Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 4. APRlL 2005 Fréttir DV Deilt um göng á Vestfjörðum Sveitarstjómamenn á Vestfjörðum deila nú um hvort byggja eigi jarðgöng á milli Dýraíjarðar og Arnar- fjarðar eða í Djúpi þegar byggingu Héðinsfjarðar- ganga verður loláð. Guð- mundur Sævar Guðjónsson, forseti bæjarstjómar Vestur- byggðar, segist í ftétt á vef Bæjarins besta hafa orðið fyrir vonbrigðum með ný- lega ákvörðun Einars Péturs- sonar, bæjarstjóra í Bolung- arvflc, að göng milli þéttbýl- isstaða við Djúp eigi að vera gerð á undan göngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. SivsegirJón- ínu síbrúna Siv Friðleifsdóttir segir Jónínu Bjartmarz sam- flokkskonu sína búa yfir eiginleika sem margir sækist eftir. Hún skrifar pistil um frétt í DV þar sem fjallaö var um för Jónínu til Palestmu og hve mflcinn lit hún hefði tekið í ferðinni. „Þeir á DV hafa ekki áttað sig á því að Jón- ína býr yfir eiginleika sem margir sækjast eftir og gætu hugsað sér að deila með henni, það er hún er ailtaf brún og sæfleg, allan ársins hring, óháð sólböð- um, veðri og vindum," segir Siv og birtir mynda- syrpu af Jónínu við ýmis tækifæri. Rétt hjá Auðuni að hœtta við? Bolli Thoroddsen, formaöur Heimdallar. „Hann átti ekki annarra kosta völ í stöðunni vegna þess stríðsástands sem ríkti á Rík- isútvarpinu. Hann ereinfald- lega fórnariamb úrelts ráðn- ingarkerfis sem hann berekki ábyrgð á. Ég þekki til Auðuns og veit að þar fer vel mennt- aður og hæfur maður. Mér finnst miöur hvernig fjölmiðl- ar hafa hundelt hann og rænthann ærunni." Hann segir / Hún segir „Að sjáifsögðu varþetta rétt ákvörðun hjá honum. En hann gerði það að mínu mati ofseint, hefði átt að gera það á degi eitt. Þá varþað llka spurningin um hvort hann væri með bein í nefinu og ætl- aði sérstóra hluti. En annaö kom á daginn. Ég vona samt að afsögn hans sé fyrirmynd fyrirannan ákveðinn aðila." Reynir Traustason. rithöfundur og ritstjóri, var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á laugardaginn. Reynir hafði ákveðið að smygla lítilræði af kókaíni í gegn- um tollinn í tengslum við rannsóknarverkefni um íslenska dópheiminn sem hann vinnur að. Reynir komst í gegnum tollinn en gaf sig síðan sjálfviljugur fram og afhenti tollgæslunni efnið sem falið var í bók um ævi Stalíns Stjörnublaðamaður lék á tollgæsluna Reynir Traustason, sem unnið hefur til verðlauna fyrir rann- sdknarblaðamennsku, vinnur nú að bók um undirheimana. Á laugardaginn þurfti Reynir, ásamt þremur kvikmyndagerða- rmönnum, að dúsa í fangelsi í eina átta tíma eftir að hann af- henti tollgæslunni í Leifsstöð lítilræði af kókaíni sem hann hafði skömmu áður smyglað gegnum tollinn. Reynir staðfesti þetta í samtali við DV seint í gærkvöldi. Hann sagði málið tengt vinnu hans að bók og heimildarmynd um líf dópsmyglara í undirheimunum. Að hans sögn flallar bókin um fómarlömb eitur- lyíja og einstaklinga sem staðið hafa í fíkniefhasmygli, meðal annars frá Amsterdam. Til að komast inn í hug- arheim smyglarans ákvað Reynir að láta reyna á hvort hann kæmist í gegnum tollinn með tæpt gramm af kókaíni falið inn í bók. Reyni tókst ætlunarverk sitt. Með dóp í tollinum Eftir að hafa komist í gegnum tollinn, bæði á Schipol og í Leifsstöð, og náð athygli samstarfsfélaga sinna sneri Reynir við og afhenti tollgæsl- unni efnin. Hann segir þetta hafa verið tæpt hálft gramm af kókaíni, mulið saman við sápuspæni. Ástæð- an fyrir sápunni sé sú að þá verði efnið ekki nothæft til inntöku. „Ásetningurinn var aldrei að koma efninu inn til landsins