Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 20
Námskeið um sauma Mánudaginn 8. september bauð Austurbakki h/f ljósmæðrum til kynningar á þeim saumefnum sem þeir flytja inn, og um leið á nám- skeið í saumatækni. Námskeiðið var mjög vel sótt af ljósmæðrum. Fyrirlesari var Rowan Norris, sem starfar hjá Ob/Gyn deild Ethicon fyrirtækisins í Skotlandi. Hún tal- aði ensku. Hún ræddi um tíðni áverka á spöng, sem er sumstaðar allt að 100% (episiotomiur), en a.m.k. þriðja hver kona þarf viðgerð á spöng ( skv. Olah, 1994). 20 % þeirra hafa einhver óþægindi 3 mánuðum síðar ( Grant, 1986 ). Besti mögulegi árangur er háður eftirfarandi: 1. Aðferð við saumaskapinn. 2. Færni þess sem saumar. 3. Val á saumaefni. Varðandi efnið, þá er til ýmis kon- ar þráður, annars vegar úr náttúru- legum efnum, svo sem catgut og silki. Þau valda frekar ertingu þar sem líkaminn þekkir þau sem framandi. Hins vegar eru syntetísku efnin, s.s. Vicryl, Dexon og Polysorb, sem samkvæmt rannsóknum valda minni aukaverkunum, t.d þarf minni verkjameðferð við notkun þeirra. Þau leysast upp og frásogast síðan og hverfa alveg úr sárinu. Mismunandi er hversu langan tíma það tekur, og einnig hversu lengi þráðurinn styður við sárið. I sambandi við viðgerð á spöng, (spangarskurði og rifur), skiptir máli að þráðurinn styðji við sárið á meðan sárbarmarnir eru að grípa saman, og hverfi síðan flótt og vel. Sum efni eru 90 til 110 daga að frá- sogast, ( sem eykur líkur á óþæg- indum ). Flestir þræðir hafa óþarf- lega langan stuðningstíma (wound support time) fyrir spangaráverka, en þeir gróa mjög hratt, en Vicril rapide hefur þann kost að styðja við í 10 daga og er síðan horfið eft- ir 42 daga. Síðan sáum við videospólu þar sem sýnt var hvernig spangarskurður var saumaður með áframhaldandi saum, og endahnúturinn falinn í sárinu þar sem hann meiðir ekki. Við fengum einnig að spreyta okk- ur á að sauma í “húðlíki”, og hnýta hnúta. Eftir kaffihlé var sýnd spóla þar sem sýnt var nákvæmlega hvernig á að gera keisaraskurð og sauma saman á eftir, með viðegandi þræði í hvert lag. Var það einnig mjög fróðlegt. Við þölckum Austurbakka fyrir framtakið. Höfum á boðstólum mikið af vörum er tengjast meðgöngu og fœðingu t.d. ✓ Sjúkrasokka ✓ Stuðningsbelti ✓ Saum ✓ Skurðóhöld ✓ Brjóstapumpur ✓ Þurrmjólk fyrir veröandi mæöur og börn á mismunandi aldri ✓ Futuro ✓ Prósport Gtrn: Samstarfí30 ár Aisturbakki hf. P.O. BOX 909 - 121 REYKJAVÍK. ICELAND Borgartun 20.105 fWyk)avfk - Tal.; 354-502 0411 Fax: 354-502 0435

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.