Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 32

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 32
auk mín Bergur, Hallgrímur, Lára, Þórunn og Ásmundur og það verður að viðurkennast að þar hefur ekki gengið eins vel að vinna. Það er aðallega því að kenna að sum eru þeirrar skoð- unar að nefndin hafi í raun ekkert umboð til að fjalla um form á kostnaðarskiptingu, þar sem nýbúið er að samþykkja lög á Alþingi um að rekstrarkostnaður dagvistarheimila fyrir börn skuli vera mál sveitarfélaganna en ekki ríkisins. Aðrir telja hins vegar að hér sé ekki verið að fjalla um dagvistun barna í þeirri mynd sem hún hefur verið, heldur nýtt skólastig með fræðsluskyldu. Því sé ekki ástæða til að láta áð- urnefnd lög hafa nokkur áhrif á störf nefndar- innar heldur beri að leggja til skynsamlegasta formið á kostnaðarskiptingunni, þessarar skoðunar er ég. Þar sem um fræðsluskyldu ákveðna af ríkinu er að ræða tel ég réttast og skynsamlegast að ríkið greiði laun fóstra og starfskvenna sem ganga í þeirra störf, líkt og tíðkast í grunnskólanum. Með þeim hætti ætti öllum að vera gert jafnt undir höfði, hvar sem þeir búa á landinu. Þannig yrði m.a. komist hjá þeim kostnaðarauka sem lítil sveitarfélög standa frammi fyrir þegar fæðist samborgari í byggðarlaginu sem þarf meira við en við flest. í dag getur það oft orðið verulegur baggi á sveitarfélag sem léttir svo þegar viðkomandi barn hefur náð skólaaldri en þá tekur rfkið á sig kostnaðinn. Við megum ekki gleyma því að skólabörn eru þeirrar náttúru að hafa verið for- skólabörn og öll eigum við íslendingar að hafa ýtrasta rétt til þess að fá að þroskast eftir getu hver um sig. Einnig tel ég víst að ríkisstjórn kæmist mun síður upp með að klippa á launa- greiðslur en fella niður einhvers konar styrki til sveitarfélaganna, en því miður erum við orðin því vön að hér virðast lög oft fremur vera vilja- yfirlýsingar en að gert sé ráð fyrir að við þau sé staðið og er það auðvitað algerlega óviðun- andi. En þetta hefur því miður ekki fengist nægjanlega rætt af ofangreindum ástæðum þrátt fyrir marga fundi og langa. Við komum saman u.þ.b. einu sinni í viku og þá köllum við oft til okkar gesti til ráðgjafar um einstaka þætti, auk þess hafa hóparnir hittst milli funda. Þá safnaði ég einnig snemma að 32 mér kvennalistakonum bæði skólagengnum og sjálfmenntuðum uppalendum til að ræða okkar áherslur. Mér hefur fundist starfið með nefndinni þeg- ar á heildina er litið mjög ánægjulegt og gef- andi. Flest hafa lagt sig fram um að vinna saman á jákvæðan hátt við að móta lög um þetta nýja skólastig, sem fyrir mörg var afar framandi í byrjun. Sumum þótti t.d. sérkennileg tilhugsun að færa fræðsluskylduna niður til loka fæðing- arorlofs, sem verður 6 mánuðir á næsta ári. Fræðsluskylda sem við ættum kannski fremur að kalla uppeldisskyldu þegar talað er um þennan aldurshóp, er ekki skólaskylda. Fræðsluskylda merkir að yfirvöld eiga að veita fræðsluna/uppeldið ef eftir því er sóttst en skólaskylda þýðir að börnin eiga að sækja skólann. Ég held að það sé skoðun allra í nefnd- inni sem hafa starfað með henni að uppeldið skuli ætíð vera fyrst og fremst í höndum for- eldra en leikskólinn sé hinsvegar nauðsynlegur stuðningur við það í nútíma samfélagi, það sé samfélagsleg skylda að standa vel að uppeldi barna. Ég tel það vera allra hagsmuni að uppeldi sé almennt gott einnig þeim barnlausu og því eðli- legt að allir taki einhvern þátt í kostnaði þess. Það eru margvísleg verðmæti sem ná út fyrir