Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 19
Góð gjöf Ljósmæðrafélagi íslands hefur borist góð gjöf. Þorkell J. Sigurðsson og börn hans hafa gefið Minningasjóði ljós- mæðra peningagjöf að upphæð 200.000kr til minningar um eiginkonu sína og móður. Hun het Kristin Guðríður Kristjánsdóttir og var ljósmóðir. Kristín tók ljósmæðrapróf frá Ljósmæðraskóla íslands 30.júní 1931. Hún starfaði rn.a. sem ljósmóðir í Eyrarsveit og Reykjavík. Kristín lést 04.12.’93. Fjölskyldan kom og afhenti gjöfina formanni félagsins. Stjórn félagsins þakkar innilega þessa höfðinglegu gjöf. Jafnframt vitum við að hún á eftir að koma í góðar þarfir fyrir þær ljósmæður sem eiga eftir að fá styrk til framhalds- náms í ljósmæðrafræðum. Bestu þakkir Fyrir hönd stjórnar LMFÍ Ástþóra Kristinsdóttir, formaður l-'ormaður LHl'í tekur -Oið góðri gjöf. l-'rá -Oinstri Þórkatla Þorketsdóttir, Ingibjörg Þorkelsdóthr og Sig- urður I-:. Þorkelsson, Þorketl). Sigurðsson og Guðríður Þorkels- dótir. Á m'Jndina óantar einn soninn, það er Gisti Þorketsson. Frétlir úr K^jum Við erum hér tvær ljósmæður í tveim- ur og hálfri stöðu. Tvær af stöðunum tilheyra sjúkrahúsinu en hálf heilsu- gæslunni. Við skiptum með okkur vöktum, erum tvo sólarhringa á vakt á virkum dögum en þrjá um helgar. Vakthafandi ljósmóðir hefur viðveru- skyldu 8 klst. á virkum dögum en 6 klst um helgar. Annars er hún á út- kallsvakt og getur vinnutíminn verið ansi teygjanlegur. Starfssvið okkar er fjölbreytt, en í megindráttum er það þannig: Mæðravernd: Er skipulögð af okk- ur> en í samvinnu við heilsugæslu- lækna. Við erum með sjálfstæða mót- töku / mæðraskoðun þrjá eftirmið- daga vikunnar, en einn eftirmiðdag er tttóttaka / mæðraskoðun með heilsu- gæslulækni. Við höfum góða sam- vinnu við heilsugæslulækna staðarins °g er faglegum málum vísað á milli aðila af beggja hálfu, sem við teljum vera af hinu góða, því sum vandamál eru læknisfræðileg en önnur ljósmóð- tirfræðileg, en það er önnur saga. Foreldrafræðsla: Við reynum að bjóða öllum konum einhverja fræðslu, en hvert námskeið getur ver- ið mis yfirgripsmikið, því við höfum gott tækifæri í mæðraverndinni til að meta fræðsluþörf hverju sinni. Fæðingaryfirsetan og fæðingin er að sjálfsögðu í okkar höndum. Eng- inn læknir er viðstaddur eðlilegar fæð- ingar, en ef þurfa þykir er kallaður til skurðlæknir. Sængurlegan: Við önnumst fræðslu til sængurkvennanna meðan þær liggja inni, en umönnun er í sam- vinnu við annað hjúkrunarfólk sjúkradeildarinnar hverju sinni. Ungbarnavernd: Við sinnum ung- barnavernd þar til barnið er orðið þriggja mánaða, fyrst í heimavitjun- um en síðan koma mæðurnar með börn sín á heilsugæsluna þegar liða tekur á. Útkallsvakt fyrir skurðstofu: A tímum sparnaðar var sú ráðstöfun gerð að önnur af tveimur bakvöktum hjúkrunarfræðings skurðstofunnar var tekin af. Allir sem til þekkja vita að flestar skurðaðgerðir krefjast a.m.k. tveggja hj úkrunatfræðinga, svo að í þessum vandræðum var leitað til okk- ar. Við féllumst á að gegna kalli fyrir skurðstofuna utan dagvinnutímabils, en óneitanlega hafa komið upp á- rekstrar þar sem sinna þarf vinnu á báðum stöðum í einu. Ljósmóðurstarfið í Vestmannaeyj- um er að mörgu leyti ólíkt því sem hægt er að kynnast á höfuðborgar- svæðinu. Hér er dæmigert eyjasamfé- lag, sem þýðir að nálægð er mikil meðal fólksins, og vinnan þín fer stundum fram í kjörbúðinni meðan þú bíður eftir afgreiðslu við kjötborð- ið. Þar geta t.d. verið gefin góð ráð um brjóstagjöf meðan beðið er. Þessi nálægð hefur bæði kosti og galla. Hér er ekki hægt að hverfa í fjöldann að vinnudegi loknum, sem sumum þyk- ir þrúgandi en öðrum ekki. Nálægð- in gerir vinnuna miklu persónulegri. Það er einmitt það sem fræðin okk- ar eru sammála um, að góð tengsl milli ljósmóðurinnar, konunnar og fjölskyldu hennar eru eftirsóknarverð og nýjir straumar í fæðingarþjónustu á íslandi miða að því markmiði. Bestu kveðjur. Drífa Björnsdóttir Guðný Bjarnadóttir. 19

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.