Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 16

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 16
vitum að það er þörf fyrir þau, við viljum sýna hvernig hægt er að standa að málum og í rauninni sanna þörf- ina. Síðan er hugmyndin að velta framhaldinu yfir á viðkomandi ráðu- neyti, þannig að slík verk verði talin sjálfsagður hluti af þeirra verksviði. Ráðuneyti hafa ekki vanist því að skoða hlut kvenna sérstaklega, held- ur fjalla ævinlega um karlana, þau taka ákvarðanir og setja á laggirnar hitt og þetta en með karla í huga og gera sér ekki grein fyrir að til þess að segja megi, að öll njóti góðs af verk- um þeirra, verður að skoða hlutskipti og aðstæður kvenna öðru vísi en karla. Þetta er ekki síst hugmyndin að baki því að hafa ráðuneytið þverlægt, gera okkur sem hér vinnum kleift að benda hinum ráðuneytunum á þeirra ábyrgð. Okkar ábyrgð er að koma þeim í skilning um það.“ Hvaö um fjárráö ráöuneytisins? „Við höfum hlutfallslega hógværa fjárhagsáætlun, ekki síst vegna þess sem ég var að segja — það er okkar að hafa áhrif á fjárhagsáætlanir annarra. Við höfum fjárráð til að setja verkefni í gang, segjum t.d. þetta ráðgjafar- verkefni, en síðan verður sú ráðgjöf að vera á fjárhagsáætlun atvinnu- málaráðuneytisins. Svo ég haldi mig við atvinnumál, þá er það svo að at- vinnumálaráðuneytið hefur 700 mill- jónir marka til ráðstöfunar næstu fjögur ár til að bæta ástandið og hluti þeirrar upphæðar er eyrnamerktur sérstaklega í aðgerðir fyrir konur ein- göngu.“ Þiö hafiö sem sagf umsagnar- rétf, neitunarvald og tillögurétf. Er eltthvaö ótaliö? „Ráðuneytið er líka æðsta úrskurðar- vald í ágreiningsmálum um jafnréttis- mál ef kært er til jafnréttisfulltrúanna í fylkinu. Og þá held ég flest sé komið fram af því sem við höfumst að. Óbeint erum við líka ráðgjafar fylkis- stjórnarinnar í ýmsum málum á ann- an hátt en umsagnarrétturinn gefur til kynna. Sem dæmi um slíkt get ég nefnt eftirnafnaágreininginn hér í Þýskalandi. Svo eru mál með vexti, að þegar konur giftast hér, taka þær eftirnöfn eiginmanna sinna. Nú er það líka leyfilegt samkvæmt lögunum að hjón taki eftirnöfn beggja, þá er einfaldlega haft bandstrik á milli. Geti hjón hins vegar ekki komið sér saman um eftirnafn sitt, verða þau að nota eftirnafn mannsins, þ.e. hjón geta aldrei heitið nafni konunnar. Þetta atriði hefur mörgum konum þótt erfitt að sætta sig við og það hef- ur verið kært til yfirréttar sem brot á stjórnarskrá Vestur-Þýskalands. Það sem þá gerist er, að þingið í Bonn fer fram á það við fylkisþingin að þau taki afstöðu hvert um sig. Þingið hér í Schleswig-Holstein hefur tekið þá eindregnu afstöðu að okkar ráði að um sé að ræða brot á mannréttindum, fylkisstjórnin gaf út yfirlýsingu um þetta. Sú yfirlýsing vakti mikla at- hygli og fékk afar jákvæð viðbrögð allsstaðar í Þýskalandi þannig að fylk- isstjórnin hér bætti í rauninni rós í sitt hnappagat með henni. En þannig vill það líka vera, stjórnin eða viðkom- andi fagráðuneyti fá þakkir fyrir hluti, sem eiga rætur að rekja inn í þetta ráðuneyti án þess að almenn- ingur viti hvaðan gott kemur! Endan- lega kemur það okkur svo til góða, því þetta er eitt af því sem fær stjórn- málamenn til að hugsa sem svo: já, það borgar sig pólitískt að sinna kvenfólkinu sérstaklega! En það er stundum ergilegt að horfa á aðra taka hrósið fyrir það sem maður sjálfur hefur verið að vinna að — óneitan- lega!" Þú átt viö aö þaö tari hljóöar um ykkar stört en vert vœri? „Sennilega, já.