Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 37

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 37
BÆKUR Strá í hreiðriö Bók um Bríeti Bjarnhéðins- dóttur byggð á brétum hennar. Höfundur: Bríet Héðinsdóttir Svart á hvítu 1988, 350 bls. Bók Bríetar Héðinsdóttur um föð- urömmu sína, Bríeti Bjarnhéðins- dóttur, er mikill hvalreki á fjörur allra sem áhuga hafa á sögu ís- lenskrar kvennabaráttu og þá ekki síður þeira sem áhuga hafa á lífi kvenna eins og því er lifað fyrr og síðar í hversdagsamstri daganna. Þessi bók gerir hvorttveggja f senn að greina frá tímabili í sögu ís- lenskrar kvennabaráttu út frá sjónarhorni konu sem sjálf háði þá baráttu af lífi og sál og sýna okkur þessa konu sem hversdags- manneskju. Hún leyfir okkur að svipast um í daglegu amstri henn- ar, greinir okkur frá áhyggjum hennar og áhugamálum og sviptir j^annig burt þeirri hulu óraun- veruleika sem jafnan hvílir yfir gengnum hetjum á borð við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Þennan hval rak auðvitað ekki af sjálfsdáðum á fjörurnar, að baki liggur mikil vinna og grúsk og þá ekki síst viðureign við jiað vanda- mál að fátt segir af konum í heim- ildum. liða eins og höfundur orð- ar jtaö: ,,Er ekki ofmœlt að konur séu hin týnda þjóð í fslandssögu fyrri tíma."(bls. 9). Þessi bók fyll- ir j:>ar eitt skarð af mörgum og væri óskandi að fleiri slíkar ræki á land. Bókin er að mestu byggð á bréf- um Brietar til barna sinna, Lauf- eyjar og Héðins, skrifuð þeim þeg- ar þau voru við nám í Kaup- mannahöfn á árunum 1910—1917 og öll komu þau upp úr stórum svörtum ruslapoka sem ,,fannst“ að því er best verður séð í kjölfar- ið á því sem þeir sem aldrei taka til kalla tiltektaræði í konurn. Lang- flest eru bréfin til Laufeyjar sem móðirin Bríet hefur greinilega mun meiri áhyggjur af í náminu í Kaupmannahöfn en syninum. Að auki er að finna fáein svarbréf Laufeyjar og Héðins, stök bréf Bríetar fyrir 1910 og eftir 1917 og ýmislegt annað aðskiljanlegt. Flest eru bréfin stytt enda segir höfundur okkur að þau séu full af ,,endurtekningum, hálfkveðnum vísum, óskiljanlegum tilvísun- um, endalausum upptalningum smáatriða'‘ og því ,,út íhött'' að gefa J)au út í heild sinni. Þyngsta þraut höfundar að eigin sögn var að velja úr bréfunum og sýnist mér sú jtraut listilega vel af hendi leyst og þá ekki síður hvernig höf- undur tengir saman bútana með eigin texta sem í senn er leikandi lipur og skemmtilegur, skýrir efn- ið og miðlar þeim upplýsingum sem til þarf. Úr verður afar læsileg samfella ekki síst þar sem ritstfll þeirra langmæðgna Bríetar og Bríetar er um margt ekki ósvipað- ur, laus við allt prjál og alla ntærð, en leiftrandi af dálítið meinhæðn- um skemmtilegheitum jicgar það á við. Til að setja þessi bréf í samhengi rekur höfundur okkur ævi Bríetar og bregður í leiðinni upp dálítilli svipmynd af því þjóðfélagi sem hún lifði og hrærðist í. Fyrst kynn- untst viö norðanstúlkunni Bríeti sem alin er upp við kröpp kjör, vinnur fyrir sér hörðum höndum og eru allir vegir lokaðir til jieirrar menntunar og þátttöku í upp- byggingarstarfi samtímans sem hún þráir. Hvorugt lét hún jtó aftra sér frá því að hafa sínar skoð- anir og koma þeim á framfæri með þeim jtá óheyrða hætti að birta \rær í blaðagrein og halda um þær opinberan fyrirlestur. Því næst birtist Valdimar Ásmundsson, eig- inmaður hennar, á sögusviðinu og við kynnumst Bríeti giftri konur og móður, verðum vör bæði við togstreitu innra með henni og þá gleði sem fylgir hjónabandsham- ingju. Ekkja verður hún háffimm- tug, hellir sér þá út í kvenna- baráttu af lífi og sál og baslar með börnin sín í Þingholtunum — þangað til jiau sigla út í heim og bréfaskriftir hefjast fyrir alvöru. Bréfin til barnanna sem flogin eru úr hreiðrinu eru sum hver gríðarlöng, skrifuð á hlaupum, partur og partur í senn. Þau eru önnur hliðin á samtölum á öld sem ekki notaði síma til að tala um stórt og smátt. Og þau eru einka- bréf ekki ætluð öðrum og jtví hvorki hugsuð né pússuð eins og jíær ritsmíðar sem ætlaðar eru til birtingar. Því gefa |iau fágæta sýn bæði í skrifarann og viðtakend- urna og eru kirfilega njörvuð við þann daglega veruleika sem skrif- arinn lifði í. Og út úr þessunt bréfum stekk- ur Brfet Bjarnhéðinsdóttir Ijóslif- andi inn á stofugólf lesandans. Hún fer oft mikinn, kvenréttinda- málin eins og þau líta út í hita dagsins eru reifuð, hún greinir frá fundum og fyrirætlunum, tínir til hversu mikið kemur inn í fjáröfl- unaraðgerðum, býsnast yfir vit- leysunni í einni eða annarri sam- verkakonu sinni, tekur þær aftur í sátt en hefur yfirleitt alltaf rétt fyrir sér sjálf. Leigjendamál í Þing- holtsstrætinu, jiar sem hún leigir út frá sér herbergin, ber á góma, dýrtíöina einnig, kökubakstur og hvers kyns daglegt puð. Hún er með fatadellu eins og það er stundum kallað og ófáar síður eru lagðar undir spekúlasjónir um efni og snið, fellingar og hnappa. Hún hefur auövitaö áhyggjur af börnunum, einkum Laufeyju, leggur henni stöðugt lífsreglurnar og brýnir hana í öllum góðum dyggðum þ.