Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 19

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 19
stuðningsmenn varnarliðsins létu í Vorhvatarkona reynlr sér heyra og við höfum ákveðið að lytta vegfaranda verja ágóðanum af merkjasölunni til UPP ur sveitamennsk- að kaupa íslenskan lopa og prjóna unn* sjónvarpssokka til að gefa varaliðs- mönnum með þakklæti fyrir kom- una. Við vildum gefa þeim eitthvað svona týpískt íslenskt. Þetta voru þúsund manns svo að nú sitjum við og prjónum 2000 sokka. Við erum al- veg að klára en þú hlýtur að skilja að ég sé tímabundin. Nú lltur frú Sigurlaug á klukkuna. Aö lokum, Sigurlaug, hvaö er á döfinni hjá Vorhvöt á nœstunni? Það er best að segja sem minnst um það. í rauninni erum við ekki mikið fyrir að láta bera á okkur. Við kysum helst að starfa í kyrrþey að okkar mál- um. Ég vil bara taka það fram, að við höfum fundið fyrir miklum stuðningi við okkar málstað, ekki síst hjá hátt- settum mönnum og okkur finnst ekki síður en honum Eric þarna á dögun- um tímabært að stuðningsmenn Vor- hvatar komi úr felum. Aö þessum oröum töluöum fylg- isf ég meö Sigurlaugu útfyrir. Viö gangstéttarbrúnina bíöur gljá- svartur Buick og gegnum skyggöar rúöurnar mótar fyrir heröabreiöum karlmanni viö stýriöi Ég leiöi hugann aö því hve kvenleikinn eigi sér margar og fjölbreyttar hliöar meöan Sigur- laug opnar og sest viö hliöina á fjallmyndarlegum herra. Út úr bilnum berast lágvœrir tónar: „When you are smiling, when you are smiling, the whole world smiles with you ...“ Yfirlýsing frá Kvenfélaginu Vorhvöt vegna meiöandi ummœla hús- vískra kvenna um Davíö Oddsson. Af gefnu tilefni vill Kvenfélagið Vorhvöt benda „38 konum á Húsavík“ á að óvild sú í garð borgarstjórans okkar sem fram kemur í ályktun þeirra hljóta að vera á misskilningi byggð, sem ef til vill stafi af fjarlægð þeirra frá höfuðstaðn- um. Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að höfuðborgarstjórinn hafi yfirsýn um það hverjum og hvernig beri að nota konur í borginni hans og nágrannasveitar- félögunum. Kvenfélagið Vorhvöt vill í þessu sambandi taka fram að fleiri ís- lenskar konur kjósa Davíð og flokk hans en nokkurn annan þannig að segja má að hann hafi til þessa lýðræðislegan rétt. Hann á heiður skilið fyrir framlag sitt til kvennamála, hann hefur krýnt okkar fegurstu konur eigin hendi og sýnt þeim skilning í hvívetna. Móðursýki „sumra kvenna" yfir því að Davíð skuli gera kvenlegri fegurð hátt undir höfði stafar af því að þeim hefur ekki tekist að vekja athygli hans, einfaldlega vegna þess að þær eru of ólögulegar. Við segj- um þetta nú bara beint út, fyrst að kvennaáratugurinn er á annað borð liðinn og leyfum okkur að minna á að meðan þetta kvenfólk hefur síðastliðinn áratug barmað sér yfir að vera kúgað og bælt, þá hefur annað kvenfólk ekki síður átt erfitt uppdráttar. Kvenfélagið Vorhvöt vill í þessu samhengi benda á ónýtta möguleika fyrir ís- lenskt efnahagslíf sem hinn nýi meðbyr íslenskrar fegurðar hefur í för með sér. (sbr. 2. kafla í Landsmálaályktun Þjóðmálanefndar Kvenfélagsins Vorhvatar sem samþykkt var á framhaldsaðalfundi félagsins þann 9. jan. sl.): „Þjóðinni hefur lengi verið ljóst að sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn standa ekki undir sér og verslunin er að sligast við að borga hallann af þessum tveimur atvinnugreinum sem eru í raun sníkjudýr á þjóðarlíkamanum. Við vilj- um gera það að tillögu okkar að Þróunarfélagið undirbúi leiftursókn íslenskrar fegurðar í atvinnulífinu og bendum Sverri Hermannssyni menntamálaráð- herra á að þjálfun á þessu sviði ætti að koma ofarlega á listann yfir þjóðhags- lega hagkvæma menntun og því ættu þær konur sem vilja leggja þetta fyrir sig að fá styrki fremur en lán úr Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá ætti ráðherr- ann að stuðla að stofnun tísku- og snyrtiskóla á vegum rfkisins og byrja þjálfun íslenskra kvenna á þessu sviði sem fyrst í grunnskólanum. Það er einkar brýnt að inn í grunnskólalögin verði komið ákvæðum um reglulegar fegurðarsam- keppnir í öllum bekkjum. Kvenfélagið Vorhvöt vill benda á, að sú mennta- stofnun sem bestum árangri hefur náð undanfarið er Grunnskóli Garðabæjar. Úr honum komu tvær fegurðardrottningar á síðasta ári, enda eru stúlkubörn þar þjálfuð frá 6 ára aldri í ströngum fegurðarsamkeppnum sem vafalaust eiga eftir að skila þjóðfélaginu miklum arði þegar upp er staðið. Til að sókn af þessu tagi verði þjóðinni og þá sérstaklega kvenþjóðinni til þeirrar viðreisnar sem ætla má, þarf háskólinn að leggja þunga áherslu á að sérmennta fólk í viðhaldi og endurbótum á þeim konum sem þess kunna að þurfa. Má gera ráð fyrir veru- legri þjóðhagslegri hagkvæmni af slíku námi þegar fram í sækir." Til Verkalýðsforystunnar v.t. Guömundur J. Guömundsson Um leið og við færum ykkur blóm sem virðingarvott lýsum við yfir gleði okkar vegna óvænts og ánægjulegs framlags ykkar til þjóðarsáttar. Heitum á ykkur að halda þessari fáguðu baráttu áfram. Segjum það með blómum. H.G. Kvenfélaglö Vorhvöt 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.