Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 8
Stjómun Eitt af því sem hefur verið mér hug- leikið síðan ég fór að taka á móti hörn- um er stjórnun á öðru stigi fæðingar, þ.e. hvenær og hvernig konan rembist. Nokkuð oft kemur spurning frá kon- unni um það hvenær hún megi byrja að rembast. Eftir útskýringar á því að það sé tilfmning sem hún muni að öll- um líkindum fmna sjálf og hafi leyfi til að fara eftir er eins og sumar verði hissa en öðrum léttir. Mig langar til að segja frá einni eftirminnilegri fæðingu þar sem ég sá það virka vel að hvetja konuna til að hlusta á líkamann og jafnframt gera svolitla samantekt á því sem skrifað hefur verið um rembing á 2. stigi fæðingar. Umrædd kona er Jóna, 27 ára frumbyrja sem missti vatn kl. 16.00 á sunnudegi og gangsett daginn eftir með syntocinondreypi um kl. 11.00. Þegar ég kom á kvöldvakt var hún komin upp í 40 dr/mín. og hríðar á 2- 3 mín. millibili og farin að gráta af verkjum og virtist vera spennt og illa haldin. Innst inni var ég viss um að Jóna yrði komin með epiduraldeyf- ingu innan klukkutíma, mér fannst hún líta þannig út og líða það illa með þessa snörpu og sáru Syntocinonverki. En til að byrja með flutti ég hana inn á fæðingarstofu, leiðbeindi henni í „öf- ugt á stól stellinguna“ og þar fékk hún baknudd frá eiginmanni sínum. Einnig lækkaði ég í dreypinu því mér virtist fæðing vera komin það vel í gang. Það var alveg frábært að sjá hvernig Jóna náði að takast á við hríð- arnar eftir þessar breytingar. Síðar fór hún að nota glaðloftið. Það kom nokkrum sinnum yfir hana ógleði og kastaði upp þrisvar. Ég var hvött til að gefa henni fenergan en henni fannst aldrei nein þörf á meðferð við ógleði því hún kom snögglega og fór um leið og hún náði að kasta upp. Smám saman kom ég inn í nuddið líka með pabbanum og nuddaði ýmist bak eða fætur. Jóna var mjög dugleg að hreyfa sig þrátt fyrir að vera mikið á öðru stigi í síritun (vegna syntocinondreypis ) og labbaði reglulega fram á WC alveg fram að 2. stigi fæðingar. Þegar langt var liðið á 1. stigið og ég sá hvað Jóna réði vel við fæðinguna án verkjalyfja eða deyfingar, ákvað ég að ræða um 2. stigið við hana og mín- ar hugmyndir um að hún hlustaði á skilaboð frá líkama sínum þegar að því kæmi. Jafnframt fullvissaði ég hana um að ég skyldi fýlgjast vel með framgangi og ef ástæða væri til þá myndi ég leiðbeina henni. Það var spurning um hvort væri grænt legvatn svo ég bjó hana undir að hlusta vel á mig og stoppa þegar ég segði til að hægt væri að soga barnið samkvæmt reglum spítalans. Mér var sýnt það traust að vera ein með þeim hjónum eins lengi og ég vildi og var það mjög dýrmætt. Og viti menn þetta virkaði allt vel! Jóna byrjaði að rembast þegar hún fann sjálf þörf fyrir það og eftir rúmlega hálfu'ma fór að sjá í koll og það algjör- lega án leiðbeininga frá mér. Þarna sá ég þetta virka eins og lýst er í allri um- fjöllun um 2. stig fæðingar. Ef konan fær hvatningu til að rembast spontant í stað þess að vera stjórnað kemur í ljós að konan rembist styttra í einu, svona 4-6 sek. í senn og þrisvar til fimm sinnum í hverri hríð (2,3,5). Þær anda jafnvel nokkrum sinnum á milli (3). Einnig byrja þær seinna að rembast í hverri hríð og rembast ekki endilega í hverri hríð (5). I einni heimild er talað um að það hve oft konan rembist í hverri hríð fari vax- andi eftir því sem fæðing er lengra komin(2). Ein rannsókn sýndi að konurnar notuðu ekki þá tækni að draga djúpt inn andann fyrir rembing ef þær fengu að gera eins og þær vildu (5). Minnihluti þeirra hélt niðri sér í andanum á meðan rembst var (2). Spontant rembingstækni virðist einnig vera meira í takt við öndunar- mynstur konunnar og í því sambandi er bent á að samstilling (syncrony) á milli þrýstings í brjóstholi og kvið sé líklegri til að stuðla að betri krafti kviðvöðvana og kröftugri rembing heldur en rembingur á lokaðan glott- is eftir að hafa dregið djúpt að sér andann (3). Það er einnig líklegt að þessi aðferð sé minna þreytandi fyrir konuna (3). I heimildum var oft vitn- að í Beynon (1957) sem tók eftir því að konur sem fengu að rembast eins og þær þurftu sjálfar komu út með minni rifur. Að sama skapi var meira um inngrip s.s. episiotomiur, tangir og meiri saumaskapur hjá þeim kon- um sem voru látnar rembast snemma á öðru stigi og stjórnað í rembingnum (1,3,4). Og síðan eru liðin 40 ár. Eru lconur hættar að trúa því að þær geti fætt börn án þess að einhver segi þeim hvernig þær eiga að gera það? Erum við (ljósmæður) hættar að trúa á að konurnar geti það? I grein Sagady 1995 kemur hún með tillögu um að ljósmæður líti yfir lífeðlisfræðilegar staðreyndir þess sem á sér stað í lík- amanum við fæðingu. Það sé fyrsta skrefið í að endurbyggja trú okkar á öðru stigi fæðingar. I greininni er síð- an farið yfir ferilinn á öðru stiginu, latent fasann, mikilvægi þess að kollur þurfi að snerta grindarbotn til að rembingsþörf verði og þátt receptora í vagina, rectum og perineum til að konan finni þessa þörf (4). Sem sagt að kollur sé farinn að þrýsta á grindar- botn. Þessi umfjöllun er í raun af sama toga og sagt er frá í ummfjöllun um virka fæðingu (active birth). Þegar hér er komið er líklega rétt að staldra aðeins við og huga að til- gangi. Skiptir það einhverju máli hvor konum er stjórnað eða ekki á öðru stigi fæðingar? Lítum aðeins á hvað gerist í líkamanum við það að rembast þannig að haldið sé niðri í sér andan- um í 10 sek. eða meira með lokaðan munninn. Við það hækkar þrýstingur í brjóstholi, einnig hækkar koltvísýr- ingsmagn í blóði, það verður meiri hindrun á að blóðið komist til hjart- 8

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.