heldur I Flugstöð Lelfs Eirfkssonar Reynirog samstarfsmenn hans voru handteknir I kjöl- far málsins. „Það var óþægilegt. Ég svitnaði og kólnaði og fékk þá sömu til- finningu og mennirnir sem standa í þessu“ ffekar fyrir mig að upplifa sömu til- finningu og einstaklingurinn sem ég fjalla um í bókinni," segir Reynir að- spurður um tilgang verkefnisins. Þórhallur Gunnarsson, umsjón- armaður íslands í dag, er handrits- höfundur að myndinni sem verið er að taka upp. Yfirheyrður Við tóku strangar yfirheyrslur á flugvellinum. Reynir og þrír sam- starfsmenn hans voru fangelsaðir. Allar upptökur úr ferð þeirra til Amsterdam voru gerðar upptækar, þar á meðal var myndbrot þar sem Reynir nær tali af stórum undir- heimakóngi í Amsterdam. Reynir segir það hafa komið honum á óvart hversu harkalega hafi verið tekið á málinu. „Við vorum fangels- aðir í tæpa átta tíma og komumst ekki heim fyrr en undir nótt," segir hann. Vinna sína vinnu Reynir vill taka fram að það hafi ekki verið ásetningur hans að valda tollgæslumönnunum á Keflavíkur- flugvelli vandræðum. „Þeir eru bara að vinna sína vinnu í erfiðum að- stæðum og gera það eins vel og þeir geta," segir Reynir sem vill að fjár- veiting verði aukin til tollgæslunnar og tekur fram að hann hafi ekkert undan lögreglu eða tollgæslu að kvarta í þessu máli. Óþægileg tilfinning En hvernig var þá tilfinningin að komast með eftiið í gegnum tollinn? „Það var óþægilegt. Ég svitnaði og kólnaði og fékk þá sömu tilfinn- ingu og mennimir sem standa í þessu," segir Reynir. „Það var lflca ætlunin. Ekki að koma með efnið inn í landið heldur að upplifa það sama og fólkið sem ég er að skrifa um og lifir og hrærist í þessum fmm- skógi dauðans." simon@dv.is Stuðningsnefnd Bobbys Fischer leitar eftir styrkjum Vilja ekki peninga frá Bobby „Við höfum nú fengið einhverja þúsundkalla, ekkert verkefrii er það ómerkilegt að það kosti ekki ein- hverja peninga," segir Einar S. Ein- arsson sem er í stuðningsnefnd Bobbys Fishcer. Sveitarfélagið Árborg hafnaði ' beiðni um fjárstyrk til nefndarinnar sem hefur sótt um styrki á nokkrum stöðum vegna verkefnisins. „Við fólum ágætum manni að skrifa til einhverra sveitarfélaga. Heildar- kostnaður verkefnisins var eitthvað um milljón. Það stendur því eitthvað út af og við verðum þá bara að greiða það ef svo verður." Einar segir kostnaðinn aðallega liggja í síma- og ferðakostnaði en nefndin fór til Japans á dögunum. „Shell borgaði nú eitthvað undir hann Sæma okkar en flestir þeir sem hafa styrkt okkur hafa ekki viljað láta nafns síns getið," segir Einar. En á Fischer ekki sjálfur einhverj- ar milljónir í Sviss? „Þetta er nú bara eins og þegar menn týnast á fjöllum, þá rukkarðu viðkomandi ekkert fyrir það. Ef þú ert að hjálpa manni og kemst svo að því að hann eigi ein- hverja peninga, þá skiptir það engu máli. Það verður aldrei gerð krafa til þessara peninga," segir Einar. Menn vinni ekki undir slflcum formerkjum því þá færu þeir bara að velja sér fólk sem ætti peninga til þess að bjarga. Það tíðkist þegar skipum sé bjargað úr nauð enda séu þau tryggð en hjá mannfólkinu sé þessu öðruvísi farið. „Það var nú þó þannig hérna í eina tíð inni í tryggingarskilmálum þeirra sem voru með Vísakort að ef þeim var rænt fengu þeir bætur. Fischer var hins vegar ekki með Vísakort að ég held," segir Einar sem er fyrrverandi forstjóri Vísa að lok- um. Allt kostar peninga Einar S. Einarsson, SæmundurPálsson og Bobby Fischer. Einarsegir stuðningsnefninda ekki vilja peninga Fischers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.