okkar eigin persónu sem við deilum með okk- ur. Engum eða nánast engum er alveg sama um hvernig mannlíf og menning verður hér í þessu samfélagi í framtíðinni, jafnvel þótt við sjálf verðum komin undir græna torfu. Við viljum að fólkið í landinu búi við almenna farsæld og komi vel fram hvert við annað; við viljum að í landinu ríki réttlæti. Sumum er það mikið kappsmál að tónlistarlíf blómstri, aðrir láta sig það ekki svo miklu varða. En við viljum öll — barnlausir sem aðrir vænti ég — að mannlíf og menning blómstri með einhverjum hætti og haldi áfram að gera það líka þegar við erum öll, þótt okkur greini eitthvað á um í hverju það ætti helst að felast og á hvaða hluti beri að lcggja mesta áherslu. Eitt er þó ljóst að til þess að svo megi verða þurfa uppeldismál almennt að vera í góðu lagi, ekki bara hjá sumum heldur sem víðast. Því ólag, þó ekki sé nema í fáum stöðum, eitrar út frá sér og getur reynst afdrifa- ríkt. Auðvitað má deila um hve snemma og hve mikið rétt er að opinberir aðilar taki þátt í upp- eldinu. Okkur þótti rétt að foreldrum stæði til boða leikskóli í a.m.k. 4 stundir á dag frá því að fæðingarorlofi foreldra lyki, þeim væri síðan í sjálfsvald sett hvað þau færðu sér það í nyt fram að skólaskyldualdri. Mjög snemma í starfi nefndarinnar urðum við sammála um að fella undir sama hatt öll form af dagvistun fyrir börn og kalla leikskóla með vísan til þess að hér væri um nýtt skólastig að ræða fyrir þann aldur barna þar sem leikurinn væri eitt veigamesta viðfangsefnið til aukins þroska. Að mínu mati þarf að gæta þess vel í þessu lagafrumvarpi að leikskólinn sem nýtt skólastig taki ekki á sig yfirbragð grunnskólans hvorki er varðar innra starf, stjórnun né annað, heldur haldi sínum gamla sjarma. Leikskólinn á að njóta sömu virðingar sem sérstakt skólastig með sínar áherslur það er víst ábyggilegt að starfið þar hefur ekki síður áhrif á þroska barns- ins en starfið í grunnskólanum því lengi býr að fyrstu gerð. Sigríður Lillý Baldursdóttir VIÐ VILJUM AÐ KONUR GETI VALIÐ, LÍKA UM BÚSETU segir Danfríður Skarphéðinsdóttir aö lokinni fundaferð Kvennalistans í júní Seinni hluta júnímánaöar geröu Kvennalistakonur víöreist um landiö, héldu fundi, fóru í vinnustaöaheim- sóknir og seldu ýmsan varning á torgsölum. Þaö var þingflokkurinn sem stóö fyrir þessari ferö undir yfir- skriftinni „Konur sláum hring um landiö" en aö sjálfsögöu slógust fleiri galvaskar kvennalistakonur í hópinn svo úr uröu heilmikilar kvennaferöir vítt og breitt um sveitir, þorp og bœi. En hver var tilgangur feröarinnar, þeirri spurningu og fleiru um feröina svarar Danfríöur Skarphéöinsdóttir, þingkona Kvennalistans. „Viö vildum sjá og heyra um ástandiö á lands- byggöinni frá fólkinu sjálfu, en í ann- ríki vetrarins höföum viö í mörgum til- fellum aöeins haft tœkifœri til aö lesa og hlusta á fjölmiöla lýsa ástandinu. Viö höfum alltaf fariö í fundaferðir í lok þings en kannski aldrei eins skipulega og nú. Viö dreif- býlisþingkonurnar, þe. Málmfríöur, Kristín Halldórs. og ég fórum reglu- lega á okkar svœöi. En í vor var ákveöiö aö heimsœkja sex kjör- dœmi í júní og þaö eru náttúrlega kvennalistakonur í þelm öllum. Viö vildum gjarnan hitta þessar konur og kynnast betur aöstœöum þeirra. Þar aö auki er voriö tími sáningar og okk- ur fannst rétt aö útbreiöa hugmynda- frœöi Kvennalistans og þœr hugsjón- ir sem viö stöndum fyrir. Viö veröum svo aö bíöa og sjá hver uppskeran veröur.“

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.