Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 11
framfleyta syni sínum eða þær verið dæmdar til að borga helmingi meira en móðirin fékk við sættirnar. 1-jósmesöur taka lögfreeðilega ábýrgð Flint sagði seinna að málið sýndi að ljósmæður eru reiðubúnar að taka lög- fræðilega ábyrgð á faglegum gerðum sinum og að ljósmæður væru í aukn- um mæli ráðnar sem faglega ábyrgar á fæðingarstofunni. Þessi móðir hefur ekkt farið út í málaferli gegn fæðingar- læknum sjúkrahússins. Flint benti ennfremur á veikleikann í breska vel- ferðarkerfinu sem heimtar réttarfars- lega sönnun um sök áður en fjölskylda með fatlað barn fær viðeigandi úrlausn til að hugsa um barnið á verðugan hátt. Fiún var fegin að sættirnar gerðu móður drengsins þetta mögulegt. Málið hefur haft alvarlegar afleið- mgar fyrir breska ljósmæðrafélagið sem hefur tryggt meðlimi sína fyrir bótaskyldu vegna vinnu sinnar og á- kveðið að draga til baka tilboð um á- hyrgðartryggingu til sjálfstætt starf- andi ljósmæðra. Ljósmæðrafélaginu fannst óréttlátt að láta alla meðlimina horga aukinn kostnað sem verður vegna lítils hóps sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Nú eru það aðeins ljós- mæður sem eru ráðnar hjá því opin- bera sem eru tryggðar hjá ljósmæðra- félaginu en sjálfstætt starfandi ljós- mæður verða að kaupa tryggingu á sama verði og fæðingarlæknar, þrátt fyrir bersýnilegan mun á ábyrgð og á- hættu á starfssviði. Gjöldin eru yfir 70.000 krónur á ári. Eini kosturinn er að vinna án tryggingar og flestum finnst það óviðunandi. Caroline I'lint Gefast ekki upp Starfsemi sjálfstæðs rekstrar Caroline Flint er óbreyttur. Um þessar mundir er hún að undirbúa sig fyrir ferð til Astralíu, þar sem hún er innkölluð sem ráðgefandi í málaferlum gegn sjálfstætt starfandi ljósmóður. Þau þrjú ár sem málið var í uppsiglingu var erfiður tími fyrir hana og Taylor en hún hefur fengið mikinn stuðning frá starfssystrum og mæðrum sem hún hefur annast. I kjölfarið hefur hún sent út eftirfarandi fréttatilkynn- ingu. „Engin ljósmóðir eða fæðingar- læknir óskar þess að skaða barn, eng- in ljósmóðir eða fæðingarlæknir gerir minna en sitt besta til að annast barnshafandi og fæðandi konur en þrátt fyrir það fæðist eitt af hverjum 400 börnum lamað vegna heilaskaða. Það þýðir að í Englandi og Wales þar sem fæðast ca. 700.000 börn árlega, fæðast 1750 börn lömuð vegna heilaskaða, næstum 5 börn hvern dag ársins. Frá upphafi skráninga hefur hlutfall barna með lömun vegna heilaskaða ekkert breyst. Þetta hlutfall er það sama um allan heim. Hlutfall- ið var það sama þegar flestar konur fæddu heima og það sama í dag þátt fyrir tækninýjungar eins og fóstur- hjartsláttarrita og mikla aukningu í keisaraskurðum. Við sum sjúkrahús í London lýkur fjórðu hverri fæðingu með keisaraskurði. Hvers vegna breytist ekki hlutfall barna með lömun vegna heilaskaða? Fiona Stanley, þekktur faraldursfræð- ingur frá Sidney í Ástralfu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að 90% tilfella af lömun vegna heilaskaða eigi rætur sfnar að rekja til orsaka í með- göngunni sem ekki sé hægt að finna, sjúkdómsgreina eða lækna. Stanley heldur fram að aðeins 10% af tilfell- um verði vegna orsaka í fæðingunni og að flestar þeirra séu óhjákvæmileg- ar. í bresku velferðarríki eru aðstæður erfiðar fyrir fjölskyldur barna með lömun vegna heilaskaða. Velferðar- kerfið borgar ekki nóg til að dugi fyr- ir aukaútgjöldum þessara fjölskyldna. Þeir einu sem fá meiri peninga eru þeir sem fara í mál við lækni sinn eða ljósmóður og vinna málaferlin. Hinar himinháu skaðabætur, oft yfir 100 milljónir, gera það að verkum að fæð- ingarlæknar og sjálfstætt starfandi ljósmæður þurfa að kaupa mjög dýrar tryggingar. I Bandaríkjunum, þar sem tíðni barna með lömun vegna heilaskaða er eitt af hverjum 400 hundruðum, eru margir fæðingar- læknar hættir störfum vegna þess að tryggingargjöldin eru svo há.“ ■ ■■ Auglýsing um námskeið „NEONATAL NURSING: CURRENT ISSUES“ er yfirskrift námskeiðs sem haldið verður 22-28 mars 1998 í Nottingham. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu LMFI. 11

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.