Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 17
DV Heilsan MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 7 7 Tölva les mannsheila 25 ára lamaður bandarískur karl- maður hefur notið aðstoðar tækn- innar á þann máta sem enginn hefur áður hefur gert. Árið 2001 varð hann fyrir hnífaáras og lamaðist í kjölfarið fýrir neðan háls. Síðastliðið sumar gekkst hann undir aðgerð þar sem tölvuflaga var ígrædd í heilann og skynjar hún hugsanir hans. Flagan sendir síðan upplýsingarnar til tölvu sem er tengd við hin ýmsu tæki á heimili hans. Þannig getur hann til dæmis slökkt og kveikt á sjónvarp- inu sínu, hækkað hljóðið og skipt um rásir. Vísindamenn hafa lengi unnið við þessa tækni og binda miklar vonir við hana fyrir hönd lamaðra einstaklinga. Fullkomin blanda „Ég dansa mér til heilsubótar, hef verið að æfa freestyle-dansa í svolítinn tíma og finnst voða gaman og svo stunda ég líka jóga,“ segir Þóra Sig- urðardóttir umsjónarmaður Stundar- innar okkar. „Ég held að ég geti mælt með þessu við hvern sem er, held að þetta sé hið fullkomna heilsu- blanda." Einhverjir færustu kennararnir í kinsiology, einu helsta trendi samtímans, eru hjónin Jarle Tamsen og Margot Westmark en þau verða með námskeið hér á landi í apríl. íslendiigar ognlr fyrir leyndum ig Ijósun kröftum tilverninar „Þó að stutt sé milli Danmerkur og íslands er mikill munur á fólkinu. íslendingar eru svo miklu opnari fyr- ir nýjum hugmyndum um heiminn í kringum okkur en við Danir og lík- lega flestir aðrir," segir Jarle Tamsen, danskur kennari og sérff æðingur um næringarfræði, kinesiology, hómó- patíu, nálastungur auk fjölda ann- arra hluta sem lúta að andlegri og lfk- amlegri heilsu einstaklinga. „Hér bendir fólk manni hiklaust á staði þar sem óútskýrðir atburðir hafa átt sér stað, tala um orkuna á Snæfellsjökli á hversdagslegan hátt, það er frábært," segir Jarle glettnis- lega með aðdáun í röddu, enda segir hann þau hjón vera ákaflega hrifin af landi og þjóð en þau eru nú að fara halda námskeið í kinesiology sem þykir einkar áhrifarík nuddaðferð sem byggir á fomum og nýjum fræð- um. „Þetta er eitthvað sem allir geta lært og allir geta lært," segir hann. Kynntist ástinni í qegnum ónefðbundnar lækningar Jarle, sem snemma fékk áhuga á óhefðbundnum lækningum, hefur nú starfað sjálfstætt sem meðhöndl- ari í kinesiology í 30 ár og segir hann forréttindi að fá að fást við það og hefur haldið fjölda námskeiða um Norðurlönd. Sfðast hélt hann nám- skeið á íslandi fyrir 11 ámm og þóttí honum takast svo vel til að eldri nemendur sóttust eftir að fá hann aftur til að læra meira og gleður það því marga að heyra að hann og kona hans, Margot Westmark, sem einnig hefur helgað sig þessu meðferðar- formi, verða með námskeið hér á landi nú í april. „í raun má segja að þessi fræði hafi fært okkur saman, við vomm bæði í hjónabandi þegar við kynnt- umst en þetta var eitthvað sem átti að verða og fyrir það erum við bæði þakklát. Það má eiginlega segja að þessi fræði hafi fært mér leið til að bæta heilsu mína og annarra, ævistarf og lífsförunaut." Ójafnvægi í orku líkamans Jarle segir kinesiology eiga sér ævafomar rætur en í henni er unnið út frá sömu lögmálum og í kínverskm nálastunguaðferðinni. Kinesiology hefur verið stunduð í Bandaríkjunum frá því um 1960 en þaðan á meðferð- in eins og hún er í dag upptök sín og er venjulega kölluð Touch for health eða TFH en það gætí útlagst á íslensku sem „snerting til heilbrigðis." Algengara er þó að kalla fagið vöðva- og hreyfifræði. f kinesiolpgy er þó ekki unnið með nálar heldur snertingu, punkta- nudd og vöðvaprófanir til að finna ójafnvægi