Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórl: MikaelTorfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvlnnsla: ísafoldarprentsmiöja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Dr. Gunni heima og að heiman Engar gasgrímur í reynd aö fötin skapa manninn. Almenn sátt hefur náðst um þetta f samfélaginu. Eyrún í Kastljósi mun aldrei mæta með gasgrfmu eða félagi hennar Sigmar vera ber að ofan með klemmur á geirvörtunum og leðurhúfu á hausnum. Þau yrðu send á hæli um leið og slökkt væri á mynda- vélunum. Það sama á við um Össur Skarphéðinsson og Ingi- björgu. Hann mun hanga ( jakkafötum og hún f dragt en ekki mæta á kosningafundi eða í Kastljósið f hvftum málninga- galla eða með vfkingahjálm á hausnum. Nema þá í einhverju flippi, sem væri viðurkennt sem slfkt. Bleiki eyrnalokkur- 'nn K Þegar ég vann sem ^gjaldkeri (bankan- i um kom stundum j eldri maður og lagöi inn á bók. Hann var eðlilegur f einu og öllu nema einu sinni var hann með bleikan demantseymalokk f hægra eyr- anu. Mér var eðlilega brugðið og reyndi að stara ekki á lokk- inn. Var handviss um að maöur- inn væri orðinn snargeðveikur og færi bráðlega að góla. Það gerðist þó ekki og hann þakkaöi pent fyrir sig og fór. Seinna heyrði ég að maðurinn starfaði sem uppstoppari áður en hann komst á eftirlaun. Skýrir það eitthvað? fh Wem annað en að klæða sig aðeins öðruvísi - jafnvel bara setja á sig Iftinn eymalokk- og þá erfólk visst um að þú sért snarklikkaður. Nema maður hafi áunnið sér rétt til að vera frábrugðinn, eins og súper- tenórinn Sverrir sem klæðir sig eins og miðaldamunkur, eða Hallgrfmur Helgason. Einu sinni voru allir með svona hatta eins og Hallgrfmur (hef ég séð á gömlum fréttamyndum), en núna örfáir spjátrungar. Sjálfur hef ég veriö að gæla við þá hugmynd að koma mér upp einhverjum spjátrungsskap en ég er bara alltof spéhræddur. Einu sinni var mér gefinn svona gömlukarlahattur og setti hann upp. Fór út en með veggjum og tók hattinn loks af því mér, fannst atlir vera að glápa á mig. Ég er því hræddur um aö flfs- peysan sé komin til að vera. Nema auðvitað havafskyrtur við hátfðleg tilefrii. Leiðari Jónas Kristjánsson Nú hefiir veriö dustaö rykiö afþessum verkfrœöingi. Hann er kominn til skjdlanna meö hugvitssagmlega ráöagerö um aö segja GPS-tæki í hvern einasta bíl á landinu. Órar verkfræðingsins Fyrir mörgum árum var ég fundarstjóri hjá hestamannafélaginu Fáki, þar sem embættismenn voru að segja frá fyrir- huguðum framkvæmdum. Hestamenn höfðu áhyggjur af reiðleiðum úr Reykjavík upp í Mosfellssveit og áfram austur í Skóg- arhóla, þaðan sem reiðleiðir liggja suður, vestur og norður í land. Verkfræðingur Vegagerðar lýsti fram- kvæmdum við Vesturlandsveg hjá Grafar- holti og sagði með hroka: „Þið verðið bara að fresta því í þrjú ár að fara upp í Mosfells- bæ.“ Setningin greyptist í hug mér og ég sagði við sjálfan mig: „Þessi kerfiskarl á eftir að valda Vegagerðinni miklum vandræð- um.