á.m. að fara snemma að sofa þótt ráða megi af bréfun- um að sjálf sitji hún uppi fram á rauöar nætur. Laufeyju leggur hún ýmis verkefni á herðar svo sem að snúa bréfum til kvenréttinda- kvenna víðs vegar um heiminn yf- ir á viðeigandi tungumál, kaupa efni í flíkur og snið og senda og síðast en ekki síst að selja dúkku eina forláta á íslenskum búningi sem Kvenréttindafélagið hafði komið sér upp í fjáröflunarskyni. Laufey er lengi í bjástri með jiessa dúkku þar til henni hugkvæmist og tekst að selja hana Alexöndru Englandsdrottningu sem maka- laust má teljast. í bland við þetta allt eru svo hugleiðingar hennar um menn og málefni, sýn hennar á sjálfa sig og samtíð sína skrifað því fólki sem henni var nákomn- ast. Af nógu er að taka og verður hver að lesa fyrir sig. f lokaköflum bókarinnar fjallar höfundur svo um jiau rúmlega tuttugu ár sem Bríet átti ólifuð eft- ir að bréfaskriftatímabilinu mikla lýkur og endar bókina á minning- um sínum um ömmu sem hún jió aðeins kynntist í fáein ár. Er fágætt að höfundar séu í aðstöðu til að tengja löngu liðið viðfangsefni sitt við samtímann með þessum hætti. Samtíminn þrengir sér einnig inn í viðfangsefni bókarinnar á þann veg að þar eru vitaskuld á feröinni ýntsar hliðstæður við kvennabar- áttu dagsins í dag og aðstöðu kvenna í íslensku nútímaþjóöfé- lagi, sem knýja lesandann til um- hugsunar. Eða eins og höfundur orðar |iað á einum stað: ,,Hver einasta atkvœðisbær kona í landinu hlýtur að velta fyrir sér sömu spumingum og kynsystur hennar gerðu áfyrstu áratugum aldarinnar. Sömu rökin og glymja t eyrum nútíma íslend- inga með og móti sérframboði má strax lesa í þessum gömlu skrifum. Pólitískur vandi kvenna í karlveldi er óleystur enn." (bls. 310). Höfundi tekst afar vel að koma til skila því efni sem hún er með í höndunum og hvergi get ég fund- ið að henni hafi skriplað á skötu í efnismeöferð. Kann ég einnig vel að meta að hún greinir frá þeirri hetju sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir óneitanlega var án væmni eða dýrkunar sem er guðsþakkarvert á tímum sem í síbylju mæra leiötoga lífs sem liðna. Helst má gagnrýna höfund fyrir að fara full feimnis- lega með eigið framlag, afsaka sig um of vegna þess að hún er ekki fræðingur af einhverju tagi. Slíkt er með öllu óþarfi og á það ekki eingöngu við urn höfund þessarar bókar. Bókin er ekki til þess að lesa í einum rykk, heldur til að hafa við hendina og grípa til, en jiað á almennt við um bréfabækur sem eðli málsins samkvæmt eru ekki spennusögur. Nokkur fjöldi mynda prýðir bókina en fengur hefði mér þótt aö fleiri myndum til að lýsa upp ritmálið eins og myndum einum er lagiö. Frágangur bókarinnar, prófarkalestur og tilvísanir í heimildir er allt með ágætunt og sérstaklega vil ég benda á nafna- skrána aftast sem gerir bókina að aðgengilegu uppflettiriti fyrir hvers kyns grúskara. Með jæssari bók hefur Bríet Héðinsdóttir fært íslenskum kon- urn kafla í sögu sinni, kafla sem í senn er bæði mikilvægur og hvers- dagslegur rétt eins og líf kvenna fyrr og síðar. Hafi hún kærar jtakk- ir fyrir. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. TIMARIT SAGNIR Timarit um söguleg efni 1989 Félag sagnfrœöinema viö Háskóla íslands. Tímaritið Sagnir hefur nú litið dagsins ljós í tíunda sinn. Eins og segir íbréfi ritstjóra til lesenda, þá eru Sagnir 10, sem fyrri árgangar ,,afrakstur vinnu sagnfræði- nema við Háskóia fslands". Er þetta mjög lofsvert framtak því oft hefur mann sviðið það að nær öll sú ritgerðavinna, sem frant fer hjá háskólanemum, skuli lenda í glat- kistunni. Auðvitað eru ritgeröirn- ar mis merkilegar og vel fallnar til útgáfu, en mín skoðun er sú að ntargar jteirra eigi mun meira er- indi til almennings en margt af því sem á jtrykk gengur í þjóðfélag- inu. 37

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.