í orkubrautum líkamans. Þegar það er fundið er svo leitað ráða til að koma jafnvægi á orkuna. Or- sakir ójafnvægisins geta verið marg- ar en oft tengist það aukaefhum í fæðu, skorti á vítamíni, röngum vinnustellingum og fleira sem tengist tilvem nútfrnamannsins. Leyndir og Ijósir kraftar „Mér finnst yndislegt að geta notað starf mitt til að hjálpa öðmm og sérstaklega er frábært að vera hér á íslandi þar sem aflir em svo opnir fyrir leyndum og ljósum kröftum tilverunnar. Þau hafa fært mér það mikilvægasta í lífi mínu og ég vona að ég geti fært öðm fólki brot af því sem ég hef kynnst." Nánaii upplýsingai um nám- skeiö ei að fínna á heimasíðu íslenskia heilsunuddaia www.nuddfelag. is. Flestir heilsusérfræðingar mæla með því að að fólk fái sér að minnst kosti fimm skammta af ávextum og grænmeti á dag. Kostir þess fyrir heilsuna séu ótvíræðir, þar sém þessar afurðir eru mikil- væg uppspretta mikilvægra vítamína, steinefna og andoxunar- efna sem vernda okkur fyrir sjúk- dómum og ótfmabærri hrörnun. uppÁsmmw Mörgum þykir erfitt að komast upp á lagið með að borða holl- ustufæði.Taktu eitt skref f einu, þú gast tileinkað þér óholla lifnaðar- hætti og hlýtur að geta snúið þvf við. Byrjaðu á þvf að fá þér: 7 ávöxt. glas afferskum og ósykruðum ávaxtasafa. 1/2 bolla af niðurskornu græn- meti, til dæmis gulrótum og tómötum. Bolla afblaðmiklu grænmeti, svo sem káli eða spínati. 1/4 bolla afþurrkuðum ávöxtum, svo sem rúsínum, ferskjum eða öðru góðgætl. aOVMMtAÐFBiÐÉÉ Mikilvægt er að sjóða grænmeti ekki of mikið því við það tapast næringarefni. Best er að léttgufu- sjóða það, við það tapast mirinst af næringarefnum og ensfmum. ÞVf FiEtffí ÞVtBCTRA Ef þú borðar nú þegar fimm stykki af grænmeti eða ávöxtum á dag þá er þeir alveg óhætt að borða fleiri. Neysla þessara fæðu er eitt af þvf fáa í heiminum sem þú þarft ekki að stilla f hóf. Rannsóknir sýna að ef snædd eru fleiri en tíu stykki af þessu sælgæti náttúrunnará dag getur það lækkað of háan blóð- þrýsting. Því fleiri því betra. Höfuðverkir, hvenær á að leita læknis Höfðuverkir Eru venjulega hættulausir Á síðasta ári fengu 90% karla og 95% kvenna að minnsta kosti einu sinni höfuðverk eftír því sem fram kemur hjá bandarfsk- um heilsusamtökum. Samkvæmt rannsóknum reynast afar fá tilfelli höföu- verkja af alvarlegum toga en ef eftírfarandi einkenni gera vart víð síg þykir rétt að hafa samstundis sam- band við lækni. Þú færð þrjá eða fleiri höfuðverki í viku. Þér finnst þú þurfa að taka verkjatöflu næstum daglega. Þér finnst þú þurfa sterkari verkjatöflur en ráðlagt er að taka til að lina verkinn. Hálsinn á þér er stífur og/eða þú færð hita. Höfðuverknum fylgja öndunarörðugleikar, hiti eða önnur óvænt einkenni sem tengjast t.d. augum, eyrum, nefi eða hjáls. Þig svimar, ert óstöðug/ur, drafandi eða með veika rödd. Þú hefur þráláta ógleði og/eða uppköst. Pillur sem lengja lífið? John Speakman, prófessor við Aberdeen-há- skólann í Skotlandi segir að með þvi að taka pillu erhægt að lengja lifið um 30 ár. Hann segir að þetta sé mögu- legt efeinstaklingur tekur inn ákveðið magn afhormóninu þýroxín á hverjum degi. Lifræn efnaskipti batni og þar með eykst lífaldurinn. Þessu til stuðnings nefnir hann tilraunir á mús- um sem hann hefur framkvæmt með jákvæðum árangri. Hormóna- sérfræðingar segja þóaöof mikil neysla þýroxins geti leitt til alvar- legra heilsukvilla sem gætu dregið fólk til dauða. Þeir einstaklingar sem eru nú með ofmikið magn afþýroxini af náttúrulegum orsökum í likama sinum þurfa að taka lyf til að halda magni efnisins í jafn- vægi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.