“ Hvaö starfa margir hér? „Þetta er ekki stórt ráðuneyti, hér vinna 18 manns auk mín, þar af tveir karlar, annar er bflstjórinn okkar, hinn ráðgjafi. Ég er stundum spurð að því hvers konar jafnrétti þetta sé eiginlega að hafa næstum því bara konur í vinnu, hvort það sé kannski KOMDU MEÐ TIL PORTÚGAL! eyrópuferðir Sími: 62 81 81 Þetta er ekki síst hugmyndin aö baki því aö hafa ráöu- neyti þverlœgt, gera okkur sem hér vinnum kleift aö benda hinum ráöu- neytunum á þeirra ábyrgð nauðsynlegt að vera kvenkyns til að starfa hér! Svarið er auðvitað nei, alls ekki. Starfsfólk var valið á forsendum hæfni og þekkingar, ég valdi einfald- lega bestu umsækjendurna! Ég hef hér fimm ráðgjafa, sem í þekk- ingu sinni og menntun endurspegla fimm megin svið stjórnunar, eru sér- fræðingar t.d. á sviði efnahagsmála, húsnæðismála, utanríkismála, at- vinnumála o.s.frv. Og lögfræðingar. Hér eru konur með mjög víðtæka reynslu, án hverrar það væri útilokað að móta stefnu. Og hér eru 3 einstæð- ar mæður — það er nú reyndar tilvilj- un og var ekki lagt til grundvallar sem mælikvarði á hæfni þeirra, þó sú reynsla sé auðvitað oft ómetanleg fyr- ir okkur hinar." Helduröu aö þiö starfiö ööru vísi hér en gert er í öörum ráöuneyt- um? „Ég held það hljóti að vera, þó ekki nema vegna þess að okkur finnst við vera að vinna brautryðjendaverk, við erum að fara ótroðnar slóðir og það er spennandi. Við vinnum mjög mik- ið saman í hópum, hér situr engin ein í sínu horni, ég er ekki ein á einhverj- um toppi, hlutir eru ekki niðurnjörf- aðir ... já, yfirleitt held ég að konur vinni allt öðru vísi saman en karlar gera og að það sýni sig á ýmsan hátt hér.' ‘ Nú gerist þaö sem tœpast gerist oft í venjulegum ráöuneytum, — ritarinn bírtist í gœttinni fil aö minna ráöfrúna á aö hún hafi lof- aö dóttur sinni aö koma snemma heim úr vinnunni I dag. Svo viö förum aö tygja okkur. Á leiöinni út gefst tími til aö spyrjast fyrir um pólitískan feril Giselu: „Afskipti mín af stjórnmálum byrj- uðu í kvennahreyfingunni en ég gekk í Jafnaðarmannaflokkinn um 1979. Lengi vel einskorðaði ég mig við jafn- réttismál, tók mikinn þátt í umræð- um um hlut kvenna í flokknum og vann að tillögum um úrbætur þar. En 1983 var ég alveg búin að fá mig full- sadda af kynjabaráttu og hellti mér út í efnahagsmál og hagfræði um nokk- urt skeið, eiginlega þangað til Björn Engholm fór að orða þetta embætti við mig. Sú þekking sem ég aflaði mér á hagfræðitímanum mínum hefur reynst mér góður bakgrunnur fyrir störf mín hér í ráðuneytinu, ég giska á að ég hafi lflca meira vægi í augum karlanna fyrir vikið. Ég tel mig reynsluríka stjórnmálakonu, sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna og ég held ég njóti virðingar sem slík.‘ ‘ Eftir aö hafa farlö yfir dagskrá nœsta dags, kvaddi svo ráöfrúin og flýtti sér heim til aö elda upp- áhaldsmat dótturinnar eins og hún var búin aö lofa. Ms 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.