Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 5
aukaupplifun og tjáningu í tengslum við minni menntun (Lowe, 1996). það er ljóst að enginn einn þáttur er ábyrgur fyrir sársaukaupplifun konu í fæðingu. þar hefur áhrif flók- ið samspil líkamlegra og sálrænna þátta hverrar konu. Ljóst er að upp- lifun konunnar á sársaukanum er undir áhrifum frá því umhverft sem hún fæðir í. Umhverfisþættir eru margslungið fyrirbæri en innibera þær manneskjur sem eru á staðnum, hvernig samskipti þeirra eru bæði ver- bal og nonverbal, gæði þess stuðnings sem konan fær frá viðstöddum, hversu framandi umhverfið er þar á meðal hlutirnir sem í því eru og einnig lykt, hljóð, lýsing og hiti, og þær takmarkanir sem umhverfið setur konunni hvað varðar rými og hreyfan- leika innan þess (Lowe, 1996). Stjómun sársauka í fceöingxi Þegar talað er um stjórnun sársauka í fæðingu spyrjum við gjarnan: hvernig get ég haft álirif á sársaukaupplifun konu í fæðingu? Við skulum horfa aðeins á orðið stjórnun eins og það kemur fyrir í umönnun í fæðingu. Stjórnun gefur fil kynna að sá sem stjórnar stýri og ráði yfir einhverju. þegar sársauki á í hlut verðum við að gera okkur ljóst að verkir í fæðingu tilheyra konunni sem upplifir þá og að stjórnun sársaukans tilheyrir henni einnig. Það sem við getum gert og verðum að gera er að vinna með konunni við að útvega þau ytri meðul sem hún þarf til að ráða við upplifun sína af sársaukanum (Lowe, 1996). Það kom fram í rannsókn Ranta, Jouppila og Jouppila sem gerð var í Finlandi 1995 á verkjaupplifun mik- illa fjölbyrja (grand multipara, þ.e. fleiri en 5 fæðingar) að þótt þær upp- lifðu minni sársauka á fyrsta stigi fæð- tngar tjáðu þær meiri sársauka á öðru stlgi en frumbyrjur og einnig kom ftam að 58% fjölbyrja og 54% mikilla fjölbyrja tjáðu fæðingarreynslu sína ekki passa við þær væntingar sem þær höfðu fyrir fæðinguna (en það var teynsla 91% frumbyrja) (Ranta, Jo- uppila ogjouppila, 1996). I rannsókn sem McKay, Barrows og Roberts gerðu 1990 á upplifun kvenna á öðru stigi og hvaða ráð hjálpuðu eða hindruðu kom fram að 7 af 20 konum ræddu rembinginn á mjög neikvæðum nótum, lýstu mikl- um sársauka og hve þetta var erfiður hluti fæðingarinnar. þær notuðu lýs- ingar eins og vansæl, hræðilegt, og erf- iðasti hlutinn. Ein kona sagði að rembast hefði verið hroðalega sárt og henni fannst hún vera að rifna í hengla þarna niðri og fann engan létti við að rembast nema að hún fann ekki lengur hríðarverkina. Margar konur tjáðu að þeim hefði fundist þær ekki geta meira þegar kom að því að remb- ast (McKay, Barrows og Roberts, 1990). Sjálfsagt hafa margir þættir spilað inn í viðbrögð og hegðun umræddrar konu í fæðingunni og e.t.v. hefði ver- ið hægt að spá einhverju um eða fyrir- byggja það sem gerðist hefði maður kynnst konunni á meðgöngu og haft samfellu í umönnun hennar. Lowe (1996) telur einmitt mikilvægt að sá sem annast konuna á meðgöngunni leggi á ráðin með konunni um stjórn- un sársauka í fæðingu og ýti henni út í sjálfsskoðun hvað varðar væntingar hennar til hríðarverkja, skilning hennar á mögulegum ástæðum verkja og óþæginda í fæðingu, hvaða upplif- un hún hefur áður haft af sársauka og hvaða aðferðir hún notaði til að ráða við þann sársauka. þetta ætti að vera hægt að gera ef sami aðili er með kon- unni alla leiðina í gegn um barneigna- ferlið. í bókinni New Active Birth eftir Janet Balaskas er góð lýsing á því sem einkennir tímabilið rétt áður en út- víkkun lýkur og tek ég hér glefsur úr þeirri lýsingu: “Hríðarnar koma þétt og kröftug- lega með stuttu millibili. Leghálsinn er líklega opinn 8-9cm.... Flestum konum finnst þetta erfiðasti tími fæð- ingarinnar... Það er of seint að fá nokkuð (og einnig óskynsamlegt)..... Þú er enn ekki tilbúin að rembast, þótt þú getir byrjað að finna remb- ingsþörf. Tilfinningar þínar geta sveiflast milli örvæntingar, pirrings og hræðslu annars vegar og skyndilegrar alsælu hinsvegar” (bls. 108). Balaskas segir ennfremur: “Að liggja á hnjám er algengasta stellingin á þessu stigi.... Mörgum konum finnst einnig gott að sitja á ldósettinu á transitional stiginu (bls. 108). Þessari konu fannst einmitt best að sitja upprétt og ætlaði ekki að þora að leggjast uppí svo við gætum skoðað hana. Ég náði að skoða hana einu sinni og þá var útvíkkun 9, sem sam- svarar transitional fasanum. Síðan missti konan stjórn á sér þegar remb- ingurinn náði yfirhöndinni og þá var of seint að hjálpa henni í aðra stell- ingu þar sem ekki náðist til hennar vegna ofsahræðslu og spennu. Hún tjáði mikinn ótta við að rifna og fannst þrýstingurinn af kollinum óbærilegur. I New Active Birth segir einmitt: “Á þessu stigi er algengt að finna til hræðslu.... Mörgum konum finnst sem þær geti ekki meira og jafnvel að þær muni rifna í sundur og deyja.... Michel Odent kallar þetta “physi- ologískan ótta” og telur að þessi ótti rétt áður en fæðing verður hafi nota- gildi því hann spýti adrenalíni út í blóðið. ..(adrenalínið) hafi þau áhrif að koma af stað ósjálfráðu rembings- viðbragði annars stigs, sem Michel kallar “the foetus ejection reflex”. Hann leggur áherslu á að vera ekki of hughreystandi og trufla ekki móður- ina á þessu stigi” (bls. 109). I rannsókn sem Wuitchik, Hesson og Bakal gerðu 1990 á hvort hægt væri að spá fyrir um sársauka og van- líðan á latent, aktívu og transitional stigum fæðingar kom fram að við skiptingu frá latent yfir í aktívan fasa fæðingar geti djúpstæðar áhyggjur og kvíði tekið yfir og haft meiri áhrif en það sem konan hefur lært á foreldra- fræðslunámskeiðum um hvernig hún geti stjórnað sársauka og vanlíðan. Þetta sé sérstaklega áberandi á transitional stiginu (Wuitchik, Hes- son og Bakal, 1990). Konan var á transitional stiginu þegar við veltum henni á bakið og ekki cr óh'klegt að við það að leggjast á bakið hafi hafi orðið truflun á ein- 5

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.