Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki sist MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 39 Friðarsinni deyr Jóhannesar Páli páfi annar er all- ur. Síðan 1978 hefur hann leitt kaþ- ólsku kirkjuna og telst því páfadóm- ur hans sá þriðji lengsti í sögunni. Hans mun verða minnst sem pólska páfans sem gróf undan valdi komm- únismans í Austur-Evrópu og ferð- aðist meira en nokkur fyrirrennari hans. Hans verður eirmig minnst sem íhaldssams kennimanns sem þrengdi mjög að frjálsri hugsun inn- an kirkjunnar. Kirkjan og nútíminn Sú var tíðin að kaþólska kirkjan og páfinn sem persónugervingur hennar voru þyrnar í augum frjáls- lynds fólks. Kaþólska kirkjan og nú- tíminn virtust ekki eiga samleið. Andstaða kaþólsku kirkjunnar við vísindi, frjálsa hugsun, lýðræði, mannréttindi og trú á framfarir var rótgróin og djúp. Allt frá frönsku byltingunni og fram yfir síðari heimsstyrjöld var kirkjan andsnúin lýðræði. Einungis reynslan af fas- isma og kommúnisma samfara hörmungum styrjaldarinnar fékk kirkjuna til að sættast við lýðræðið, þó í raun megi efast um hversu djúpt stuðningur kirkjunnar við lýð- ræðið ristir. Kirkjan hefur aldrei skihð neitt í kvenréttindum, enda karllæg stofnun með afbrigðum. Sýn kaþólsku kirkjunnar á fjölskyldmia er heimavinnandi kona með börn og eiginmaður sem vinnm fýrir fjöl- skyldunni og veitir henni forstöðu og leiðsögn. Þessi sýn er úr öllum takti við veruleikann, enda fæðast hvergi færri börn en í hinum kaþólsku löndum Spáni og Ítalíu. Kreddufesta? Fjölhyggjusamfélag nútímans og nánast óheft einstaklingsfrelsi hefur verið andstætt kennisetningum kaþólsku kirkjunnar og undir leið- sögn Jóhannesar Páls páfa annars leitaðist kirkjan við að spyrna við fótum undir merkjum íhaldssamrar guðfræði. Árangurinn er takmarkað- ur. Á Vesturlöndum naut páfinn virðingar ög jafnvel aðdáunar, en siðaboðskapur hans fór fýrir ofan garð og neðan. í heimalandi hans, Póllandi, er þjóðfélagsþróun öll í andsæða átt við það sem hann von- aði og boðaði. Á írlandi má tala um hrun kirkjunnar, kennivald hennar og vald er ekki svipur hjá sjón. Þegar ftah'a tilnefndi íhaldssaman kaþ- ólikka og vin Jóhannesar Páls páfa til embættis í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ollu skoðanir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur skrifar um Jóhannes Pát páfa annan. hans uppnámi og maðurinn varð að draga framboð sitt til baka. Þessa uppákomu má telja táknræna fýrir vindsældir siðaboðskaps páfa í Evrópu (og að mörgu leyti í Banda- rflcjunum raunar einnig). Utan Evrópu eru áhrifin meiri, enda boðskapurinn víða í meiri takt við almennt þjóðfélagsástand. Geti maður borið virðingu fýrir prinsipp- fastri íhaldssemi í Evrópu, verða sömu skoðanir þó fyrirlitlegar í Afríku. í löndum þar sem alnæmi er stærsta þjóðfélagsmeinið er and- staðan við smokkinn í beinni and- stöðu við þá virðingu við lífið sem kirkjan telur vestrænt frjálslyndi grafa undan. Kreddufesta af þessu taginu snýst gjarnan upp í andstæðu sína og grefur undan upprunalegu markmiði sínu. Friðarsinni Jóhannes Páll páfi fór aldrei í grafgötur með andúð sína á komm- únisma og fýrir það mun hans verða minnst, ekki síst í heima- landinu. Hinn pólski uppruni kom einnig fram í viðhorfi páfa til gyð- inga, en þó það hafi ekld farið hátt á íslandi, umturnaði Jóhannes Páll páfi kennisetningum kirkjunnar, nánast jafn gömlum og kirkjan sjálf. Viðhorf kristinna manna til gyðinga í gegnum tíðina eru skammarblett- ur á kirkjunni og ein af ástæðunum fyrir