Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 2

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 2
EFNISYFIRLIT Ritstjóraspjall .................................2 Að læra af reynslunni, dæmisögur nemenda í ljósmóðurfræði.............3-7 Stjórnun á öðru stigi fæðingar.................8-9 Rannsóknasjóður ljósmæðra........................9 Málsókn á hendur fyrirmyndar ljósmóður......10-11 Meðhöndlun með ilmkjarnaolíum „Aromatherapy“...............................12-13 Fréttir frá kjaranefnd..........................14 Pistill frá Eþíópíu ............................15 Skýrsla stjórnar LMFÍ........................16-17 Fréttir frá fæðingargangi.......................18 FráLMFÍ.........................................18 Góð gjöf........................................19 Fréttir úr Eyjum ...............................19 Námskeið um sauma...............................20 Þetta blað er á náttúrulegum nótunum. Af nógu er að taka, því er það þannig komið að ekki er nóg pláss íyr- ir allt sem í blaðið átti að koma. Því verðum við að hafa framhald í næsta blaði. Þá mun ég skrifa um þrýstipunktameðferð í fæðingu og gefa upp þá punkta sem hægt er að nota til að lina sársauka í fæðingu. Einnig uppskriftir af nuddolíum sem nota má í fæð- ingu og einnig í sængurlegunni og margt fleira. Kveðja Anna Eðvaldsdóttir, formaður ritnefndar RITSTJÓRASPJALL Ljósmæðrablaðið kemur nú út í fyrsta skipti í breyttu formi en sú ákvörðun var tekin að stækka blaðið og breyta útliti þess. Vonandi falla þessar breytingar í góðan jarðveg hjá lesendum blaðsins. Efni blaðsins er fjölbreytt að þessu sinni en ekki var hægt að birta allt það sem blaðinu barst í þetta sinn. Meðal efnis eru dæmisögur nemenda í ljósmóður- fræði en ætlunin er að það verði fastur liður í blaðinu. Unnur Egilsdóttir þýddi áhugaverða grein úr norska ljós- mæðrablaðinu um málsókn á hendur breskrar ljósmóð- ur, eitthvað sem íslenskar ljósmæður hafa kannski ekki mikið hugsað um en vert er að íhuga. Þá má einnig nefna grein eftir Margréti Birgisdóttur um Aromatherapy eða meðhöndlun með ilmkjarnaolíum og notkun þeirra m.a. á meðgöngu, í fæðingu og fyrst eftir fæðingu. Fréttapistlar ætla að verða fastur liður í blaðinu og nú fáum við fréttir alla leið frá Eþíópíu en einnig frá Vest- mannaeyjum og fæðingargangi Landsspítalans og vil ég hvetja fleiri ljósmæður til að skrifa blaðinu og láta vita af sér. Allar tillögur og ábendingar varðandi blaðið og efni þess eru vel þegnar og hvet ég lesendur til að senda blað- inu línu eða greinar til birtingar. Að lokum óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og far- sældar á komandi ári. Ritstjóri Shirlely Price Aromatherapy olíur Nuddolíur og Aromatherapy olíur frá Shirley Price í Englandi eru taldar með því besta sem fæst í þessum vörutegundum.Vörurnar eru heimsþekktar og njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Aðeins fyrsta flokks gæði gefa réttan árangur. Nuddarar og áhugafólk um nudd og slökun hafa valið Shirley Price vörurnar sem aðal vörumerkið vegna hreinleika og gæða. Eigum á lager flestar gerðir af Aromatherapy olíum, einnig tilbúnar blöndur frá Shirley Price, tilbúnar til að blanda í burðarolíur. Eigum allar helstu gerðir af burðarolíum og kremum. Skipholts Apótek Skipholti 50c 105 Reykjavík • sími: 551 7234 2

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.