Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 9
ans þannig að það safnast í bláæðar. Um leið fellur blóðþrýstingur og því niinnkar blóðflæði til fylgju. Þar að auki er það blóð sem kemst til fylgju súrefnissnauðara og því hætta á hypoxiu hjá fóstri. Einnig er lýst sprungnum háræðum í augum og andliti móðurinnar (1). í nokkrum rannsóknum hefur verið mælt pH í naflastrengsblóði og hafa þær sýnt fram á lægra gildi hjá þeim sem hefur verið stjórnað til að rembast ásamt l^gri APGAR og meira af óeðlilegum hjartslætti hjá fóstrinu (2). Svarið við spurningunni hlýtur því að vera já, það skiptir máli hvort konum er stjórnað til að rembast. í nokkrum rannsóknum á muni mhli þessara tveggja aðferða kom ekki fram neinn munur á tímalengd ann- ars stigs (3). I einni þeirra komu í ljós meiri áverkar á perinealsvæði ef remb- mg var stjórnað (3). Nú komum við aftur að minni konu sem gerði þetta svo ljúflega og an leiðbeininga. Ég fylgdist grannt með henni og framganginum og lét hana vita hvað hún væri dugleg og hvað þetta gengi vel hjá henni. Jóna varð aldrei rauð í framan, þannig að ekki rembdist hún upp í höfuð. Hún reigði sig stundum aftur, einnig tók ég eftir að hún andaði nokkrum sinnum á milli þess sem hún rembdist. Það var allt svo rólegt inni á stofunni. Annað stig fæðingarinnar tók u.þ.b. 50 mínútur og kl. 21.21 fæddist 16 marka sprækur drengur. Hún rifnaði mjög grunna fyrstu gráðu rifu og svo- lítið við þvagrás. Mér tókst að hitta hana tvisvar í sængurlegunni og ræða um upplifun hennar á fæðingunni. Hún var mjög sátt við hana og sagðist ekki skilja hvernig hægt væri að stjórna hvernig konur rembast því þörfin væri svo sterk. f sambandi við verkjaupplifun þá bjóst hún alltaf við að þetta ætti eftir að versna og var að „spara“ sér verkja- lyf þar til hún gæti ekki meira. Eftir á finnst mér þetta næstum ótrúlegt að konan sem ég sá fyrst grátandi af verkj- um og rétt að byrja í fæðingu, skyldi takast svona vel á við fæðinguna. Það var eitt sem Jónu sjálfri þótti skrýtið eftir á og það var hvað allt sem hún ákvað að gera gerðist hægt. T.d. ef ég stakk upp á að hún breytti um stellingu eða labbaði fram á WC þá var eins og það tæki nokkrar hríðar að aðlagast tilhugsuninni um breyting- una og svo nokkrar í viðbót til að safna kjarki og framkvæma. Þetta var alveg rétt hjá henni, ég man eftir að stundum þótti mér nóg um tímann sem allt tók hjá henni en sem betur fer stillti ég mig um að ýta á eftir henni. Hún þurfti að hafa þetta svona og tilraunir til að ýta á hana hefðu á- reiðanlega bara truflað hana í að hafa stjórn á fæðingunni sinni og þar með gert henni erfiðara um vik að takast á við sársauka. Heimildaskrá 1) Burns KML. The second stage og labo- ur - A battle against tradition. Midwifes Chronicle and Nursing Notes. April 1992, bls 92-96. 2) Enkin M, Keirse MJNC, Renfrew M, Neilson J. A Guide to Effective Care in Precnancy and Childbirth. 1995, bls. 227-228. Oxford. 3) Roberts J og Wooley D. A Second look at the secondary stage og labour. JOGNN. Júní 1996, vol 25 nr. 5, bls. 415-423. 4) Sagady M. Renewing our faith in second stage. MIDIRS Midwifery Digest. Sept. 1995, 5:3 bls. 313-318. 5) Thomson AM. Maternal behavior during spontaneous and directed pushing in the second stage of labour. MIDIRS Midwifery Digest. Des. 1996, 6:4 bls. 436. ■**•*’»*.^r ■actHLiJsmmgwmísici 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.