“ Nú hefur verið dustað rykið af þessum verkfræðingi. Hann er kominn til skjalanna með hugvitssamlega ráðagerð um að setja GPS-tæki í hvem einasta bfl á landinu. Tæk- ið á að rekja leið bflsins allt árið og verða grundvöllur nýrra og 20% hærri umferðar- skatta í stað benzfngjalds og þungaskatts. Þú ferð um ölfusið á lágu sveitagjaldi í GPS-tækinu og kemur yfir Hellisheiðina á nokkm hærra gjaldi. Þegar þú ert kominn um Rauðhólahringinn eykst umferðin, því nú fjölgar reykvískum bflum og tækið mælir hærra gjald. Á Miklubraut tifar tækið mjög hratt, enda mikill þungi í umferðinni. Borgin hefur búið til umferðaröngþveiti á mótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Þar fer GPS-tækið hamförum, einkum ef þú ert á ferðinni á viðurkenndum álagstíma. Tækið heldur miklum hraða hvarvetna í gamla bænum, þar sem bflar eru margir og götur mjóar. Vegagerðin hefur náð haustaki á þér. I ráðum með verkfræðingnum er nefrid, skipuð nokkrum minni máttar þingmönn- um stjórnarflokkanna af landsbyggðinni. Þeir eru af því tagi, sem þú manst hvorki hvað heita, né vilt vita hvað heita. Þessir bjánar hafa skilað nefndaráliti um að fram- leiða vegaskatta á sjálfvirkan hátt með GPS- tækjum. Nefhdarmenn fullyrða, að Evrópu- sambandið vilji skattleggja fólk eftir tegund umferðarmannvirkja, tt'ma dags, stærð og þyngd farartækis, svo og eftir sérhverjum þætti, sem veldur umferðartöfum, sh'tur mannvirkjum og skaðar umhverfið. Það eru semsagt skattaórar víðar á ferðinni en hjá Vegagerðinni. Við höfrun núna benzíngjald, sem skatt- leggur bfleigendur eftir notkun. Við höfum kflómetragjald til að skattleggja mismun eftir eldsneyti. Við vitum þyngd bfla. Það eru órar að búa til fiókið gervihnatta- og raf- eindadæmi til að geta lflca skattlagt eftir stöðum á landinu og eftir álagstímum. Áður varð ég vitni að hugvitssamlegri til- raun verkfræðingsins til að koma hópi fólks í vandræði. Nú hefur honum tekizt að koma á framfæri algerum órum til að ógna þjóð- inni allri. Ch a? ■>x «o Steingrfmur Ólafs- son Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins gæti hafa verið að fara ikaffi. Jón Ásgeir Jóhann- esson gæti hafa verið að segja Dóra sögur aftónleikum Stuð- manna I London. um helstu borgir Bosníu þar sem þeir skutu á óbreytta borgara með stómm og smáum byssum. Lágu í leyni á húsþökum og skutu fólk á færi. í upphafi reyndu þjóðir heims af veikum mætti að bregðast við því sem þarna var að gerast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti við- skiptabann á Bosmu-Serba og stjórn Milosevic í Belgrad. RÍKI SAMEINUÐU ÞJÓDANNA studdu þetta viðskiptabann, þar á meðal ís- land. Þegar til stóð að halda einvígi Spasskís og Fischers í Belgrad skrifaði Bandarikjaforseti líka sérstakt bréf þar sem hann vildi stöðva þessar fyr- irætlanir. Bobby Fischer var bundinn af þessu samkvæmt bandarískum lögum. Hann rauf bannið, varð ríkur, og þarf að svara til saka fyrir það. Frá því ferli björguðu alþingismenn Óðinn Jónsson Frétta- maður ernýráðinn fréttastjóri og sigurveg- ari undanfarinna daga. Brosað gegnum tárin Um heigina veltu margir fýrir sér hvað myndi gerast eftir að Auðun Georg tók stafsinn og hatt. Einhver þurfti að koma og lægja öldurnar eftir ólæti und- anfarinna daga. Seint á sunnudeginum var spurning- unni hins vegar svarað. Ljóst var að allir höfðu tapað nema Úðinn Jónsson sem