Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 6
beitingu konunnar og hún misst vald á aðstæðunum um leið og hún var komin í þessa valdalausu stellingu og djúpstæður ótti og kvíði þar með náð yfirhöndinni. Hún haíði jú fram að þeim tíma eklú treyst sér í neitt nema að standa og sitja upprétt. Tilfinningin um að hún væri að rifna er heldur ekki undarleg þegar lit- ið er til fyrri fæðingarsögu konunnar. Hún rifnaði töluvert í fyrri fæðingu og sagðist hafa fundið lengi til í botn- inum á eftir. Konan hafði þá fætt í epiduraldeyfingu og ekki fundið mik- ið fyrir fæðingunni sjálfri. Hún var því í raun að finna í fyrsta sinn þá til- finningu sem fylgir því að útvíkkun klárast og kollurinn þrýstir sér niður í leggöngin. Um leið og útvíkkun lauk sagðist hún halda að hún myndi rifna og líklega hefur það verið ástæða þess að hún reyndi að halda aftur af remb- ingnum. Hún var að fæða í annað sinn og fæðingin gekk hratt þannig að kollurinn gekk hraðar niður en hjá frumbyrju og grindarbotninn hafði því ckki eins góðan tíma til að teygj- ast. þetta var í raun eins og fjölbyrju- fæðing með frumbyrjutilfinningu. Eftir á að hyggja má einnig naga sig í handarbökin fyrir að hafa lagt kon- una í rúmið, þar sem hún treysti sér í raun alls ekki til þess og auðvelt hefði verið að skoða hana standandi (fyrir nú utan spurninguna um það hvort við hefðum yfir höfuð nokkuð átt að vera að skoða hana, þar sem mjög rökrétt var að ætla að útvíkkun færi að klárast eins og gangur fæðingarinnar fram að því hafði verið). Reyndar veit ég ekki hvort það hefði borgað sig að hún fæddi standandi þar sem þetta var mjög stórt barn og því ákveðin hætta á axlarklemmu en sjálfsagt hefði maður getað unnið úr því hefði feng- ist betra svigrúm til að vinna með konunni í gegn um kvíðann við að rifna. Lowe segir einmitt frá rann- sókn Melzacks nokkurs og félaga (1984) sem kom fram með þá kenn- ingu að samspil væri milli aukinnar fæðingarþyngdar og meiri sársauka í fæðingu. Konan rifnaði svo reyndar 2.gráðu rifu, en þegar ég saumaði hana var hún fullkomlega yfirveguð og róleg. Heimildir: Balaskas, J., (1989). New Active Birth. A Concise Guide to Natural Childbirth. London. Thorsons. Lowe, N., K. (1996). The pain and discomfort of labor and birth. Journal of Obstetric, Gynecologic & Neonatal Nursing. 25(1): 82-92. McKay, S., Barrows, T., og Roberts, J., (1990). Women's views of second- stage labor as assessed by interviews and videotapes. Birth. 17(4): 192-198. Ranta, P., Jouppila, P., og Jouppila, R., (1996). The intensity of labor pain in grand multiparas. Acta Obstetricia et G- ynecologica Scandinavica. 75(3); 250- 254. Wuitchik, M., Hesson, K., og Bakal, D., A., (1990). Perinatal predictors of pain and distress during labor. Birth. 17(4): 187-191. NÝTT Vivag NÝTT Acidophilus í skeiðarhylkjum Vivag skeiðarhylki til að byggja upp nát- túrulegt jafnvægi og viðhalda réttu sýrustigi í leggöngum. I hverju Vivag skeiðarhylki eru 100 milljón frostþurrkaðir mjólkursýrugerlar (Lactobacillus acidophilus). Staðbundin verkun í leggöngum, engar aukaverkanir. Vivag skeiðarhylki eru úr gelatíni þau innihal- da ekki fituefni sem bráðna og leka út. Hreinlegt og einfalt í notkun. Konur losnið við óþægindin á auðveldan og náttúrulegan hátt. Ábendingar: Bacteriel vaginose. Eftir fúkalyfja notkun. Fluor vaginalis á meðgöngu. Eftir tíðarblæðin- gar. Breytingaraldur. Síendurtekin fluor vagi- nalis. Candida albicans vaginitis. Vivag hefur farið sigurför um Danmörk og loksins fáanlegt á fslandi. Pakkningar: Vivag skeiðarhylki 12 stk með 12 einnota stjökum og 12 stk án stjöku. Óslenskar leiðbeiningar í hverri pakkningu. Vivag sápa 250 ml án litar- ilm- og rot- varnarefna, sýrustig 4. Fæst í apótekum 6

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.