni að heimaþjónusta verði hverfaskipt. f stað einnar heimilishjálparmiðstöðvar við Tjarnargötu 20 verði stöðvarnar færðar út í hverfi borgarinnar í félags- og þjónustumið- stöðvar aldraðra og taki þar upp virkt samstarf við heimahjúkrun á heilsugæslustöðvum eða Heilsuverndarstöð, allt eftir því hver hefur um- sjón með heimahjúkrun í viðkomandi hverfi. Gert er ráð fyrir því að í hverri miðstöð starfi forstöðumaður sem beri ábyrgð á þeim rekstri sem fram fer í og frá húsinu. Taldi nefndin æski- legt að forstöðumaðurinn væri menntaður á sviði félagsráðgjafar eða hjúkrunar. Hafi hann slíka menntun á hann að sinna mati á þjónustu- þörf þeirra einstaklinga sem til miðstöðvarinn- ar leita en það skal þó gert í samráði við s.k. heimaþjónustusvið Félagsmálastofnunar. Sú heimaþjónusta sem gert er ráð fyrir að standi til boða í félags- og þjónustumiðstöð verður sem hér segir: Ræstingar (þar sem slepp- ir getu þjónustuþega), örvun (lestur, samtöl), eftirlit, morgunaðhiynning (klæðnaður, þrif), baðþjónusta, matarsendingar, ýmis fyrir- greiðsla (pöntun á þjónustu annars staðar frá) og ferðaþjónusta (á milli heimilis og þjónustu- miðstöðvar). Þessi þjónusta verður þó ekki veitt nema að undangengnu einstaklings- bundnu mati á þörf, enda engum greiði gerður með því að taka frá honum/henni þau verkefni sem hann/hún getur sinnt með góðu móti. Þannig gæti það verið misskilin góðmennska að veita einstaklingi ferðaþjónustu milli heimil- is og þjónustumiðstöðvar þegar honum kæmi betur að viðhalda hreyfifærni sinni með því að ganga þegar veður og færi gefst. Má segja að í heild sinni leggi nefndin mikla áherslu á að heimaþjónusta byggi á betra mati en hún gerir í dag og taki mið af ólíkum þörfum einstakling- anna og leitist við að sinna þeim. í félags- og þjónustumiðstöðvunum mun að auki verða boðið upp á sömu þjónustu og gert er í dag og sem stendur öllum öldruðum til boða. Þarna er um að ræða margháttað félags- starf, hársnyrtingu, fótsnyrtingu, fræðslu, hreyfiþjálfun, matarþjónustu og félagsráðgjöf. Samhliða endurskoðun á heimaþjónustu Fé- lagsmáiastofnunar er eliimáladeild stofnunar- innar tekin til endurskoðunar. Eftirleiðis mun hún heita „Öldrunarþjónustudeild Félagsmála- stofnunar" og til hennar hefur nú verið ráðinn sérstakur yfirmaður. Öldrunarþjónustudeildin skiptist aftur upp í 6 svið og er markmiðið með þessari skiptingu að gera skipulagið virkara og

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.