landlægu gyðingahatri í Evr- ópu. Uppgjör páfa við þennan sögulega bagga er því merkilegt. Ekkert land í Evrópu varð jafn illa úti í síðari heimsstyrjöldinni og Pólland. Andstaðan við stríðrekstur Þótt það hafi ekki far- ið hátt á íslandium- turnaði Jóhannes Páll páfi kennisetningum kirkjunnar, nánast jafn gömlum og kirkjan sjálf. var því Jóhannesi Páli öðrum mikil- vægt baráttumál, hann þekkti afleiðingar stríðs af eigin raun and- stætt mörgum stríðsriddurum sam- tímans. Studdur aldagömlum kenningum kirkjunnar um réttlátt stríð var hann til að mynda ein- dreginn andstæðingur innrásar Bandarflcjamanna í írak. Óháð trúarskoðunum ættum við því að minnast friðarsinnans Karols Wojtyla frá Kraká með hlýhug. A KASSANUM Með llluga Jökulssyni alla virka daga kl. 18. með Kristjáni Guy Burgess • FréttMorgun- blaðsins um sam- komulag Halldórs Ás- grímssonar og Davíðs Oddssonar um söl- una á Símanum kom sér ilia fyrir bæði Halldórs- og Davíðs- menn. Sjálfstæðismenn eru margir undrandi á því fýrirkomulagi sem var valið, óttast að framsóknarmönnum takist að velja sína menn til að kaupa Símann og einnig það að með þessu fyrirkomulagi takist ekki að fá það verð fyrir hann, sem æskilegt væri. í viðskiptalífinu spá menn í hvar Finn- ur Ingólfsson og Ólafur Ólafcson verði í hópunum sem fái að bjóða í... • Innan Ríkisútvarpsins vonast menn til þess að nú lægi eftir óftiðar- bálið síðustu vikur- nar. Þó er ljóst að ai- gjör trúnaðarbrestur heíur orðið milliyfir- stjórnar og starfs- manna þannig að erfitt verður að leggja fortíðina að baki og horfa fram á við, eins og Þorgerður Katrín menntamálaráðherra vill. Það var merkilegt að BogiÁgústsson skyldi af sjúkrabeði sínu, kalla til Friðrik Pál Jónsson til að stýra frétta- stofu útvarpsins þar til ákveðið verð- ur um framhaldið. Friðrik Páll iét Markús Öm Antonsson aldeilis heyra það í síðustu viku þannig að ekki verður þíða í samskiptum þessara gömlu skólabræðra í bráð... • Auðun Georg Ólafsson flækti sig aldeilis í eigin vef í fréttaviðtali þar sem hann reyndi að halda trúnað um fund við Gunnlaug Sævar Gunnlaugs- son, sem hafði verið daginn áður. Þótt Auðun hafi verið fuli- ur sjálfstrausts í bar- áttunni við fréttamennina, fékk hann enn grimmari viðtökur í útvarpshús- inu en hann bjóst við. Síðar um dag- inn þegar honum hafði mistekist aö stöðva útsendingu á viðtali við sig, þurfti hann hjálp vina sinna til að bregðast við aðstæðunum. Þeir höfðu af honum áhyggjur, veittu honum stuðning, og á endanum sendi hann bréf þar sem hann sagðist ekki þiggja starfið sem hann hafði sótt um og fengið... • Egill Helgason þurfti að breyta plönum í gær. Hann var búinn að gera áætlanir um að fara til Bmssel að kynna sér starfsemi NATO um helgina og ætlaði að taka upp þáttinn sinn á föstu- daginn. Þá var Auðun Georg fféttastjóri og páfinn á lífi. Aðstæður breyttust hjá Ágli þannig að hann ákvað að vera heima um helgina. Þannig náði hann stórfréttunum öllum inn í þáttinn sinn en sat ekki uppi með úreltan þátt... • Bobby Fischer er byrjaður að láta að sér kveða í innlendri pólitflc. I við- ■ tali við Morgunblaðið um helgina segir hann fsland hafa breyst og leggst harkalega gegn Kára- hnjúkavirkjun. And- stæðingar virkjunar- innar hafa þarna fengið öflugan talsmann í baráttunni gegn umhverfisspjöilum á hálendinu. Þeir sem vonuðust til þess að Bobby myndi hafa sig hægan, hefur ekki orðið að ósk sinni og verður mál hans vandræðaiegra með hverjum deginum sem líður... <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.