Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 12
Heöhöndlun með ilmkjamaolíum Aromatherap^ Ti'argrél Alice Birgisdótttr Notkun jurta í sögulegu samhengi Aromatherapy á rætur að rekja til elstu lækningahefða mannkyns. Þó að orðið „aromatherapy“ sé íýrst notað á þessari öld, sem hugtak til þess að lýsa notkun ilmkjarnaolíu sem meðferðar- formi, þá er sá grunnur sem þessi meðferð byggir á ævaforn. Fornleifafræðingar hafa fundið leif- ar margra plantna sem hafa þekkta virkan í gröfum og grafhýsum forvera okkar. Þeir telja ólíklegt að þessir sömu forverar hafi f upphafi hina minnstu hugmynd um þau græðandi áhrif sem þessar jurtir hafa. Fljótlega hafi fólk farið að skynja af tilviljun að sumar þessara jurta höfðu þau áhrif að veiku fólki fór að líða betur. Einnig er talið líklegt að fólk hafi aflað sér þekk- ingar um eiginleika jurtanna með því að fylgjast með hvaða jurtir særð dýr lögðu sér til munns. Á miðöldum voru jurtir almennt notaðar af læknum, lyfjagrúskurum og alþýðu, en á 18. öld hóf ný stétt manna sig til vegs og virðingar, sem voru vísindamenn og gerðu þeir m.a. tilraunir í efnafræði á virkni jurta. Það sem var hvað neikvæðast við hina svökölluðu sérfræðiþekkingu, var að þekking alþýðunnar dó smám saman út. Þessir fræðingar fóru að beina sjónum sínum meira að virkum efn- um einstakra jurta, t.d. koffín, mor- fín, atrofín og fl., sem síðan urðu mikilvæg efni fyrir framþróun í læknavísindum. Þar með dró úr notk- un jurtanna sem slíkra en þeim mun meira kapp var lagt á að vinna úr þeim virk efni. Ilmkjarnaolíur héldu menn þó áfram að nota til lyfjagerðar fram að þessari öld. En smám saman tóku verksmiðjuframleidd efni, fram- leidd af efnafræðingum á tilraunastof- um yfir stærstan hluta lyfjamarkaðar- ins . Upp úr 1920 fengu ilmkjarnaolíur dyggan stuðningsmann, þegar fransk- ur efnafræðingur að nafni René Maurice Gattefossé fékk mikinn á- huga á lækningamætti olíanna. Hann brenndist illa í sprengingu á tilrauna- stofu sinni og notaði lavender olíu til að hjálpa til við græðingu sársins. Þessi eiginleiki olíunnar leiddi athygli hans að áhrifamætti hennar og annara í húðsjúkdómafræði. Hann hafði áður sýnt fram á að margar ilmkjarnaolíur, sem fýrirtæki hans framleiddi höfðu meiri sóttvarnareiginleika en ýmis þau efni sem bætt var í olíurnar í sama til- gangi. Gattefossé sem kallaður er 1 faðir ilmolíumeðferðar i notaði fýrst- ur manna orðið i Aromathérapie i í vísindalegri ritgerð sem hann setti fram árið 1928 og gaf síðan út bók með sama nafni 1937 og er hún biblía margra sem nota ilmolíur enn í dag. Höað eru ilmkjamaoHur? Ilmkjarnaolíur eru í raun ekki olíur heldur hreinir ilmkjarnar jurta fengn- ir með eimingu eða pressun. Afurðin er mjög samþjappað efni sem sjaldan er notað óþynnt. Ilmolíur eru afar rokgjarnar þ.e. gufa hratt upp komist þær í snertingu við súrefni. Um leið og þetta er ein á- stæða þess hve fljótt þær virka í með- höndlun er það jafnframt skýring á því hversu vandmeðfarnar þær eru í notkun og geymslu. Þær eru mjög flóknar að efnasamsetningu sem gerir það að verkum að þær eru fjölhæfar og öruggar í notkun þ.e. margir efnis- þættir spila saman og auka áhrif hvers annars. Þetta er ástæða þess hversu breiða verkan hver olía hefur. Lækningamáttur ilmolía er m.a. : * sótthreinsandi * vinna gegn veirum * vinna á og koma í veg fýrir bólgur * vinna gegn sveppasýkingu * auka jafnvægi * minnka streitu * hafa áhrif á hormónastarfsemi * verkjastillandi * efla ónæmiskerfið og svo mætti lengi telja. Til að þetta síðan komist til skila til þess sem leitar meðhöndlunar þurfa að fara saman góð þekking þess sem meðhöndlar og gæði þeirrar vöru sem hann notar. Ilmkjarnaolíur séu þær hreinar, búa yfir lifandi krafti plant- anna sem gefur þeim starfsmögnun. Gerfiefni búa ekki yfir þessum eigin- leikum þó þau ilmi eins og útlitið sé áþekkt. Þær þurfa að vera unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum þ.e. ræktuð- um í jarðvegi sem eiturefni hafa ekki komist í snertingu við í a.m.k. 7 ár eða villtum jurtum tíndum í sínu náttúrulega umhverfi. HOemig hefur Isjkt - ilmur áhrif á okkur Vísindamenn hafa gegnum kynslóðir gert margar tilraunir til að svara þess- ari spurningu með misjöfnum ár- angri. Leitin að þeim þáttum sem mestu máli skipta hefur leitt þá að heilastarfseminni, því nefið er aðeins lítill hluti af því ferli að nema lykt. 12

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.