haföi verið yfirlýs- ingaglaöur í fréttum Stöðvar 2 kvöldið áður.SagðistÓðinn þá að óbreyttu ekki mundu sækja um stöðu fréttastjóra yrði starfið aug- lýstaðnýju. Einnig sagði hann að Gunn- laugurSævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefði ekki hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi. Ennfremur sagði Óðinn að sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri sætu ennþá. Hann hefði ekkiorðið var við stuðning frá þessum aðilum. Óðinn minnti einnig á að enn væri I gildi van- traustsyfirlýsing mikils meirihluta starfsmanna og formaður útvarpsráðs hefði aldreið staðið með Ríkisútvarpinu Iþessu máli. Margir töldu að Markús örn Antons- son útvarpsstjóri og Gunnlaugur Sævar myndu halda áfram að berjast gegn fréttamönnum og sniðganga þá úr hópi umsækjenda sem barist höfðu gegn yfírstjórninni. En raunin varð sem sagt önnur. Þrátt fyrir yfírlýsingar sagnfræðingsins Óðins frá kvöldinu áður vaknaði hann á sunnudagsmorguninn við símhring- ingu frá útvarpsstjóra sem spurðihvort áhugi á starfínu væri enn fyrir hendi. Óðinn svaraði þvijátandi og um leið stóð hann uppi sem eini sigurvegarinn I málinu. Það verður fróðlegt að sjá hvort sam- starfsmenn Óðins á fréttastofunni standi með nýja fréttastjóranum sem stökk á tækifærið um leiö og það gafst og brosir nú I gegnum tárin. íslendinga honum. Milosevic situr nú í dómsal í Hollandi en Bobby Fischer notar blóðpeningana frá honum til að borga fyrir hótel og lambakjöt á íslandi. Slobodan Mifosevic Reyndi að vinna sérinn prik með stórmeistaraeinvlginu. J Gunnlaugur Sævar 1 Gunnlaugsson Gæti 1 hafa verið í kaffí hjá 1 forsætisráðherra að I ræða stöðu mála. | Jón Ólafsson Gæti I hafa verið íStjórnarráð- I inu að ná f flokksskír- I teinið sitt hjá Halldóri. | Huldumaðurinn kemur I askvaðandi Hann leitlátt | J að myndavélinni en gekk I svo örugglega útúr mynd. í ffábærum þætti Spaugstofunnar á laugardags- kvöldið var eitt atriði tekið upp fyrir utan Stjórnarráð- ið þar sem Pálmi Gestsson var í gervi Halldórs Ásgrímssonar. Það vakti athygli okkar á DV að huldu- maður kom askvaðandi út um dyr Stjómarráðsins, leit í átt að myndavélinni og gekk svo örugglega út úr mynd. Illa sást hver var þar á ferð en ýmsar tillögur hafa verið nefndar. Einhverjir hafa nefrit Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, sem þá gæti hafa verið að koma úr kaffl hjá forsætisráðherra. Bobby meö blóöpe fpe Milosevic Bobby Fischer Fékk þrjár milliónir dollara frá Milosevic. B0BBY FISCHER Á JAFNVIRÐI 200 milljóna króna á bankareikningi í Sviss. Þetta sagði Fréttablaðið okkur fyrir helgi. Þessi maður, sem Alþingi sneri öllu á hvolf fyrir til að gera að Fyrst og fremst íslenskum ríkisborgara, er sam- kvæmt því moldríkur. En hvemig varð hann ríkur? Bobby Fischer fékk þrjár milljónir dollara fyrir að tefla við Boris Spassky í Belgrad 1992. Þá var viðskiptabann á Júgóslavíu til þess ætlað að stöðva fjöldamorð Serba í Bosníu. ÞETTA ÞYKIR kannski einhverjum léttvægt í dag. Bosníu-Serbar gengu á þessum ámm fram og drápu, nauðguðu og pyntuðu múslima f Bosníu. Þeir sldpulögðu umsátur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.