Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 18

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 18
ERUM AÐ PRJONA 2000 SOKKA Viðtal við Sigurjónu Ingigerði Georgs, forseta Kvenfélags- ins Vorhvatar Ég get ekki neitað því, að ég var dálít- ið spennt og eftirvæntingarfull þegar ég gekk úr reykvískri suðaustan þræsu inn í matsalinn á hótel Holti að hitta Sigurlaugu I. Georges, Garðbæ- ing og forseta Kvenfélagsins Vorhvat- ar. Undanfarnar vikur hafði ég eytt talsverðum tíma í að ná í Sigurlaugu og komist að því, að líklega eru fáir uppteknari við að sinna framfaramál- um. Sigurlaug hefur viðstöðulaust verið á fundum og ráðstefnum, í Evrópu eða Ástralíu og núna er hún nýkomin frá þingi kvennasamtaka í Bandaríkjunum sem kalla sig „Konur af hugsjón". Og þarna situr hún, ljóshærð, grönn og ber sig vel, í glæsilegri bleikri gaberdíndrakt, og drekkur sjerrý með kaffinu. Ég veit að Sigurlaug er tímabundin í dag, eins og endranær svo að ég vind mér strax í spurning- arnar að loknum kveðjum. Sigurlaug, hvenœr og hvers vegna varö Kvenfélagiö Vorhvöt tll? Það var stofnað árið 1983 og upphaf- lega var það kvennadeild samtakanna „Nýrra sjónarmiða", sem þá var kom- ið á laggirnar til að styðja Alúsviss í þrengingum sem steðjuðu að því merka fyrirtæki. Við hittumst dálítið nokkrar konurnar í tengslum við sympósíum sem mennirnir okkar héldu og eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við að stofna kvenfélag. Okkur fannst þeir þurfa okkar við. En ég tek það fram að þó að við höfum verið þeirra kvenfélag til að byrja með, þá erum við alveg sjálfstæðar núna. Hver voru svo fyrstu verkefnin? Jú við skipulögðum söfnun fyrir ál- verið, fórum um og kynntum þetta málefni. Meðal annars héldum við ákaflega vel heppnaðan fund og kökubasar á kosningadaginn 1983 þar sem við fengum fyrirlesara til að segja frá og sýna myndir af dr. Muller. Þetta var óskaplega vel heppnað. Það var eiginlega eftir þennan fund sem við ákváðum að verða sjálfstætt kven- félag. Okkur fannst við eiga erindi. Enda höfum við enst betur en karl- arnir. Kvenfélagið Vorhvöt hefur starfað reglulega síðan og lagt sxna vog á lóðaskálina hvenær sem þess hefur þurft, en mér er spurn. Hefur eitthvað heyrst frá „Nýjum sjónar- miðum“ undanfarið? Þessari spurningu er hér meö komiö á framfœri, en hvaöa er- indi fannst Vorhvatarkonum þœr eiga viö þjóöina umrœtt sumar og síöan? í stuttu máli þá erum við á móti þeirri gegndarlausu lágkúru sem viðgengst hér á landi og lýsir sér mest í alls kon- ar smásálarhætti gagnvart þeim sem upp úr standa. Mér verður þetta alltaf betur og betur ljóst eftir því sem ég fer víðar um heiminn. Undirmálsfólk kemst hér upp með ótrúlegustu hluti og menn virðast bara ekki lengur hafa vit til að sjá hvað skiptir máli. Það vantar alla fágun í samfélagið. Þetta gæti stafað af innrætingunni. Við Vor- hvatarkonur höfum t.d. hvað eftir annað boðist til að taka að okkur kennslu í skólum landsins þegar svo- kallaðir „kennarar" hafa verið með upphlaup, enda alvanar að umgang- ast menntamenn. Þessu hafa ráða- menn ekki þorað að sinna — (hér gefur frú Sigurlaug þjóninum merki um að færa sér annað sjerrýglas) — Ekki vegna þess að þeir sjái ekki hversu gagnlegt slíkt gæti verið, þeir eru bara, því miður, hræddir við smá- sálirnar. Við erum t.d. þær einu sem hafa þorað að standa einarðlega á bak við Hannes Hólmstein í baráttu hans — bílív it or not. Nú álversmálið var líka dæmigert; í stað þess að taka því fagnandi og að Alúsviss skuli vilja heiðra okkur með nærveru sinni — og það á öðrum eins rokrassi og Reykjanesinu — er alls konar mein- hornum hleypt upp á dekk. Hvað er eiginlega orðið af íslensku gestrisn- inni, ég bara spyr? Hvar eru íslenskar konur? Ég tek það fram, varðandi um- ræðuna um nýtt álver upp á síðkastið, að ef á þarf að halda munu Vorhvatar- konur ekki liggja á liði sínu frekar en fyrri daginn. Vorhvatarkonur létu mxi. herœf- ingar Bandaríkjamanna á ís- landi í júní sl. til sín taka. Þœr mótmœltu því aö œfingarnar skyldu ekki hefjast á þjóöhátíö- ardaginn eins og Bandaríkja- menn höföu fyrirhugaö og eins aö varaliöinu sem hingaö kom skyldi hafa veriö fœkkaö niöur í þúsund manns. Vorhvatarkonur dreiföu þjóöhátíöarávarpi og seldu barmmerki á götum borg- arinnar á þjóöhátíöardaginn. Meöal áltrana á þeim eru: Vor- hvöt — Herhvöt og Verjumst of- beldi Rauöa hersins viö öll tœki- fœri. Ég biö frú Sigurlaugu aö segja mér frá tildrögum þessa: Já er þetta ekki dæmigert um sveita- mennskuna hér á landi. Þarna fáum við upp í hendurnar kjörið tækifæri til að halda upp á þjóðhátíðardaginn með stfl og ég veit að í varaliðinu eru valin glæsimenni sem hefðu heldur en ekki puntað upp á daginn. Við urð- um hjartanlega hugfangnar af hvatn- ingu generáls Eric McWadon um að 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.