Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 16
Sk^rsla stjórnar LktFÍ Haldnir voru 12 stjórnarfundir á tímabilinu ágúst-maí. Starfandi ljós- mæður eru 236. I nýju yfirliti um kjarafélaga í LMFI segir hins vegar að þeir séu 162 þar af 52 með hjúkrun- arpróf, en 74 starfandi ljósmæður við ljósmæðrastörf eru í FIH er þetta al- varleg þróun ef hlutirnir fara ekki að snúast við. Eins og við í Ljósmæðrafé- laginu erum alltaf að brýna fyrir ljós- mæðrunr þá skiptir það mestu máli að við stöndum saman og sameinumst um að vera allar sem vinnum við ljós- mæðrastörf í einu og sama félaginu ef við ætlum að ná árangri. Það er mjög mikilvægt fyrir ljósmæður að sýna fram á hve sterkar við erum, þar sem sífellt er verið að seilast inná okkar svið og reyna að minnka verksvið okkar. Það að við séum í mörgum fé- lögum vekur auðvitað grunsemdir manna um að við getum ekki komið okkur saman svo það sannast því enn og aftur hið fornkveða sameinaðar stöndum vér en sundraðir föllum vér. Innan stjórnar LMFI hefur mikið verið rætt um framtíð félagsins, og mikilvægi þess að komið verði á fastri stefnumótum. Það teljum við að sé nauðsynlegt til að sýna styrk okkar í á- kveðnum málum þannig að þegar við erum spurðar um ákveðin málefni þá getum við bent á að það sé stefna okk- ar. Við höfum reynt að hefja vinnu margsinnis á þessu mikilvæga verkefni en alltaf brunnið inni á tímaskorti. Nú hefur hins vegar stjórnin fengið Ingibjörgu Einisdóttur fyrrverandi formann LMFÍ til að taka að sér þetta verkefni í náinni samvinnu við aðrar ljósmæður. Ingibjörg býr í Bandaríkj- unum en kemur hér nokkrum sinn- um á ári til að sinna kennslu ljós- mæðranema m.a. Hún hefur á þessu málefni brennandi áhuga og fögnum við því að hún hefur fengist til að skoða þetta verkefni og e.t.v. taka að sér. Við sjáum fyrir okkur að með aukinni tækni nú á tölvuöld og „email“ að þá sé ekki mikið mál að vera í öðru landi að vinna og e.t.v. gott þar sem hún er þá minna smituð af þeirri umræðu sem er í gangi hverju sinni. Það er í bígerð að gera skoðana- könnun meðal ljósmæðra og spyrja ýmsa spurninga tengda starfmu, laun- unum, félaginu sjálfu o.fl. Við teljum að það sé nauðsynlegt að gera svona könnun og erum þess fullvissar að hún geti hjálpað okkur að byggja upp okkar félag og styrkja okkur sem heild. Forvinna er byrjuð en könnun verður ekki gerð fyrr en í haust. Það hafa komið upp ýmis mál hjá ljósmæðrum siðferðilegs eðlis. Þessi mál hafa verið erfið öllum sem að þeim standa. Ljósmæðrafélagið hvetur allar ljósmæður sem standa í ein- hverju þrefi að hafa allt sitt á tæru og hafa allt skriflegt sem á milli fólks fer og / eða hafa einhvern fulltrúa frá fé- laginu með sér í erfið samtöl þannig að alltaf séu fleiri en einn til að stað- festa og segja frá því sem á milli fer. Þetta er að gefnu tilefni og er félagið tilbúið að aðstoða eftir þörfum og hefur það verið gert nokkrum sinnum á síðastliðnu ári. Lífyrissjóðsmál hafa verið áberandi í umræðunni og hefur Ljósmæðrafé- lag Islands staðið fyrir félagsfundi um þau mál. A þann fund mættu 30 ljós- mæður. Þetta var mjög greinargóður fundur þar sem farið var yfir helstu málin sem hafa breyst hjá lífeyrissjóð- unum. Eins er auðvitað ljósmæðrum velkomið að mæta á fundi sem eru auglýstir hvar sem er á landinu á veg- um lífeyrissjóðsins. Við hvetjum ljós- mæður allar til að lesa vel bækling þann sem þið fenguð sendan heim og kynna ykkur réttindi ykkar. Það er svo hægt að hafa samband við lífeyrissjóð- inn til frekari upplýsinga og til að fá aðstoð við að ákveða í hvorri deildinni hagsmunum hverrar ljósmóður er best varið. Félagið hefur útbúið möppu um lífeyrissjóðsmálin og geta félagsmenn fengið hana lánaða áskrif- stofunni til að reyna að glöggva sig frekar á þessum málum. Eitt af því sem mikið hefur verið rætt um er hvort LMFl eigi að vera á- fram í BSRB, ganga í BHM eða standa utan félagssamtaka. Þetta kref- st mikils og góðs undirbúnings. Þegar öllum upplýsingum hefur verið safn- að saman og reynt að sjá hvað okkur hentar best. Ef ákveðið verður að segja okkur úr BSRB þarf allsherjarat- kvæðagreiðslu þannig að allir félags- menn hafa um þetta að segja. Til að félagið geti farið á fullt að at- huga hvort þessar breytingar ættu að fara fram óska ég eftir að tekin verði fýrir tillaga um þetta mál og greitt um hana atkvæði hér á fundinum á eftir. Málið gengur þannig fyrir sig að láta þarf stjórn BSRB vita með 4 vikna fyrirvara þegar fjalla á um til- löguna á aðalfundi. Þá situr fulltrúi frá BSRB fundinn og fylgist með um- ræðunni og atkvæðagreiðslu um hvort gera eigi allsherjaratkvæðagreiðslu um úrsögn. Tillaga um allsherjaratkvæða- greiðslu verður að hljóta samþykki 2/3 fundarmanna á aðalfundinum og ef það samþykki fæst fer atkvæða- greiðsla fram 4 vikum seinna. Úrsögn telst síðan samþykkt ef að a.m.k. helmingur félagsmanna er henni fylgjandi eða 2/3 hlutar þeirra sem þátt taka í allsherjaratkvæðagreiðsl- unni. Síðan er hægt að fara úr BSRB um áramótin þar á eftir. Það sem hefur verið m.a. verið sett út á veruna í BSRB er að faghópar eiga erfitt uppdráttar og gengur illa að koma sínum málum áfram. Talsverður tími hefur enn farið í umræðu um bókun 3 í kjarasamning- unum. Formaðurinn og formaður kjaranefndar hafa hitt ráðherra og Ragnheiði Haraldsdóttur deildar- stjóra í Heilbrigðisráðuneytinu nokkrum sinnum út af þessu máli en ekki haft erindi sem erfiði. Ráðuneyt- ið hefur alveg gefið frá sér þetta mál þrátt fyrir góðar vonir í upphafi. Ljósmæðraráð hefur ásamt for- manni LMFÍ unnið í allan vetur að því að skipuleggja ljósmæðraþjónustu 16

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.