Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 14
Fréttir frá kjaranefnd 12. júní 1997 undirritaði fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs, St. Franciskuspítala og Reykjalundar kjarasamning við Ljósmæðrafélag Islands og gildir hann frá 1. maí 1997 til 31. október 2000. Eins og í fyrri kjaraviðræðum var aðaláherslan lögð á að allar ljós- mæður grunnröðuðust eins óháð því hvenær þær hafi útskrifast. Það var þó ekki hlustað á þessa ósk okk- ar að þessu sinni. Von okkar er þó að tekið verði tillit til reynslu ljós- mæðra þegar raðað verður í nýtt launakerfi. Tilgangurinn með breyttu launa- kerfi er eftirfarandi eins og fram kemur í 3. grein samningsins: „Að auka sveigjanleika launakerfis- ins og draga úr miðstýringu í launaá- kvörðunum og koma á skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnanna og starfs- manna þeirra. Að hækka hluta dagvinnulauna. Það er m.a. gert með því að fækka starfsaldursþrepum og minnka vægi sjálfvirkra tilfærslna. Jafnframt er opnað fyrir þann möguleika að breyta samsetningu heildarlauna þannig að dregið sé úr yfirvinnu og vægi dag- vinnulauna aukið án þess að það dragi úr vinnuskilum eða framleiðni stofn- unar. Að fela stofnun útfærslu og daglega framkvæmd kjarasamninga þannig að hún geti, með hliðsjón af eðli starf- semi, skipulagi og/eða öðru því sem gefur stofnun sérstöðu, ákveðið með samkomulagi, við fulltrúa Ljós- mæðrafélags Islands, eða úrskurði úr- skurðarnefndar, sem telst þá hluti kjarasamnings, hvaða þættir skulu lagðir til grundvallar við mat á störf- um þeim sem innt eru af hendi á hennar vegum. Hið nýja launakerfi skal taka gildi 1. febrúar 1998 en vera að fullu kom- ið til framkvæmda 1. mars 1998. Hækkun sú sem kemur til fram- kvæmda 01.04.1998 gildir frá og með gildistöku nýs launakerfis þ.e. 01.02.1998. Frá þeim tíma fellur brott eldri launatafla, kaflinn um launaþrep og prófaldur svo og kaflinn um röðun starfsheita í launaflokka, auk annarra ákvæða sem hafa áhrif á röðun t.d. vegna menntunar." Bóknn 2 „Aðilar eru sammála um að á sam- ingstímanum verði gerð athugun á smithættu hjá ljósmæðrum sem starfa við áhættufæðingar og sein fósturlát á fæðingardeild Landspítalans.“ Þessi bókun gefur kjörið tækifæri íyrir þær ljósmæður sem hafa haft hug á því að gera rannsókn. Að lokum vil ég minna allar ljós- mæður á að hægt er að leita upplýs- inga varðandi samningin á skrifstofu Ljósmæðrafélagsins. f.h. kjaranefndar Guðrún Guðbjörnsdóttir Kftirtöldum aðila er þakkaður Oeitlur stuðningur Garðs Apótek • Sogavegi 108, við Réttarholtsveg • sími 568 0990 LjósmæcJur athuö'id! Mikilvægt er að Ijósmæður láti meta allt viðbótarnám sitt til launahækkunar fyrir l.des. n.k. Nýtt launakerfí tekur gildi eftir áramót og þá falla niður núverandi reglur um mat á viðbótarnámi. Þær Ijósmæður sem rétt eiga á launaflokkshækkun vegna viðbótarnáms taka þau launahækkun með sér inn í nýtt launakerfi. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu L.M.F.Í. 14

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.