Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 13
Lyktarmólikúl berast með innönd- um og koma þar fyrst að því sem kall- ast í íslenskum orðabókum „lyktar- klumba“ (olfactory bulb) sem er í raun upphaf lyktartaugarinnar og er staðsett í nefgöngunum á móts við augun. Hún er þakin þunnri himnu sem hefur að geyma milljónir tauga- fruma. Á þeim eru einskonar bifhár sem geta borið óendanlegt magn upp- lýsinga. Þessar upplýsingar fást við hverja innöndun eða í hvert sinn er við drögum andann finnum við lykt. Ólíkt heyrnarskyni og sjónskyni sem byggist á ljósi og hljóði byggist lykt eingöngu á því að lyktarmólikúl berist að nefx sem samstundis sendir skila- boð til limbic - hluta heilans sem stýr- ir og nemur hvata og taugaboð. Þar snertir ilmurinn strax okkar innsta kjarna áður en heilabörkurinn sem analyserar eða skilgreinir áreiti kemst að. Limbic - hluti heilans hefur yfir boðefnum að ráða s.s. encepaline (dregur úr sársauka og eykur vellíð- an), endorphine (hefur svipaða verk- an), serotomin (slakar og róar), nora- drenalin (örvandi og heldur okkur vakandi). Þannig að limbic - hluti heilans sendir þau boðefni um lik- amann sem viðkomandi lykt fram- kallar eða örvar. Hmkjamaolíur á meðgöngu, í fjeðingu og þjrst eftir fæðingu Nokkuð hefur verið skrifað og rætt um „hættuna“ við að meðhöndla með ilmkjarnaolíum á meðgöngu á frekar frjálslegan og ófaglegan hátt. Langir listar olía hafa verið lagðir fram sem varúðarlistar án nokkurra haldbærra skýringa á því hvers vegna tilteknar olíur eru á bannlista. Ekki er óalgengt að kona hafi ekki hugmynd um að getnaður hafi átt sér stað fyrr en nokkrar vikur gengin með. Þ.a.l. hag- at hún lífi sínu sem áður. Innan henn- ar daglega lífsmynsturs gætu hugsan- lega verið ilmolíur og/eða einhvers- konar meðhöndlun þeim tengd. Mér vitanlega hefur ekkert komið uppá sem valdið hefur móðir eða barni skaða á nokkurn hátt sem rekja má til olíanna, notaðra á réttan hátt. Einu skaðarnir svo vitað sé um eru vegna þess að ólánsamar konur hafa tekið inn óhóflegt magn ilmkjarnaolía í þeim tilgangi að framkalla fósturlát og vegna þess hve „óhefðbundnar lækn- ingaaðferðir“ eiga enn undir högg að sækja víða í hinum vestræna heim. Er- sagan oft blásin upp en sannleikurinn látinn liggja á milli hluta. En til að ábyrgjast örugga og árang- ursríka meðhöndlun eiga ilmkjarnaol- íur aldrei að vera í höndum annara en þeirra sem hafa faglegan bakgrunn á því sviði eða undir eftirliti þeirra. Á meðgöngu er hægt að koma í veg fyrir eða vinna á ýmsum kvillum engdu tímabilinu t.d. * bakverkjum * harðlífi * vöðvakrömpum * tilfinningalegu ójafnvægi * æðahnútum * brjóstsviða * hypertension * bjúg Meðhöndlun byggist á því að verð- andi mæður fá blöndur og ráðlegging- ar fyrir þeirra tiltekna vandamáli og vinna síðan með það sjálfar undir eft- irliti fagmanns Rannsóknir hafa leitt í ljós þá stað- reynd að notkun ilmkjarnaolía í fæð- ingu dregur verulega úr þörf fyrir lyfjagjafir (t.d. pethidin ) auk þess að hjálpa til á margvíslegan annan hátt. Á fæðingarstofunni eru þær ýmist notaðar til innöndunar, í nuddol- íu/krem eða í bað sé sú aðstaða til staðar. Verkjastillandi: * lavender - í bað. * bergamot, geramum, lavender , palmarosa, rose otto til innönd unar. * black pepper, sweet marjoram í nudd. Hypertomic uterine action ( Hríðar- stormur ): * geramium, lavender - til mnönd unar. Puerperal depression ( Fæðingar- þunglyndi ): * clary - sage, frankincense, neroli til innöndunar og í nudd. Stress - hræðsla: * clary - sage, rose otto, ylang - ylang í nudd eða til innöndunar. Uterine inertia ( sóttleysi ): * clary - sage, lavender til innönd unar eða í nudd. Á sængurkvennagangi bíða oft mörg vandamál meðhöndlunar sem hægt er að vinna á með olíunum á einfaldan og náttúrulegan hátt. Blæðingar: * cypress - lavender í bað ( setbað ). Stálmi: * geranium í bað eða volga grisju. Keisaraskurður: * lavender, tea tree í grisju á skurð svæði. Sárar geirvörtur: * lavender, Rom. chamomile, rose otto í krem. Berist á geirvörtur eftir brjóstagjöf. Ath. að þvo vel fyrir næstu gjöf. Tilfmningalegt ójafnvægi: * geranium, Rom. chamomile, rose otto í bað eða til innöndunar. Gyllinæð: * cypress, lavender í krem. Og fyrir litlu krílin má draga úr eða jafnvel koma algerlega í veg fyrir magakrampa með nuddohublöndu sem inniheldur ginger, Roman chamomile og mandarin ásamt því að láta móðurina drekka fennel - te sé hún með barnið á brjóstagjöf. Þessi undanrituðu orð eru stiklur úr fyrirlestri sem áhugasamar ljós- mæður sóttust eftir á vetrarmánuð- um. Er það einlæg von mín að hann hafi kveikt áhuga einhverra á þessum fræðum til viðbótar þeim sem fyrir eru. Þetta er náttúruleg leið til að fyr- irbyggja og vinna a hinum ymsu meinum. Vegna þess, hve jakvæður árangur rannsókna á sjukrahusum og tilraunarstofum er, nytur hun vaxandi athygli víða um hin vestræna heim. Margrét Alice Birgisdóttir 13

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.