Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 17
framtíðarinnar. Aðaláherslan hefur verið lögð á landsbyggðina þ.e. hvern- ig við getum tryggt skjólstæðingum okkar bestu mögulegu þjónustu. Einnig hefur mjög komið við sögu að reyna að festa stöður ljósmæðra til að tryggja að ljósmæður sinni a.m.k. allri mæðravernd en talsverður misbrestur hefur verið þar á. Ekki er of oft ítrek- að að við ljósmæður erum sérfræðing- ar í að sjá heilbrigðar vanfærar konur. Þær eiga allar heimtingu á að ljós- mæður sinni þeim á meðgöngu sinni þannig að þær fái „bestu mögulegu þjónustu sem völ er á“ eins og segir í lögunum. Starfsreglur hafa breyst hja Heil- brigðisráðuneytinu þannig að nú eru engar stöður eyrnamerktar en vilji er fyrir því að ljósmæður sinni öllum þunguðum konum og er lagt til að við heilsugæslustöðvar séu starfandi ljós- mæður. Ráðin var nýr ritstjóri í vetur og heitir hún Þuríður Pálsdóttir. Stefnt er að því að blaðið komi út þrisvar á ári og eru félagsmenn hvattir til að senda inn efni og láta vita af skemmti- legum greinum sem þeir hafa rekist a. Ekki er nauðsynlegt að þýða greinar staf fyrir staf heldur er þá einungis sagt að lauslega sé þýtt. Leggjum allar hönd á plóg og stefnum að góðu, skemmtilegu og faglegu blaði. Afram stelpur!! Helga Gottfreðsdóttir og Anna Guðný Björnsdóttir hafa fundað stíft með landlækni um hlutverk ljós- mæðra í getnaðarvarnarráðgjöf, og hefur hann lýst sig fylgjandi því að ljósmæður sinni þessum málaflokki í n'kara mæli en nú er. Til stendur að sett verði á laggirnar tilraunaverkefni a a.m.k. einni heilsugæslustöð og getnaðarvarnadeild Landsspítalans, þ-e. að boðið verði uppá getnaðar- varnaráðgjöf og að ljósmóðir geti gef- ‘ð út lyfseðla fyrir getnaðarvarnir. Mikið hefur verið rætt um heima- þjónustu ljósmæðra og er ekki að undra þar sem ljósmæður hafa sinnt þessum samningi afar vel eins og ljós- mæður sýndu glögglega með könnun sinni í hitteð fyrra. Hitt er og er það ver að Félag íslenskra Hjúkrunarfræð- inga hefur gert sams konar samning í óþökk við félagið. Lagalega stenst þessi samningur alveg en við höfum á- hyggjur af orðalagi samningsins en þar er alltaf talað um hjúkrunarfræð- inga sem sinna þessum störfum en ekki ljósmæður eins og vera ber. Við höfum hins vegar fengið staðfestingu frá Tryggingastofnun Ríkisins um að alls staðar þar sem getið er hjúkrunar- fræðings í samningnum er átt við hjúkrunarfræðing sem hefur starfs- leyfi ljósmæðra. Ljósmæðrafélag íslands dreif sig í að gera ýmsa hluti til að selja og aug- lýsa félagið okkar og okkur þar með. Það eru jakkapeysur sem áletrað er ljósmóðir á bakið en félagsmerkið í barminn og eru þær til sölu hér og nú. Einnig hefur verið til sölu í vetur pennar, lyklakippur og saumaveski merkt félaginu og hefur sala á því gengið vel. Nú er líka til sölu næla, sem við ljósmæður erum afar stoltar af en hún hefur verið steypt eins og gamla hlust- pípa okkar, hún er til bæði í gulli og silfri og hvetjum við allar ljósmæður til að fá sér svona nælu og skreyta sig með henni alltaf. Boðað var til fúndar með heilsu- gæsluljósmæðrum og rætt um Hand- bók fyrir mæðravernd, sem drög eru komin út að. Fundurinn var boðaður fýrir tilstuðlan margra ljósmæðra sem vinna að mæðravernd og voru vægast sagt mjög óánægðar með þessi drog. I framhaldi af fundinum var sent bréf til landlæknis sem lýsti óánægju okk- ar. Niðurstaðan varð sú að landlækmr kallaði fulltrúa á sinn fund og fékk skýringar og var svo Hildur Kristjáns- dóttir ljósmóðir skipuð í nefndina sem fjallar um gerð handbókar fynr mæðravernd. Hildur ætlar jafnframt að stofna deild innan félagsins fyrir ljósmæður í heilsugæslu og fögnum við því. Gaman er að segja frá því að for- maður hefur haft samband við sölu- fulltrúa frá Mölnlycke í Danmörku. Eftir mikil skrif og viðtöl er búið að fá löggiltan skjalaþýðanda til að þýða danska bók um meðgöngu og fæð- ingu sem Mölnlycke gefur út og stað- færa hana að íslenskum aðstæðum og stendur síðan til að dreifa og gefa ís- lenskum þunguðum konum. Það stendur til að formaður hitti þessa konu þegar hún verður stödd hér á landi í sumar og verður vonandi geng- ið frá þessu endanlega þá. Þessi bók liggur hér til sýnis og skemmtunar fyrir ykkur nú. NJF þing verður haldið nú í lok maí, haldið í Svíþjóð og fara Hildur Kristjánsdóttir og Ástþóra Kristins- dóttir sem okkar fulltrúar. Félags- menn fá síðan fréttir af þinginu í næsta Ljósmæðrablaði. Orlofsmálin hafa verið með skemmtilegum hætti sl. ár undir dyggri stjórn Elínar Hjartardóttur og Solveigar Jóhannsdóttur. Það var boð- ið uppá ferð til Glasgow sl. haust sem tókst vel. Svo í sumar er sumarhúsið okkar í Munaðarnesi leigt og að auki er boðið uppá styrki til utanferða í sumarleyfum og einnig var leigt sum- arhús í Fellabæ. Þetta er spennandi möguleikar sem félagsmenn hafa nýtt sér vel. Ljósmæður sem halda utan um hinar ýmsu nefndir félagsins koma til með að kynna þeirra störf frekar hér á eftir. Einnig er hægt að taka upp mál og svara fyrirspurnum undir liðnum önnur mál. Síðast en ekki síst þakka ég öllum sem hafa hjálpað okkur og stutt kær- lega fyrir og nefndarfólki þakka ég frábær og vel unnin störf. Ljósmæður em frábeert fólk Bestu kveðjur og þakkir til ykkar allra. Ástþóra Kristinsdóttir, formaður. 17

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.