Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 15
Pistill frá Eþíóptu Starf ljósmóður í Eþíópíu er ólíkt starfmu heima á íslandi. Mæðra- dauði er gífurlegur og beinist starf- ið að því að bjarga lífi moður ekki síður en barns. Ungbarnadauði er einnig mjög hár eins og gefur að skilja. Flestar konur fæða í heima- húsi þar sem nágrannakona.ættingi konunnar eða einhver kona í þorp- inu sem hefur mikla reynslu í fæð- ingum og e.t.v. fengið einhverja kennslu í að aðstoða við fæðingar. Ef vandamál koma upp er konan borin á sjúkrabörum oft í marga klukkutíma eða jafnvel daga, allt eftir bústað hennar, til næstu sjúkrastöðvar eða sjúkrahúss. Þeg- ar þangað er komið er iðulega allt komið í óefni. Frumbyrja ein var búin að vera lengi í fæðingu heima í þorpinu án ár- angurs. Þeir sem voru til aðstoðar í fæðingunni vildu fá hana flutta til sjúkrastöðvarinnar sem kristniboðið rak. Þar sem maðurinn var ekki heima var ekkert hægt að gera. Þegar hann kom loksins heim af akrinum var lagt af stað. Sjúkralið- arnir á staðnum sáu strax að hún var með legbrest og var undirbúningur strax hafin að að keyra með konuna a sjúkrahús ca. 4-5 klst. akstur. Þegar u-þ.b. 1 klst var eftir til sjúkrahússins brotnaði drifskaftið undan bílnum og þurfti að bíða eftir viðgerð. Á meðan lá konan aftur í bílnum. Enn leið langur tími þar til hægt var að gera að- gerð á konunni. Lífi hennar var þó bjargað en óvíst er hvort hún geti átt börn framar. Hún þarf síðar að fara í aðgerð vegna fistla sem mynduðust eftir langdregna fæðinguna. Saga konunnar er þó ekki öll sögð því í kjölfar alls þessa gafst maðurinn upp á henni og stakk af þar sem hún lá á sjúkrahúsinu. Fannst honum eflaust htil von til þess að þessi kona gæti nokkurn tíma fætt honum börn og því einfaldara að finna nýja konu. Malaría er algengur sjúkdómur í landinu. Fyrir ofnskar konur er hann sérstaklega hættulegur. Mjög oft missa þær fóstur eða fæða fyrir tím- ann. Ein kona í Arba Minch var að fæða í 1 l.sinn. Hún átti 5 börn á lífi en 5 börn voru látin af völdum sjúk- dóma. I þetta sinn var konan mikið veik af völdum malaríu. Hún var með háan hita, gengin 7 mánuði. Fæðing- in fór af stað og hún fæddi fyrirbura ca. 1000 gr. Við Lilja komum að henni þar sem hún sat með litla kríhð í fanginu og grét. Það var rétt svo hægt að sjá að barnið andaði. Það átti ekki langt eftir. Þetta var á mánudegi en barnið hafði fæðst á föstudeginum áður. Á sjúkrahúsinu er ekki hitakassi og því síður vökudeild. Konan hafði ekki verið í mæðraskoðun en hefði hún farið reglulega í skoðun og feng- ið fyrirbyggjandi malaríu töflur eru minni líkur á að hún hefði veikst. Fjölbyrja að fæða í 3. sinn kom á sjúkrahús kristniboðanna í Gidole. Hún hafði fætt fyrri tvíburann heima um morguninn og var hann á lífi. Eftir nokkrar klst. var komið með konuna þar sem ekki gekk að na seinni tvíburanum. Hann reyndist látinn og lá í þverlegu með hendi mð- ur. Með miklum erfiðismunum tókst að ýta hendinni upp og finna fót til að draga niður. Eftir nokkurn tíma fannst hinn fóturinn og var þá hægt að snúa barninu og láta það fæðast í sitjandi stöðu. Það skal tekið fram að viðkomandi ljósmóðir var með verki í handleggnum í nokkra daga eftir á- tökin og mikið hefði hún verið þakk- lát ef hún hefði átt dálítið lengri hanska en bara upp að úlnlið! Konan var ótrúlega sterk á meðan á þessu stóð. Hún var alveg ódofin og heyrð- ist varla í henni. Fyrri tvíburinn lifði og var það eina lifandi barnið hennar. Hún lá á sjúkrahúsinu í nokkra daga og fékk sýklalyf en fór síðan heim heil heilsu. í Eþíópíu búa um 57 milljónir. Mikið starf er fyrir höndum ef takast á að hjálpa öllum fæðandi konum landsins. Ljósmóðurnámið á Islandi og ekki síst góð reynsla af fæðingar- gangi hefur komið að góðum notum. Þó má segja að margt sem við sjáum hér úti, sjáum við aldrei heima, sem betur fer. Hér kemst maður í kynni við allt sem stendur í fæðingarfræð- inni og jafnvel hluti sem ekki standa þar. Oftar en ekki er ljósmóðir hér að vinna verk sem eingöngu læknar koma nálægt heima s.s. inngrip í fæð- ingar og útskafanir eftir fósturlát. Já, vissulega er mörgum hægt að bjarga en oft væri gott að hafa þo ekki væri nema lítið brot af þeirri tækni og mannafla sem fæðingardeildir á ís- landi hafa. Birna Gerður Jónsdóttir 15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.